Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Síða 7
SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ - október 2015
upp frá því. Kona hans hjúkraði honum
heima í þrjátíu ár en síðustu árin var hann
á sjúkrahúsinu á Siglufirði. „Einar var mjög
léttur í lund og hefur það eflaust létt hans
löngu sjúkdómslegu,“ sagði í afmælisgrein
í Einherja. Bæjarstjórn Siglufjarðar færði
Einari veglega blómakörfu á hundrað ára
afmælinu.
Herdís lést í nóvember 1978, 85 ára, tæpum
þremur vikum fyrir aldarafmæli Einars. Þá
höfðu þau verið gift í 62 ár. Einar Ásmundsson
lést 13. október 1979, 100 ára og 322 daga.
Börn þeirra voru Felix Einarsson sjómaður
á Siglufirði (f. 1918, d. 1979, 61 árs), Ása
Einarsdóttir bankastarfsmaður í Kópavogi
(f. 1925, d. 2011, 86 ára), kona Hólmsteins
Steingrímssonar, og Kjartan Einarsson
tollgæslumaður og skattendurskoðandi á
Siglufirði (f. 1933, d. 2011, 77 ára), maður
Brynju Stefánsdóttur.
Guðmundur: 100 ára
Eiríkur Guðmundur Guðmundsson
var fæddur á Kálfshamri á Skaga í Austur-
Húnavatnssýslu 18. ágúst 1897. Foreldrar
hans voru Guðmundur Kristjánsson bóndi
og María Eiríksdóttir. Guðmundur átti átta
systkini sem náðu fullorðinsaldri. Ein systra
hans varð 96 ára og önnur 95 ára.
Áður en Guðmundur gifti sig eignaðist
hann son með Guðrúnu Eyjólfsdóttur (f.
1892, d. 1957, 65 ára). Það var Benedikt
Benediktsson Guðmundsson sjómaður í
Keflavík (f. 1922, d. 2011, 89 ára).
Fyrri kona Guðmundar var María
Magnúsdóttir (f. 1901, d. 1941, 39 ára) en
þau skildu. Börn þeirra voru tvö. Ingimagn
Hvammberg Eiríksson (f. 1922, d. 1924, 1
árs) og María Guðmundsdóttir á Siglufirði
(f. 1923, d. 2007, 83 ára), kona Ragnars
Gíslasonar sjómanns.
Síðari kona Guðmundar, 1929, var Guð-
laug Kristjánsdóttir (f. 1891, d. 1969, 77 ára).
Guðmundur fór sautján ára til sjóróðra
frá Keflavík og var þar nokkrar vertíðir.
Síðan stundaði hann sjóinn frá Skagaströnd
og Siglufirði, lengi sem formaður. Sagt
er að hann hafi verið mikill aflamaður.
Guðmundur og Guðlaug áttu meðal annars
heima á Suðurgötu 24a og Lindargötu 26b.
Á hundrað ára afmælinu var Guðmundi
haldið samsæti á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, þar
sem hann dvaldi. Guðmundur Guðmundsson
lést 9. júní 1998, 100 ára og 295 daga.
Vilborg: 100 ára
Vilborg Þorleifsdóttir, Suðurgötu 37, var
fædd að Stórholti í Fljótum í Skagafirði 9.
janúar 1857. Foreldrar hennar voru Þorleifur
Þorleifsson bóndi og Þuríður Sveinsdóttir.
Af fimm systkinum Vilborgar náði aðeins
eitt fullorðinsaldri, Bessi Þorleifsson bóndi í
Grundarkoti í Héðinsfirði.
Tvítug giftist Vilborg Gísla Gíslasyni.
Þau bjuggu að Bakka og Hamri í Stíflu og
að Austara-Hóli í Flókadal og eignuðust
sjö börn. Þrjú þeirra dóu á barnsaldri en
hin voru Kristrún Gísladóttir í Ólafsfirði (f.
1880, d. 1975, 95 ára), kona Gísla Jónssonar,
Guðlaug Gísladóttir á Siglufirði (f. 1881,
d. 1966, 85 ára), kona Jóns Jóhannessonar
fiskimatsmanns og fræðimanns, Jón Gíslason
skipstjóri á Siglufirði (f. 1889, d. 1973, 84
ára) maður Helgu Jóhannesdóttur og Bjarni
Gíslason sjómaður á Siglufirði (f. 1891, d.
1922, 30 ára), maður Guðfinnu Bjarnadóttur.
Eftir að Gísli Gíslason lést, árið 1892, var
Vilborg vinnukona og ráðskona, einkum
í Skagafirði. Hún flutti til Siglufjarðar árið
1925 og dvaldist þar í skjóli barna sinna,
Guðlaugar og Jóns. Vilborg var orðin 96
ára þegar hún fór á Sjúkrahús Siglufjarðar. Í
Skagfirskum æviskrám var Vilborgu svo lýst
að hún hefði verið „lág kona vexti og fremur
snotur, snarleg í fasi“.
