Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 13
13BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2006 Starf kirkjunnar er litríkt. Það er ekki óeðlilegt því samfé-lag hennar er á sama hátt lit-ríkt, kirkjan er athvarf, sem rúmar allskonar fólk, á öllum aldri, með margvíslegar skoðanir. Það er stórkostlegt að eiga slíkan vettvang. Það eru gríðarleg forréttindi að fá að starfa innan kirkjunnar, fá að þjóna Guði og mönnum og miðla þeim boð- skap, er gefur þessu lífi okkar dýpra gildi. Nú er vetrarstarf kirkjunnar far- ið vel af stað, þar höfum við barna- starfið, fermingarstörfin, ýmiskonar fræðslustarf, tónlistarstarf og þannig má lengi telja. Allt er þetta mikil- vægt og þarft og geri ég ekki upp á milli allra þessara starfsþátta. Hins vegar langar mig til þess að fjalla hér örlítið um þátt innan barnastarfsins, sem snýr að samstarfi kirkjunnar og leikskóla. Í Seljasókn hefur ríkt sterkt sam- band, byggt á áralöngu trausti, milli kirkju og annarra uppeldisstofnanna innan hverfisins, þar eru leikskólarn- ir engin undantekning. Lengi vel hafa allir skólarnir komið til kirkjunnar fyr- ir jólin, þar sem settir hafa verið upp helgileikir um fæðingu frelsarans og stoltir foreldrar hafa mætt á staðinn til þess að horfa á afkvæmi sín vinna sigra á leiksviðinu og lifa sig um leið inn í þann boðskap, sem gerir eng- um mein, heldur þvert á móti nærir sérhvert hjarta á þann hátt að við munum ávallt eftir því að við erum manneskjur, en ekki tilfinningalausir hlutir. Þetta farsæla samstarf kirkju og leikskóla í Seljahverfi var útvíkkað og aukið fyrir tæpum fjórum árum síðan með þeim hætti að fulltrúi frá kirkjunni fer í mánaðarlega heim- sókn til þess að ræða við börnin um knýjandi spurningar þessarar tilveru okkar, klassísku biblíusögurnar og bænaversin hljóma, auk þess sem trúarlegur og veraldlegur kveðskap- ur er sungin af ríkri innlifun. Umræddar heimsóknir hafa fallið mér í skaut og það skal ég segja af sannri einlægni, að það er mikið til- hlökkunarefni þegar kemur að þess- um dýrmæta þætti kirkju og skóla- starfs í mánuði hverjum. Það er ekki nóg með að það sé spennandi að velta upp lífsins spurningum með þeim hreina huga, sem börnin búa yfir, heldur eru móttökur þeirra þess eðlis að þær sýna á svo ómengaðan hátt hvað börn eru gefandi og inni- haldsríkar manneskjur, þau minna t.d. okkur fullorðna fólkið stöðugt á það hvað við getum í raun flækt til- veru okkar að óþörfu. Þá er ekki síður gefandi að setj- ast niður með kennurum og öðru starfsfólki leikskólanna að stundun- um loknum, fara yfir samstarfið, að ógleymdu öðru því mikla og óeigin- gjarna starfi, sem þar er unnið. Í því samhengi er það m.a. mjög svo upp- lýsandi að fá að heyra af og kynnast markvissum stefnum og kennsluhátt- um innan veggja leikskólanna, sem móta börnin okkar með jákvæðum hætti til framtíðar. Það er dýrmætt þegar stofnanir þjóðfélagsins taka höndum saman og vinna saman að því marki að standa vörð um heill einstaklingsins. Það er svo ótalmargt, sem kemur upp í lífi okkar og tilveru, jafnvel á stund- um fyrirvaralaust. Það eru gleðilegir atburðir og þeir geta vissulega verið sorglegir líka. Það þekkjum við mörg að kirkjan og heilbrigðisstofnanir samfélagsins eru oft og tíðum í nánu samstarfi, þar sem skjólstæðingar og aðstand- endur þeirra eru að takast á við áleitnar aðstæður og spurningar í tengslum við leyndardóma lífs og dauða. Í því sambandi er óskað eftir þeirri sálgæslu, sem