Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Side 10

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Side 10
10 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2006 Þráinn Hafsteinsson frístundaráðgjafi skrifar: Samdóma álit þeirra sem vinna daglega með unglingunum í Breið- holti er að mikill meirihluti þeirra standi sig afar vel og haustið hafi verið eitt það besta hvað varð- ar hegðun og framgöngu ungling- anna í langan tíma. Starfsfólk grunnskólanna lætur vel af sam- starfinu við þá. Nemendur allra skólanna í hverfinu undirbúa nú þátttöku í árlegri hæfileika- keppni ÍTR ,,Skrekk” með dyggri aðstoð kennara og starfsfólks félagsmiðstöðvanna í hverfinu. Tónlistaráhugi er mikill í hverf- inu og m.a. fjöldi unglingahljóm- sveita starfandi. Góð aðsókn og virkni er í starfi unglinganna í félagsmiðstöðvunum Miðbergi og Hólmaseli. Víðtæk þátttaka er í íþróttaæfingum íþróttafélaganna og íþróttakrakkarnir að bera hróð- ur hverfisins víða. Sem dæmi um það er að Breiðholtsskóli sigraði í október í grunnskólamóti Reykja- víkur í knattspyrnu og Seljaskóla- nemendur sigruðu í sama mán- uði grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsíþróttum. Tilkynningum vegna unglingavanda fækkað verulega í Breiðholti Það sem af er hausti hefur vandamálum sem tengjast hópa- myndun, vímuefnaneyslu, áfeng- isdrykkju og reykingum unglinga fækkað verulega í Breiðholti mið- að við sama tíma í fyrra. Innbrot- um í Breiðholti hefur fækkað jafnt og þétt s.l. fimm mánuði og alls um 45 % á ársgrundvelli frá því fyrir tveimur árum. Gott samstarf foreldra, ung- linga og starfsfólks stofn- ana og félaga í Breiðholti Í haust hafði hverfislögreglan virkt eftirlit með því að börn og unglingar virtu reglur um útivist- artíma og var í góðu sambandi við foreldra þeirra barna sem þurfti að hafa afskipti af. For- eldraröltið er komið af stað í flestum skólum hverfisins og sér- stakar athvarfsvaktir hafa verið settar á nokkrum sinnum í haust til að hnykkja enn frekar á að regl- ur um útivistartíma séu haldnar. Samstarf lögreglu, skóla, félags- miðstöðva og þjónustumiðstöðv- ar í Breiðholti er mjög traust og ákvarðanir um viðbrögð og for- varnir teknar að höfðu samráði þessara aðila. Síðast en ekki síst og það sem skipti sköpum um að árangur náist er að foreldrar ásamt börnum sínum og ungling- um hafa haldið betur á málum en áður. Samstarfsvilji foreldra hefur verið til fyrirmyndar í haust þegar lögregla, félagsráðgjafar og starfs- lið félagsmiðstöðvanna hafa þurft að hafa afskipti af unglingunum. Þegar mikill meirihluti íbúanna og starfsfólk stofnana og félaga vinna markvisst að því að gera Breiðholtið enn betra næst árang- ur sem allir geta verið stoltir af. Breiðholtsbúar, höldum áfram á þessum nótum og gerum Breið- holtið að besta hverfinu í Reykja- vík. Breiðholtsunglingar vekja athygli fyrir góðan árangur Öflugt starf fer fram í félagsmiðstöðvum í Breiðholti. Þessi mynd er tekin í Árseli. Atlandsolía og Breiðholts- búar styrkja einhverfa Atlandsolía og Breiðholtsbúar styrkja umsjónarfélag einhverfra. Styrkurinn er þannig til kominn að Atlandsolía hét á þá sem tóku þátt í Breiðholtsskokkinu á Breið- holtsdaginn fyrir nokkrum vikum. Styrkurinn er að upphæð 100 þús- und krónur og verður varið til þess að rjúfa einangrun og auka samskipti og félagslega virkni full- orðinna einhverfa einstaklinga en félagið er að fara af stað með sér- stakt verkefni af því tagi. Kjörorðið Betra Breiðholt teng- ist öllum verkefnum sem unn- in eru til þess að efla félagsauð í hverfinu og einnig samstarfi íbúa, félaga, stofnana og atvinnu- lífs innan Breiðholtsins. Samstarf Atlandsolíu og Breiðholtsskokks- ins er verkefni af þessum toga en þar heitir atvinnufyrirtæki stuðn- ingi við félagssamtök að því til- skyldu að íbúar hverfisins sýni þátttöku í verki og upphæðin hækki eftir sem fleiri komi til þess að taka þátt. Styrkur Atlandsolíu og Breiðholtsbúa til umsjónarférlags einhverfra athentur. SPRON hlýtur viður- kenningu jafnréttisráðs Sparis jóður Reykjavíkur, SPRON, hlaut viðurkenningu Jafnréttisráð fyrir árið 2006 og er fyrstur allra fjármálafyrirtækja til að hljóta þessa viðurkenningu. Meginástæða ákvörðunar ráðsins er að hjá SPRON er lögð sérstök áhersla á skýra jafnlaunastefnu og afstaða starfsmanna til stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er könnuð árlega. Með viðurkenningunni vill Jafnréttisráð vekja athygli á virkri jafnlaunstefnu innan fyrirtækis- ins, inniheldur að árlega eru laun karla og kvenna hjá fyrirtækinu skoðuð sérstaklega í þeim tilgangi að gæta jafnréttis og koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað. Formaður starfsmannafélags SPRON hefur einnig heimild til að fá upplýsingar um launakjör starfs- manna í þeim tilgangi að gæta jafn- réttis í launamálum kynjanna. Vinnustaðagreining á hverju ári Á hverju ári er framkvæmd sérstök vinnustaðagreining til að kanna hug starfsmanna til ýmissa þátta í starfsumhverfi SPRON. Þá er m.a. spurt um við- horf til jafnréttismála hjá SPRON og hvort starfsmenn hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ein- elti á vinnustað. Auk vitneskju um viðhorf starfsmanna hvetur vinnustaðagreining til umræðu og vekur athygli á viðbragðsáætlun SPRON í þessum efnum. Jafnréttisráð telur að með þess- um starfsháttum sýni SPRON gott starf á sviði jafnréttismála og vill með viðurkenningunni hvetja önn- ur fyrirtæki til líkrar starfsemi. SPRON er fjármálastofnun á gömlum merg, öflugt fyrirtæki sem sýnir gott fordæmi í jafnrétt- ismálum. Allt frá árinu 1997 hefur verið unnið eftir virkri jafnréttisá- ætlun en sérstök jafnréttisnefnd hefur það verkefni að fylgja henni eftir til hlítar. Hjá SPRON eru 40 stjórnendur og þar af 21 kona. Frá árinu 2004 hefur konum fjölgað í efstu stjórnendastöðum SPRON. Formaður stjórnar SPRON er Hild- ur Petersen og hefur verið það frá árinu 2004. Svandís Sverrisdóttir, þjónustustjóri SPRON, í Álfabakka 14 í Mjóddinni í Breiðholti. Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.