Á tíræðisafmælinu var Vilborgu haldin
veisla á Sjúkrahúsinu og „var gamla konan
glöð og ánægð með lífið,“ sagði í Siglfirðingi,
og lék á als oddi. Hún var þá sögð hress í
anda, minnisgóð og ræðin. Mikill fjöldi
gesta heimsótti Vilborgu á afmælisdaginn,
„þeirra á meðal bæjarstjórinn á Siglufirði og
forseti bæjarstjórnar, sem færðu henni fagra
blómakörfu,“ sagði í fréttum Útvarpsins.
Afkomendurnir voru þá orðnir um eitt
hundrað. Vilborg Þorleifsdóttir, sem var
fyrsti íbúi Siglufjarðar sem náði hundrað ára
aldri, lést 9. júlí 1957 og hafði þá lifað í 100 ár
og 181 dag.
Þrjú barnabarna Vilborgar urðu háöldruð,
Sigríður Gísladóttir í Ólafsfirði varð 101 árs,
Dóróthea Jónsdóttir á Siglufirði 96 ára og
Bryndís Jónsdóttir á Siglufirði 93 ára.
Elst núna
Hallfríður Nanna Franklínsdóttir er
nú elst íbúa Siglufjarðar, varð 99 ára í maí
2015. Nanna er ættuð úr Strandasýslu. Þrjú
af tólf systkinum hennar fluttu einnig til
Siglufjarðar, Guðbjörg M. Franklínsdóttir
(f. 1912, d. 2005, 93 ára), kona Guðmundar
Einarssonar, Margrét Franklínsdóttir (f.
1922), kona Halldórs Bjarnasonar og Guðborg
Franklínsdóttir (f. 1924), kona Alberts
Sigurðssonar. Móðir þeirra systra, Andrea
Jónsdóttir, bjó einnig lengi á Siglufirði en
hún varð 97 ára. Maður Nönnu var Baldvin
Guðjónsson sjómaður og verkamaður (f.
1897, d. 1975, 77 ára).
Nálægt því
Nokkrir Siglfirðingar voru komnir hátt
á tíræðisaldur þegar þeir létust. Þorlákur
Guðmundsson (d. 1994) og Sigríður Kon-
ráðsdóttir (d. 2000) urðu 99 ára. Guðrún
Vilhjálmsdóttir (d. 1963). Júlíus Þórðarson
(d. 1965), Sigfús Ólafsson (d. 1980) og Jörgen
S. Hólm (d. 1997) urðu 98 ára.
Alþýðublaðið sagði frá því sumarið 1940 að
Sigurður Sigurðsson á Siglufirði hefði orðið 99
ára 17. júní. Þá hafði hann dvalið þar í fimmtán
ár hjá Valgerði dóttur sinni og tengdasyni,
Guðmundi Bílddal, verið rúmfastur um skeið
og misst sjónina nokkrum árum áður. Sigurður
var þó „enn ern í anda og fylgist vel með öllu
sem gerist“. Sumarið 1941, 18. júní, var haldið
upp á 100 ára afmæli Sigurðar. Í tilefni af
því færði bæjarstjórnin honum heiðursgjöf,
nokkur hundruð krónur, sem hann þakkaði
fyrir í blaðaauglýsingu. Sigurður dó 1. apríl
1942, sagður 100 ára. Í blaðafréttum var fullyrt
að hann hefði verið „mesti heiðursmaður,
greindur og stálminnugur“. Við athugun
hefur komið í ljós að Sigurður varð aldrei 100
ára heldur aðeins 95 ára. Hann var fæddur á
Grenivík í Suður-Þingeyjarsýslu 26. júní (ekki
17. eða 18. júní) árið 1846 og var lengi bóndi
á Þórustöðum í Eyjafirði. Konu sína, Guðrúnu
Jóhannesdóttur, missti Sigurður árið 1906.
Börn þeirra voru sex.
Sumir fluttu burt
Það fólk sem hér hefur verið sagt frá átti
allt heima á Siglufirði síðustu æviár sín og
flestir í marga áratugi. Sumir sem þar bjuggu
á síldarárunum fluttu úr bænum. Nokkrir
þeirra náðu háum aldri svo sem Hólmfríður
Guðjónsdóttir sem varð 103 ára (kona Georgs
Pálssonar og systir síldarsaltendanna Friðriks,
Gunnlaugs og Ingvars Guðjónssona) og
Hólm Dýrfjörð vörubifreiðastjóri sem varð
101 árs (maður Sigurrósar Sigmundsdóttur).
Er þetta ekki staðfesting á því að það sé og
hafi verið gott að búa á Siglufirði?
Vilborg Þorleifsdóttir bjó lengi við Suðurgötu.
7