kirkjan hefur upp á að bjóða og felur í sér þá sýn á lífið, sem styður í slíku ferli. Óhjákvæmilega á það ekki bara við um heilbrigðisstofnanir, heldur einnig við uppeldisstofnanir, því áföll lífsins gera ekki alltaf boð á undan sér. Þá verður skilningurinn jafnvel ennþá minni og spurningarnar mun meira krefjandi. Í þeim aðstæðum þurfa allir aðilar að standa saman og hlúa að. Í slíkum tilvikum er gott að þekkjast og vita af öllum þeim leið- um, sem til eru, til þess að sjá fram úr dimmum dal áfalla og sorga. Í ljósi framangreindrar ástæðu sem og ýmissa annarra, að þá er hvers- konar samstarf félagslegra stofnanna í þjóðfélaginu mjög mikilvægt og dýr- mætt skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra til heilla og blessunar. Gerir við rispaða geisladiska “Þetta er vel mögulegt og hef- ur oft tekist með góðum árangri,” segir Ragnar Snorrason í Grens- ásvídeói en hann býður þjónustu sem ekki er alveg víst að allir geri sér grein fyrir í hverju felst. “Þetta gengur einfaldlega þannig fyrir sig að ég slípa geisladiska sem hafa rispast og við það nær geislinn aftur í gegn og þeir verða nothæf- ir að nýju. Þetta er að sumu leyti frumstæð aðferð. Ég nota ákveðna gerð af slípirokk sem til þessa er ætluð og með því að slípa þunnt lag er hægt að afmá rispur af disk- unum. Þetta á þó aðeins við ef risp- urnar eru grunnar. Brotna diska er sjaldnast hægt að laga og ef um mjög djúpar skemmdir er að ræða er hætta á að slípa verið svo djúpt að sjálf brennslan skemmist.” Ragnar segir það einkum vera leikjadiska sem fólk komi með til þess að láta slípa en einnig sé nokkuð auðvelt að laga diska með tölvuforritum með þessari aðferð. Hún gildi hins vegar ekki um tónlistardiska eða diska sem fólk brenni sjálft á í tölvum sín- um. Ástæða þess liggi einfaldlega í gerð diskanna. Leikja- og kerfisdisk- ar séu tvöfaldir þannig að brennsl- an liggi lengra inn í sjálfri plötunni og því ekki mikil hætta á að hún slípist burt við einfalda aðferð. Í öðrum diskum liggi brennslan svo grunnt að næstum ómögulegt sé að slípa þá án þess að innihald þeirra verið fyrir skemmdum eða ónýtist með öllu. Ragnar segir að þau verðmæti liggi oft í leikjadisk- um og einnig ýmsum kerfisdisk- um, sem geymi forrit að það borgi sig að gera við þá með þessum hætti. Öðru máli gegni um tónlist- ardiska og heimagerða diska sé auðvelt að brenna aftur eigi menn efni þeirra í tölvunni hjá sér. “Ég prófaði þetta fyrir nokkrum árum og hef verið að veita þessa þjón- ustu síðan. Ég held að ég sé sá eini sem er að sinna þessu nú í svipinn. Alla vega skilst mér það frá viðskiptavinum mínum. Þetta er dálítil vinna og maður má held- ur ekki verðleggja hana of hátt því þá myndi ekki borga sig að láta gera við diskana,” segir Ragnar sem hefur opið hjá sér í vídóleig- unni frá kl.14.00 á daginn til 23.30. TIL UMHUGSUNAR Eftir sr. Bolla Pétur Bollason Í leikskóla er gaman Ragnar Snorrason við slípirokkinn þar sem hann slípar rispaða geisla- diska sem gerir það að verkum að hægt er að nálgast efni af skemmd- um disku. Fór á Hvanneyri vegna umhverfisáhugans Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali og Hafdís Rafnsdótt- ir sölufulltrúi hjá fasteignasölunn- ar RE/MAX Mjódd hafa ákveðið að taka þátt í árveknisátakinu um brjóstakrabbamein, undir merkj- um Bleiku slaufunnar, með því að láta ákveðinn hluta af söluþóknun í október renna til málefnisins. Þær segjast vilja vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabba- meini