Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 15
Þau Jón Þ. Ólafsson og Fríða Rún Þórðardóttir unnu bestu afrekin á Meistaramóti öldunga utanhúss. Jón í lóðkasti þar sem hann kastaði 17.77 metra sem gefur 1186 stig og Fríða Rún í 3000 metra hlaupi með 810 stig fyrir tímann 10:39.20 mín. Fríða Rún var einnig með 2. og 4. besta árangurinn í stigakeppni kvennaflokksins fyrir 1500 metra og 800 metra hlaup. Kastþraut öldunga fór fram á dögunum og sigraði Jón Þ. Ólafs- son í þrautinn með 4548 stig fyrir eftirfarandi árangur. Sleggjukast, 39.33 metra, kúluvarp, 10.83 metra, kringlukast 34.84 metra, spjótkast 33,92 metra og lóðkast 17.54 metra. Það er alltaf nóg að gera hjá öldung- unum og æfa þeir kappsömustu sex daga vikunnar í öllum veðrum. 15BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2006 Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í knattspyrnu ÍR-ingar hafa ekki enn, þegar þetta er skrifað, fengið að fagna almennilega nýfengnu sæti sínu í úrvalsdeild kvenna vegna kæru andstæðinganna og málaferla í kjölfarið. Eftir erfiða útsláttar- keppni þar sem ÍR-stelpurnar þurftu að takast á við öfluga and- stæðinga tók við þrautaganga fyr- ir dómstólum KSÍ, fyrst í undir- rétti og síðan í yfirrétti. Og nú er beðið átekta eftir því hvort ÍSÍ taki málið fyrir. Síðan er það spurning hvort mótherjarnir færu með þetta fyrir einhvern alþjóðadómstól ef þeir hefðu tæki- færi til þess. Óljóst með dómstól ÍSÍ Páll Þór Kristjánsson, formað- ur knattspyrnudeildar ÍR, hefur ásamt Má Árnasyni, formanni meistaraflokksráðs kvenna og Hall- dóri Halldórssyni, þjálfara, borið hitann og þungann af öllu starfi í kringum meistaraflokkinn, þar með talið af undirbúningi mála fyr- ir dómstóla KSÍ. Páll var inntur eftir því á dögunum hvort úrvals- deildarsætið væri í höfn. „Nei. Það er ekki ljóst hvort að ÍSÍ taki kæru Þórs/KA fyrir. Ef ÍSÍ gerir það ekki þá erum við komin með sæti í efstu deild, en jafnvel þótt dómstóll ÍSÍ taki málið fyrir þá er ekki ljóst hvaða niðurstaða fæst úr því.” ÍR-ingar báru sigurorð af Þór/KA í úrslitaleikjum á knatt- spyrnuvellinum. Þá grófu Norðan- menn upp reglugerðarákvæði sem þeir sögðu hafa verið brotið og því kröfðust þeir þess að þeim yrði dæmdur sigurinn. Á fyrsta stigi dæmdi dómstóll KSÍ Þór/KA sig- urinn, en áfrýjunardómstóll sneri málinu við og dæmdi ÍR-inga lög- lega og réttnefnda sigurvegara. En um hvað snýst þessi deila? „ Norðanmenn saka okkur um að hafa rangt við, sem er alrangt, “ segir Páll. „Málið snýst um það að markmaður okkar meiddist í úrslitakeppni fyrstu deildar. Henni var bannað af lækni að leika knatt- spyrnu og því leituðum við til KSÍ um hvort við mættum leita að nýj- um markmanni. Okkur var sagt að það væri í lagi og fundum eftir nokkra leit aðeins einn markmann. Við sóttum um leikheimild fyrir hana og sú leikheimild fékkst útgef- in og staðfest af KSÍ. Eftir að við vorum búin að leggja Þór/KA að velli kemur kæra frá þeim á þeim forsendum að nýi markmaðurinn okkar sé að leika með þriðja félag- inu á þessu tímabili. Þá förum við að skoða reglugerðir félagaskipta- nefndar og er greinilegt að menn geta túlkað þær á mjög mismun- andi hátt, því að samkvæmt 4. grein er það alveg skýrt að okkar mati að félagaskiptanefnd hefur heimild