Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Side 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Side 6
6 SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ - október 2015 Á Siglufirði búa hlutfallslega fleiri aldraðir en í flestum öðrum stærstu þéttbýlisstöðum landsins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni í ársbyrjun 2015 voru 15,7% íbúanna 70 ára og eldri, en landsmeðaltalið var 9,1%. Eins og að líkum lætur hafa nokkrir Siglfirðingar náð mjög háum aldri og vitað er um fimm sem hafa orðið hundrað ára, sá fyrsti upp úr miðri tuttugustu öld. Elín: 104 ára Elín Jónasdóttir fæddist í Efri-Kvíhólma í Ásólfsskálasókn í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 16. maí 1908, dóttir Jónasar Sveinssonar bónda þar og Guðfinnu Árnadóttur, sem varð 98 ára. Elín var fjórða í röð níu systkina, ein systir varð 99 ára og önnur 96 ára. „Ég kom á Siglufjörð 1939 og hef verið hér síðan, gerðist húsmóðir en starfaði líka við síldarsöltun á sumrin þegar það var í boði,“ sagði Elín í viðtali sem birt var á aldarafmælinu. Elín var mjög trúuð kona „Ég ákalla Drottin á hverjum degi og stundum oft á dag,“ sagði hún. „Og hann hefur aldrei brugðist mér, þó maður skilji ekki allt sem hefur komið í manns veg.“ Elín var mikil handavinnukona. Á efri árum tók hún sig til og prjónaði og saumaði mikið af flíkum sem hún sendi til fátækra barna víða um heim, m.a. í Austur-Evrópu, Asíu og Afríku. Einnig sendi hún mikið til ABC-hjálparstarfsins á Íslandi. Síðla árs 1941 giftist Elín Óskari Sveinssyni sjómanni og verkamanni og áttu þau heima á Suðurgötu 68, en það hús byggðu þau. Þar var Elín þangað til hún var 98 eða 99 ára, en þá fór hún á sjúkrahúsið á Siglufirði. Þau Elín og Óskar eignuðust saman þrjú börn, Hauk Óskarsson húsgagnabólstrara í Reykjavík og á Siglufirði (f. 1941), Guðlaugu Óskarsdóttur leikskólakennara (f. 1942)og Guðfinnu Óskarsdóttur sjúkraliða í Vest- mannaeyjum (f. 1946, d. 2009, 62 ára). Með fyrri konu sinni átti Óskar fjóra syni og tvö börn með annarri konu. Óskar fæddist í Reykjavík árið 1903 og ólst þar upp. Faðir hans var ættaður af Snæfellsnesi en móðir hans úr Vestur-Skaftafellssýslu. Á efri árum fékkst Óskar við hænsnarækt í sérstöku húsi sem var nótabátur á hvolfi. Óskar lést í desember 1983, 80 ára. Ein systra hans, Margrét Sveinsdóttir í Kanada, varð 100 ára. Elín Jónasdóttir dó 14. febrúar 2013, 104 ára og 288 daga og var þá fimmti elsti Íslendingurinn. Enginn íbúi Siglufjarðar hefur náð jafn háum aldri og hún. Halldóra: 101 árs Halldóra Björnsdóttir í Bakka (Hvann- eyrarbraut 72) var, samkvæmt kirkjubók, fædd á Skeri á Látraströnd í Suður- Þingeyjarsýslu 15. nóvember 1863, en fæðingardagur hennar var stundum talinn 5. október eða 5. nóvember og fæðingarárið annað hvort 1863 eða 1864. Foreldrar hennar voru Björn Þórarinsson bóndi og Þórunn Pétursdóttir. Halldóra var fimmta í röð átta systkina. Halldóra kom til Siglufjarðar 1889, árið sem hún giftist Guðmundi Bjarnasyni hákarlasjómanni og síðar lifrarbræðslumanni. Séra Bjarni Þorsteinsson gaf þau saman en Guðmundur var síðar daglegur gestur á prestssetrinu og fylgdarmaður Bjarna á sýslunefndarfundi á Akureyri. Þau Halldóra og Guðmundur höfðu verið í hjónabandi í 60 ár þegar hann lést, árið 1949, 85 ára. Synir Halldóru og Guðmundar voru Bjarni Guðmundsson sjómaður á Siglufirði (f. 1890, d. 1919, 29 ára), maður Ólafar Þorláksdóttur, og Gestur Guðmundsson verkamaður á Siglufirði (f. 1892, d. 1938, 45 ára), maður Láru Thomsen. Halldóra Björnsdóttir lést 28. febrúar 1965, 101 árs og 105 daga. Í minningargrein í Siglfirðingi sagði að hún hefði verið „myndarleg og höfðingleg ásýndum, svipur og yfirbragð milt og góðmannlegt. Það var eins og hún stráði út frá sér björtum geislum mildi og góðleik.“ Einar: 100 ára Einar Ásmundsson var fæddur í Svarfaðardal 25. nóvember 1878 en flutti ungur með foreldrum sínum, Ásmundi Einarssyni og Hólmfríði Jónsdóttur, til Skagafjarðar og stundaði þar sjómennsku, búskap, m.a. á Spáná í Unadal, og ýmis önnur störf. Fyrri kona Einars var Birgitta Guðmunds- dóttir (f. 1881, d. 1966, 85 ára) en þau skildu. Börn þeirra voru Ásmundur Einarsson (f. 1901, d. 1922, 20 ára) og Ingibjörg Einars- dóttir ljósmóðir á Árskógsströnd (f. 1905, d. 1999, 93 ára), kona Marinós Steins Þor- steinssonar. Síðari kona Einars var Herdís Kjart- ansdóttir, ættuð úr Skagafirði. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1927 frá Hofsósi og bjuggu lengi á Hlíðarvegi 9. Herdís hlaut sérstaka viðurkenningu bæjarstjórnar fyrir garð sinn og leiðbeindi mörgum samborgurum sínum um blómarækt. Einar var við síldarsöltun hjá Skafta á Nöf og gerðist síðar fisksali. Hann veiktist þegar hann var á sjötugsaldri og var rúmliggjandi Langlífir Siglfirðingar Fimm bæjarbúar hafa náð hundrað ára aldri Jónas Ragnarsson tók saman Elín Jónasdóttir rúmlega hundrað ára. Ljósm.: Sigurður Ægisson. Halldóra Björnsdóttir í Bakka á níræðisaldri. Ljósm.: Kristfinnur Guðjónsson (Ljósmyndasafn Siglufjarðar).

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.