Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Side 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Side 3
3SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ - október 2015 Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar eru að vinna að kvikmynd sem ætlunin er að færa Siglufirði og Siglfirðingum að gjöf á 100 ára afmæli bæjarins og 200 ára verslunarafmæli hinn 20. maí 2018. Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið eru bakhjarlar verkefnisins sem er í fullum gangi. „Við höfum þegar fengið lista frá kvikmyndasafninu um kvikmyndir sem eru til hjá safninu og varða Siglufjörð og er gífurlegt magn til af slíku efni. Við höfum einnig talað við Sjónvarpið og fengið þar grófan lista yfir efni frá stofnun þess 1966 sem tengist Siglufirði og Siglfirðingum. Þá eigum við eftir að fá upplýsingar frá útvarpinu hvað þar er til í tali og tónum frá því að það hóf útsendingar 1930. Eins höfum við verið að viða að okkur efni sem heimamenn hafa tekið í tímans rás, sett það í stafrænt form og ætlunin er að nota meðfram, segir Árni Jörgensen sem ritstýrir verkefninu. „Ætlunin er að byggja þetta líka á viðtölum við Siglfirðinga á öllum aldri. Þessi viðtöl eða einræður öllu heldur verða síðan klippt til út frá myndefninu. Eins og áður segir verða þetta fjölmargir viðmælendur og eru þessar upptökur nú að fara af stað. Auk þess verða notaðar ljósmyndir frá öllum tímum, sú elsta sennilega frá því um 1890.“ Nú er saga Siglufjarðar gífurlega merkileg og þá atvinnu- sagan sérstaklega. Árni er því spurður hvort nokkur von sé til þess að koma því öllu til skila í klukkustundar langri kvikmynd. „Við höfum auðvitað mikið velt því fyrir okkur hvort klukkustundar kvikmynd muni duga fyrir allt þetta efni, og þess vegna höfum við rætt óformlega við Egil Helgason og Ragnheiði Thorsteinsson um gerð sjónvarpsþátta. Allt er þetta í vinnslu. Efnið er óþrjótandi, mikið til af skráðum heimildum eftir Siglfirðinga, menn eins og Örlyg Kristfinnsson, Benedikt Sigurðsson, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Sigurjón Sigtryggsson, Jón Jóhannesson, Þ. Ragnar Jónasson og Jónas Ragnarsson, þannig mætti fleiri telja.“ -Við hvaða fólk verður talað? „Eins og áður segir verður talað við fólk á öllum aldursskeiðum og úr öllum atvinnugreinum. Þetta verður fjöldi fólks, gæti orðið 20-40 manns sem þarna munu koma við sögu með einum eða öðrum hætti. Þegar hefur verið haft samband við suma þeirra en ekki alveg alla, og farið yfir það sem hver og einn á að tala um. Þar sem ekki hefur verið haft samband við alla þá sem meiningin er að fá til að tjá sig í myndinni vil ég ekki nefna nein nöfn á þessu stigi. Verkinu miðar vel og við höldum ótrauðir áfram að vinna að þessu skemmtilega verkefni um þennan merka stað og merka sögu hans. Hvort sem um heimildamynd verður að ræða eða sjónvarpsþætti þá munum við gera okkar besta til að segja þessa sögu. Vonandi fáum við rúm í þessu blaði áfram til að segja frá framvindunni.“ -bvs. Merkur staður með merka sögu Siglufjörður 1905. Síldarstúlkur Gunnlaugs Blöndals í bankanum.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.