Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2015, Blaðsíða 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2015, Blaðsíða 9
9 myndir því mikill fengur fyrir tilvonandi mynd. Kvikmyndasafnið á í fórum sínum 15 kvikmyndir sem kvikmyndaklúbburinn Linsan gerði og sýndar voru í Nýja Bíói á Siglufirði árið 1965. Nefndinni hafa borist margar og hagnýtar upplýsingar um filmur sem leynast út um allt land og víðar. Stendur til að leita til Noregs og Svíþjóðar eftir myndum sem þar eru til. Hugmyndin er að gera mynd um Siglufjörð sem lýsir atgangi í kringum síldina, mannlífi, tónlistarlífi, verslunum og karakterum bæjarins, íþróttalífi, skíðaiðkun og fótboltanum. Ætlunin er að ræða við nokkra Siglfirðinga á efri árum og spila viðtölin undir myndinni. Við biðjum þá að bíða með að fara yfir móðuna miklu, fara ekki yfir um, vera ekki fyrir handan þegar við bönkum uppá!! Eftir síldina komu svo árin þar sem menn trúðu ekki að síldin væri horfin. Árin þar sem bryggjur, plön og braggar grotnuðu niður, fólksfækkunin endalaus og ekkert virtist ætla að verða Siglfirðingum til sáluhjálpar. Og síðan uppbyggingin með Þormóð ramma í fararbroddi, Síldarminjasafnið og Örlyg Krist- finnsson, Héðinsfjarðargöngin, sameiningin við Ólafsfjörð og síðast en ekki síst Róbert Guðfinnsson, sem kom heim aftur og hóf þá uppbyggingu sem enn er í gangi. Eins og menn sjá þá er ekkert smáræðisverkefni hér á ferðinni sem kostar bæði vinnu og peninga. Því biðlum við til þín elskulegi Siglfirðingur um að hafa samband ef þú átt í fórum þínum myndir/ kvikmyndir frá Siglufirði eða veist um einhvern sem það gerir. Við leitum því hjálpar þinnar Siglfirðingur góður að styðja við þetta verkefni sem mun halda nafni bæjarins, sem okkur er svo kær, á lofti um ókomnar aldir. GT Félagar í Stúdentafélagi Siglufjarðar lyfta glösum. Sigurður Sigurðsson læknir, Hafliði Guðmundsson kennari, Aage Schiöth lyfsali, Hinrik Aðalsteinsson kennari og Jóhann Jónsson tannlæknir. Ljósm. HG. Siglufjörður um 1961. Ljósm. Steingrímur Kristinsson. Hrímararnir Rúnar Egilsson og Árni Jörgensen 1970. Böddi og Jósi fyrir utan samnefnda fiskbúð. Ljósm. Steingrímur Kristinsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.