til að veita undanþágu þótt leikmaður hafi leikið með þremur liðum, en þar segir m.a: „Samninga- og félagaskiptanefnd skal þó heimilt að veita undan- þágu frá því fyrir félagaskipti mark- varðar ef ríkar ástæður eru til að mati nefndarinnar.” Þetta ætti að vera alveg skýrt,” segir Páll. Þurfa þjálfarar að fara á lögfræðikúrsa? En hvernig skyldi þá leggjast í lið- ið að leika í úrvalsdeild að ári? Mið- að við stöðuna er ljóst að ekki þarf að ferðast mikið, enda sterkustu liðin hér á suðvesturhorni lands- ins. Úrvalsdeildarsætið leggst vel Pál. „Við gerum hvað við getum til þess að standa okkur í baráttunni og hlökkum bara til átaka komandi sumars. Við höfum verið að huga að undirbúningi. Þjálfarinn, Hall- dór Halldórsson, fór á námskeið erlendis til þess að bæta sig og ná sér í betri réttindi í þjálfun. Æfingar eru að hefjast. Við sjáum fram á mjög bætta aðstöðu vegna gervigrasvallarins, þannig að við getum æft allt árið á okkar svæði, og vonumst til að þetta verði allt í toppstandi. Leikirnir næsta sumar verða flestir á höfuðborgarsvæð- inu, þannig að ferðakostnaður verður ekki mikill. Við munum fara á fullt núna og erum að efla meist- araflokksráð kvenna og vonum að fólk hugsi hlýtt til okkar sem hefur aðstöðu til að styðja við okkur. Ef einhverjir lesendur hafa áhuga á þessu starfi, þá endilega að koma að máli við okkur og hjálpa til. “ Betra að hafa allt á hreinu Það er vonandi að þetta gangi allt eftir. En minnugir þess að dómstólar KSÍ hafa ekki alltaf ver- ið útreiknanlegir þá þora ÍR-ingar varla að fagna almennilega fyrr en ljóst er að málaferlum sé lokið. Fyrir fáeinum árum lenti meistara- flokkur karla í smáatviki í bikar- keppni þar sem dómari hafði heim- ilað skipti á fleiri leikmönnum en reglur kváðu á um. Það kostaði ÍR sigurinn í það skiptið, í áfrýjunar- dómstóli KSÍ. Þess vegna spurði ég Pál hvort ekki væri vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta leikmenn og fleiri læra allar reglu- gerðir KSÍ utanbókar? „ Jú - það er nú víst betra að hafa allt á hreinu gagnvart þessum mótum. Spurn- ing hvort við þurfum ekki bara að senda þjálfarana okkar á kúrsa í lögfræði! En við höfum nú haft einn góðan hæstaréttalögmann innan seilingar sem hefur hjálpað okkur í gegnum þetta. Ég veit ekki hvar þetta mál væri statt ef hans hefði ekki notið við.” Í lokin sagði Páll að bið eftir niðurstöðu og óvissan hefði sett fólk í óþægilega stöðu, og valdið frestun á ýmsu. Þrátt fyrir það ætti leikmannahópurinn hrós skilið fyrir það hvernig þær hefðu tekið á þessu og það væri bara mjög gott hljóð í hópnum. Skíðadeild ÍR flytur nú í haust í Bláfjöllin en skíðadeildin hefur haft aðstöðu á Hengilssvæðinu undanfarna áratugi. Samningur milli skíðadeildarinnar og Reykja- víkurborgar var undirritaður á dögunum og á næsta ári fær deildin afhentan nýjan skála á Suð- ursvæðinu í Bláfjöllum. Í vetur mun deildin vera með aðstöðu á fyrirhuguðum byggingarreit en bygging skálans hefst væntanlega í loka skíðatímabils. Flutningur- inn hefur mikil áhrif á æfingarað- stöðu deildarinnar sem verður nú fjölbreyttari en áður. Þá verður aðgengi foreldra og iðkanda að fjölbreyttum skíðaleiðum betra en áður. Skíðadeild ÍR hlakkar til að sjá Breiðholtsbúa á skíðum í vetur. Upplýsingar um æfingar- tíma