Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2006 Engin slaufa á Bústaðaveg Ljóst er að hugmyndir Línu- hönnunar um mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verða ekki að veruleika. Borgarráð féllst ekki á útfærslur verkfræðistofunnar sem kynntar voru í ráðinu á dög- unum en óskaði jafnframt eftir nýjum hugmyndum um þessi gatnamót sem greiða mættu fyr- ir umferð og auka umferðarör- yggi. Ástæður þess að borgarráð hafniði hugmyndum Línuhönn- unar voru einkum vegna þess að þær voru taldar snerta um of umhverfi Elliðaánna. Fyrri tillaga Línuhönnunar að mislægum gatnamótum gerði ráð fyrir því að vestari kvísl Elliðaánna yrði færð til um á um 200 metra kafla til þess að koma beygjurampi og undir- göngum fyrir. Í síðari tillögunni var ekki gert ráð fyrir færslu á farvegi Elliðaánna en að beygju- brú vegna gatnamótanna lægi yfir farveg árinnar. Borgarfulltrúum fannst ekki ásættanlegt að taka þá áhættu sem þessar framkvæmdir hefðu hugsanlega á lífríki árinnar og óskuðu því eftir frekari hug- myndum og útfærslum til þess að greiða fyrir umferð á þessum gatnamótum. Ekki er um auðvelt verk að ræða þar sem vegastæði er mjög þröngt og einnig skammt í viðkvæmt útivistarsvæði auk Elliðaánna. Gert var ráð fyrir að kostnaður við umferðamannvirki samkvæmt tillögum Línuhönnun- ar yrði á bilinu 430 til 490 milljón- ir króna en fjárveiting er til verks- ins á vegaáætlun ársins 2008. Gert er ráð fyrir að við gerð nýrra hugmynda um gatnamót Reykja- nesbrautar og Bústaðavegar ver- ið hugað að öðrum lausnum en slaufumannvirkjum þar sem tæp- ast þykir nægjanlegt rými til þess að koma þeim fyrir án þess að valda óæskilegu raski á nánasta umhverfi. Greið umferð um gatna- mót Reykjanesbrautar og Bústaða- vegar er mikilsvert atriði fyrir íbúa Breiðholtssins ekki síður en annarra byggða austan Elliðaáa og einnig Kópavogs. Bústaðahugmynd 1 og Bústaðahugmynd 2. Sem sjá má gerir önnur hugmyndin ráð fyrir undirgöngum undir Reykjanesbraut en hin fyrir brú yfir brautina. Hvorug hugmyndin þykir ásættanleg að mati borgarráðs. Að undanförnu hefur staðið yfir í Gerðubergi athyglisverð sýning á minjagripum frá Afríku sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, mannfræðing- ur sem hefur safnað saman. Á sýn- ingunni er að finna allt frá göml- um og gildishlöðnum munum til ódýrra fjöldaframleiddra gripa sem sérstaklega verða til vegna sölu til ferðamanna. Á sýningunni hefur verið gott tækifæri til þess kynna sér menningarfar þessara fjölbreytta heimshluta, sem um margt er ólíkur því sem við eigum að venjast. Þetta safn gripa er að mestu leyti í eigu Íslendinga sem hafa verið búsettir í Afríku eða ferðast þangað af ýmsum ástæð- um. Minjagripir segja gjarnan sögu og veita upplýsingar um háttu þeirra menningarheima þaðan sem þeir eru upprunnir. Menning- arheimar Afríku eru Norðurlanda- búum trúlega meira framandi en menning annarra heimshluta og Afríka fjarlægari í huga fólks ann- arra en þeirra sem kynnst hafa löndum í álfunni af eigin raun. Því má spyrja hvað nútímamannin- um hér á landi komi fyrst í huga þegar Afríka er annars vegar. Sýn- ingin í Gerðubergi gefur nokkra innsýn í þennan heim eða öllu heldur heima þar sem útilok- að er að skilgreina þessa stóru heimsálfu sem eitt menningar- væði. Með sýningunni skapast þó viss umræðugrundvöllur á milli tveggja heima - hins norræna og hins afríska sé talað um breytileg menningarsvæði sem eina heild. Hinir afrísku gripir vekja upp margvíslegar spurningar og veita í sumum tilvikum svör en vekja upp frekari forvitni í öðrum. En af hverju geta minjagripir hafa svo sterka menningarlega þýðingu. Minjagripir hafa fylgt manneskj- unni frá alda öðli og hafa marg- víslega snertingu við mannlíf og menningu. Þeir segja sögur, þeir veita innsýn í hugarheima og menningarkima hvaðan sem þeir koma. Sýningin í Gerðubergi er mjög áhugaverð að þessu leyti. Áhugaverð sýning Sunnudaginn 26. nóvember kl. 12 verður alþjóðlegur hádegisverður í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Þátttakendur taka með sér disk á hlaðborð með sínum þjóðarrétti og við fáum þá tækifæri til að smakka á ýmsum réttum. Boðið verður upp á skemmtiatriði. Verið innilega vel- komin. Next Sunday 26 November, 12 o´clock, we would like to welcome you to our culture crossed lunch at the community hall of Fella- and Hólakirkja church. Participants will contribute a plate with their national dish so we will have the opportunity to get a taste of different foods. There will be entertainment provided. Everybody welcome. W niedziele 26 listopada o godz. 12 bedzie zorganizowany miedzynarodowy obiad w parafii kosciola Fella- og Hólakirkja. (Cult- ured crossed lunch). Osoby chetne do wziecia udzialu proszone sa o przyniesienie swoich potraw nar- odowych tak, abysmy wszyscy mieli- okazjeskosztowacrózny chpotraw. W czasie spotkania przewidziane sa inne rozrywki. Serdecznie witamy! Alþjóðlegur hádegisverður í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn Þessi spurning er algeng í Gerðubergssafni fyrsta miðviku- dag í mánuði, þegar fólk hittist í laufléttu bókaspjalli. Á þessu hausti hefur verið spjallað tvisvar. Í fyrra skiptið um þær þúsund og eina bók sem allir þurfa að lesa áður en þeir deyja (1001 books you must read before you die) og þar kennir margra grasa. Flest- ir áttu sem betur fer margt eftir ólesið. Í þessa ágætu handbók er hægt að glugga á safninu ef vandi er að finna eitthvað að lesa. Í seinna skiptið var spjallað um norrænar glæpasögur. Þá voru umræður fjörugar, enda þek- kja flestir löggurnar Erlend og Wallander. Bókaspjallið er mjög óformlegt og boðið er uppá kaffi og konfekt og allir eru velkomn- ir, ekki bara lestrarhestar! Næst, miðvikudaginn 6. des., verður jóla- bókaspjall og verða glænýjar bæk- ur til umfjöllunar, skoðunar og útláns. Spjallið hefst kl. 20. Hvernig fannst þér þessi? Bókaspjall í Gerðubergi: Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 borgarblod@simnet.is borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.