en jafnframt afla fjár til þessa mikilvæga málefnis. Þær benda á að þessi sjúkdómur snerti allar fjölskyldur á einn eða annan hátt. “Öll eigum við mæð- ur, ömmur, systur og vinkonur og hver sem er getur átt á hættu að fá brjóstakrabbamein,” segja þær. Ef vel gengur í ár er líklegt að fleiri sölumenn taki þátt í þessu verk- efni á næsta ári. Ásdís Ósk Valsdóttir og Hafdís Rafnsdóttir. Taka þátt í átaksverkefni Erla Sturludóttur stundar nám í umhverfisfræðum við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. Hún er Breiðhyltingur í húð og hár og fjöl- skylda hennar býr í Breiðholtinu en sjálf býr hún á Hvanneyri um þessar mundir. Hún er stúdent frá FB og hóf síðan nám í jarðfræði við Háskóla Íslands. En af hverju valdi stelpa úr Breiðholtinu land- búnaðarháskóla? “Ég hafði mikinn áhuga á umhverfismálum og eftir að ég fór að læra jarðfræði þá óx þessi áhugi minn enn frekar. Ég fór því að huga eftir hentugri leið til þess að fara í nám í umhverfisfræði og þá kom Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri helst til greina. Það er hægt að taka MS próf í umhverfisfræðum við Háskóla Íslands en ég hefði þá orðið að taka það ofan á eitthvert annað nám t.d. jarðfræðina vegna þess að umhverfisfræðin er ekki kennd til BS prófs. Ég vildi heldur byrja strax í umhverfisfræðinni en að halda áfram í jarðfræðinni og því varð þessi kostur fyrir valinu. Nei - þetta tengist ekki landbúnaði á neinn hátt og ég á engar rætur í sveit eða í sveitamennsku,” segir hún. “Námsframboðið hér er orðið svo fjölbreytt að það hentar mörgu fólki og ekkert síður fólki sem alið er upp í þéttbýli og eins og ég er. Þótt skólinn heiti landbúnaðarhá- skóli og þar séu kennd búvísindi þá býður hann upp á margt fleira sem er áhugavert. Til marks um það þá er fjöldi námsfólks hér úr þéttbýli og ég held að fari rétt með að hér eru fleiri stelpur við nám en strák- ar sem segir raunar nokkuð til um fjölbreytnina.” En hvernig tilfinning var fyrir Breiðholtsstelpu að setj- ast á skólabekk við landbúnaðarhá- skóla sem þar að auki er staðsettur úti í sveit? “Hún var mjög góð og er. Maður fékk strax á tilfinninguna að þetta sé alvöruháskóli með kennslu- greinum og rannsóknarstörfum sem tilheyra háskólaumhverfi en ekki bara sveitaskóli eða bænda- skóli eins og hann var á árum áður. Mér finnst mjög þægilegt að stunda nám hér á Hvanneyri.” En hvetur Erla ungt fólk úr þéttbýlinu til þess að huga að skóla á borð við land- búnaðarháskólamnn á Hvanneyri þegar það velur sér framhaldsnám. “Já ég geri það ef áhugi þess er fyrir þeim kennslugreinum sem skólinn leggur áherslu á. Hér mjög fjölbreytt framboð eins og sjá má á heimasíðu skólans og einnig mjög góðir kennarar. Þá er hér mjög áhugavert háskólasamfélag.” En saknarðu ekki Breiðholtsins og bæj- arlífsins. “Nei ekki þannig séð. Ég fer auðvitað mikið til Reykjavíkur og kem í Breiðholtið þar sem móð- ir mín og yngri systkini búa enda er ekki nema um klukkustundar akstur hvora leið.” Erla hyggur á frekara framhaldsnám að náminu á Hvanneyri loknu. “Ég er að kanna nokkra kosti í því efni en ekki búin að taka ákvörðun enn sem komið er. Ég gæti þó trúað því að ég eigi eftir að setjast að Breiðholtinu síð- ar meir. Þegar ég fer að huga að íbúðarkaupum þá geri ég allt eins ráð fyrir að skoða fasteignaauglýs- ingarnar úr Breiðholtinu. Ég á auð- vitað sterkar rætur þar. Erla Sturludóttir.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.