Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 11

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 11
Nýlega spratt upp umræða um stöðu innflytjenda hér á landi. Það er mikilvægt að ræða um þjóðfé- lagsþróun af þessu tagi, en það verður að gera með hliðsjón af haldgóðum gögnum eftir því sem unnt er, af yfirvegun og án for- dóma. Ríkisstjórnin vaknaði við þessa umræðu af værum blundi og greip til ýmissa ráðstafana sem sumar hverjar hefðu mátt koma mun fyrr. Fjölbreytnin eykst Þegar ég varð þess áskynja síð- astliðið vor hversu mikil breyting hefði átt sér stað í einum af skól- um hverfisins hvað fjölda innflytj- endabarna varðaði sá ég í hendi mér að við því yrði að bregðast. Það þyrfti ekki aðeins að styrkja skólann til að sinna hlutverki sínu fyrir bæði nýaðflutta og aðra nem- endur, heldur þyrfti að grípa til ráð- stafana til þess að styrkja færni foreldra í nýbúahópnum í íslensku og auðvelda þessum fjölskyldum jafnframt að gerast virkir þátttak- endur í félagslífi, menningarlífi, íþrótta- og tómstundastarfi. Til við- bragða var gripið strax sl. vetur af þáverandi menntaráði. Skólinn hefur fengið aukin fjárframlög eftir því sem ég best veit og lagður var grunnur að því að styrkja Þjónustu- miðstöðina í Breiðholti til þess að sinna þessum málaflokki. Nú þarf að fylgja því eftir að efla Þjónustu- miðstöðina að þessu leyti. Ég bind miklar vonir við þá starfsemi, ekki síst þar sem það hefur vakið eftir- tekt mína hversu mikil ánægja ríkir um starfsemi þjónustumiðstöðv- anna. Upplýsingum safnað Á fundi hverfisráðs Breiðholts 8. október síðastliðinn óskaði ég m.a. eftir því að aflað yrði gagna um fjölda barna innflytjenda í skólum, leikskólum, á frístundaheimilum, um þátttöku þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi og um þátttöku foreldranna í foreldrastarfi. Mark- miðið er bæði að fá fram hver þró- unin í þessu er og eins hvort rétt sé sem kunnugir hafa haldið fram að tilteknir hópar séu að einangr- ast í samfélaginu. Það væri slæmt ef það gerðist og það er í þágu allra að vinna gegn því. Má í því sambandi m.a. benda á sjónarmið Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, í Kastljósi Sjónvarps- ins nýlega. Vinnum saman Það verður ekki komist hjá því að skoða þessi mál, en það verð- ur að ræða þau af stillingu. Við verðum að vera minnug þess að atvinnurekendur hafa kallað eftir starfsfólki erlendis frá. Þetta fólk vinnur sín störf, greiðir sína skatta, kaupir sér eða leigir húsnæði og kemur sér oft fyrir með fjölskyldur sínar. Erlent vinnuafl hefur í mörg- um tilfellum bjargað atvinnulífi í heilum byggðarlögum. Atvinnurek- endur líta kannski fyrst og fremst á innflytjendur sem vinnuafl, en sveit- arfélög og opinberir aðilar verða að skoða málin í víðara samhengi því þetta vinnuafl er fólk af holdi og blóði, með sömu þarfir og tilfinn- ingar og aðrir, og þörf fyrir sams konar þjónustu. Atvinnurekendur og ríkisvald- ið þurfa að taka meiri á b y rg ð á fjölgun inn- flytjenda í landinu. Eft- ir sem áður hafa ýmsir sýnt lofsvert framtak. Þar má t.d. nefna á k v e ð n a r íþróttadeild- ir í hverfinu sem hafa sýnt visst frumkvæði með því að þýða kynningarefni fyr- ir innflytjendur. Þá hefur verið unn- ið að tillögugerð á vettvangi borg- arstjórnar sem verður kynnt þessa dagana. Sem stendur er einna mik- ilvægast að gera skólum kleift að taka á móti innflytjendabörnum, að efla íslenskukennslu, að auka getu Þjónustumiðstöðvanna í hverfum borgarinnar til að sinna þessum málaflokki og vinna þannig að mál- um að allir geti tekið þátt í tóm- stundastarfi því sem borgin býður upp á. Látum það gerast! 11BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2006 Sigurjóna Sigurðardóttir er les- andi Breiðholtsblaðsins í nóvem- ber. Hún starfar hjá Heilsugæslu- stöðinni í Efra Breiðholti. Frá unglingsárunum hef ég haft mikinn áhuga á bókum. Ég á góðar minningar úr foreldrahúsum þegar öll fjölskyldan sat í stofu og foreldr- arnir mínir skiptust á að lesa úr jólabókunum. Á mínum vinnustað er oft rætt um bækur og skipst á bókum. Mér finnst mjög gaman að lesa bækur frá mismunandi menn- ingarheimum sem gefa innsýn í líf- ið og tilveruna. Einnig hef ég gam- an að spennu- og njósnasögum og hef lesin allmargar þannig. Bókin sem ég er að lesa núna heitir Empress Orchid eftir Anchee Min og er það skáldsaga sem bygg- ir á lífi síðustu keisaraynjunnar í Kína. Hún fjallar um unga stúlku sem flytur til Peking ásamt fjöl- skyldu sinni eftir að faðir hennar deyr. Við lát föðurins missir fjöl- skyldan alla vegsemd og virðingu og reynist lífið þeim erfitt þar sem þau eru háð velvild ættingja. Orchid tekur til sinna ráða til að bjarga fjölskyldunni. Sagan lýsir á einstakan hátt umhverfi Forboðnu Borgarinnar, siðum og háttum, ein- angruninni, afbrýðiseminni, sam- keppninni og almennt lífinu þar. Fróðleg bók um fyrra tímabil í sögu Kína sem í er ákveðin spenna og skemmtun. Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini er mér ofarlega í huga en ég las hana fyrir stuttu. Vel þýdd bók sem skilur mikið eftir sig. Saga tveggja drengja í Afganistan af ólík- um þjóðfélagsstigum. Tengsl þeirra og einstök vinátta þar sem annar drengurinn gefur allt sitt í vinátt- una. Hún segir líka frá afleiðingum aðgerðaleysis þegar utanaðkom- andi yfirgangur og skepnuskapur tekur yfirhöndina. Þessi bók gefur innsýn í líf þessarar stríðshrjáðu þjóðar sem við fylgjumst oft með í fréttum. Hún segir líka frá samfé- lagi Innflytjenda frá Afganistan í Bandaríkjunum og ekki má gleyma tengslum sonar og föður sem spil- ar stórt hlutverk í bókinni. Rohinton Mistry er indverskur höfundur sem ég hef lesið nokkr- ar bækur eftir og er bókin A Fine Balaqnce sérstaklega eftirminnileg. Hún segir frá ungri konu og lífsbar- áttu hennar og þeim erfiðleikum sem fylgja því að vilja vera sjálf- stæð kona í indversku samfélagi. Einnig segir frá tveimur frændum sem koma til stórborgarinnar til að efnast. Lífið er þessum þremenn- ingum erfitt en höfundurinn hefur einstakt lag á að hrífa mann með sér í ókunnan menningarheim. Ég skora á Guðrúnu Elínu Kaaber að segja frá sínum bókum í næsta Breiðholtsblaði. Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Sigurjóna Sigurðardóttir Glæsilegt stelpukvöld var hald- ið í Hólagarði fimmtudagskvöldið 2. nóvember sl. Það voru versl- anirnar Vefta tískuföt og Nana snyrtivörur sem stóðu fyrir stelpukvöldinu sem var vel sótt þrátt fyrir rok og rigningu og að óveður væri í aðsigi. Stelpur á öll- um aldri fjölmenntu í Hólagarð til þess að kynna sér vöruúrval versl- ananna í aðdraganda jóla, versla og bragða á veitingum sem boðið var upp á. Ekki var annað að sjá og heyra en stelpur Breiðholtsins væru ánægðar með þetta framtak verslananna og Katrín Óladóttir í Vefta tískuföt sagði gaman að geta boðið upp á svona kynningu og hitta viðskiptavinina við öðruvísi tækifæri. Hún sagði að með þessu vildu þær sem að stelpukvöldinu stóðu gefa konum í hverfinu tæki- færi til þess að koma og skoða og versla utan hins hefðbundna verslunartíma og einnig til þess að sýna sig og sjá aðra og þiggja veitingar. Tilbúnar að versla. Stelpukvöld í Hólagarði Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í hverfisráði Breiðholts skrifar Allir eiga að geta notið gæða borgarsamfélagsins Stefán Jóhann Stefánsson. Mjódd Dalbraut Hjarðarhaga Stór Pizza með 3 áleggjum og Shake 1.590- Stór Pizza með 3 áleggjum, brauðstangir og 2ltr. gos 1.890- Shake með pizzu 250- Seðjandi tilboð fyrir þá sem sækja... Í Fella- og Hólakirkju er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir alla aldurshópa. Reynt er að hafa dagskrá þannig að hún höfði til sem flestra og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hópur eldri borgara í Fella- og Hólakirkju hittist á þriðjudögum kl. 13 til 16. Þar er spiluð vist fyrir þau sem vilja en hinir sitja og spjalla saman og taka jafnvel handavinnu með. Það er alltaf boðið upp á skipulagða dagskrá hvern þriðju- dag. Má þar nefna leitarköfun, tónlist, ýmiskonar fræðslu og erindi. Hópurinn fer einnig sam- an í ferðalög. Lesin er framhalds- saga og boðið upp á kaffi og meðlæti. Síðan er alltaf endað með helgistund í kirkjunni. Hóp- urinn sem hittist reglulega fer ört vaxandi og er þetta orðinn myndarlegur hópur þar sem er glatt á hjalla og gott andrúms- loft. Allt eldra fólk í Efra Breið- holti ætti ekki að láta þetta starf fram hjá sér fara. Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.