og starf deildarinnar er að finna á www.irsida.is/skidi .” Skíðadeildar ÍR flytur í Bláfjöll Silfurleikar í Laugardalshöll Silfurleikar ÍR verða haldnir 18. nóvember í Laugardalshöll. Silfurleikarnir eru haldnir í til- efni þess að nú í nóvember eru liðin 50 ár síðan Vilhjálmur Ein- arsson varð í 2. sæti í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu en Vilhjálmur keppti fyr- ir ÍR á þessum árum. Þó svo að mörg ár séu liðin hafa fáir Íslendingar leikið þetta eftir en um einstakt afrek er að ræða. Silfurleikarnir eru ætlaðir íþróttamönnum 16 ára og yngri og verður keppt í fjölmörgum greinum, þar á meðal þrístökki í flokkum 11 til 16 ára og verður það gert eftirleiðis á þessu móti. Silfurleikarnir koma í stað haust- leika ÍR sem notið hafa mikilla vin- sælda undanfarin ár en á síðasta ári sendu 17 félög keppendur á leikana alls 308 keppendur. Við vonumst til þess að sjá sem flesta áhorfendur því þarna er efnilegt íþróttafólk á ferðinni. Sjá nánar um mótið á heimasíðu ÍR http://www.irsida.is/ GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Meistaraflokkur ÍR í kvennaknattspyrnu 2006. Vinnur úrslitakeppnir - og líka mál fyrir dómstólum Mætum í ÍR-heimilið og töku þátt í getraunum Eins og undanfarin ár höfum við ÍR-ingar verið að ná í tekjur fyrir félagið í gegnum getraunir en tipparar hafa verið að koma í ÍR-heimilið á laugardögum í vet- ur milli kl. 11.00-13.00. Því miður vantar fólk frá nán- ast öllum deildum félagsins nema handboltanum, knattspyrnan hef- ur aðeins verið að sýna sig en aðr- ar deildir hafa nánast ekki sést. Við erum alltaf að tala um að við verðum að ná í meiri tekjur til að geta gert félagið enn stærra en það er í dag, þarna er klárlega einn möguleiki sem er því miður ekki nógu vel nýttur. Hér er gam- an að koma á laugardagsmorgni þar sem boðið er uppá brauð og kaffi. Fólk er líka velkomið til þess að spjalla bara saman án þess að tippa en eins og gefur að skilja gefur það ekki eins miklar tekjur í kassann. Hér eru nokkrir menn mættir alla laugardaga sem eru tilbúnir að aðstoða þá sem ekki vita hvern- ig þetta “tipp” fer fram, þannig að nú er bara að láta sjá sig. Gerum nú enn betur en við höf- um gert á síðustu árum og sýnum þessum mönnum, sem hafa verið að leggja sig alla fram við að halda þessu gangandi, að þeirra vinna sé mikilvæg. Mætum öll í “tippið” á laugar- dögum í vetur og styðjum þannig við bakið á okkar íþróttafólki. 19. nóv Sun kl. 16:00 Austurberg ÍR - Fram 26. nóv Sun kl. 16:00 Ásvellir Haukar - ÍR 03. des Sun kl. 16:00 Austurberg ÍR - Akureyri 10. des Sun kl. 16:00 Fylkishöll Fylkir - ÍR 17. des Sun kl. 16:00 Austurberg ÍR - Stjarnan 11. feb Sun kl. 16:00 Digranes HK - ÍR 18. feb Sun kl.16:00 Austurberg ÍR - Valur 25. feb Sun kl. 16:00 Framhús Fram - ÍR 04. mar Sun kl. 16:00 Austurberg ÍR - Haukar 18. mar Sun kl. 16:00 KA heimili Akureyri - ÍR 25. mar Sun kl. 16:00 Austurberg ÍR - Fylkir 01. apr Sun kl. 16:00 Ásgarður Stjarnan - ÍR 11. apr Mið kl. 19:00 Austurberg ÍR - HK 15. apr Sun kl. 16:00 Laugardalshöll Valur - ÍR 22. apr Sun kl. 16:00 Austurberg ÍR - Fram Fjölmennum á alla leiki ÍR-inga, þinn stuðningur getur skipt miklu máli. Áfram ÍR. Frá handknattleiksdeild ÍR Leikir hjá ÍR tímabilið 2006-2007 Framtíðarskíðavæði ÍR í Bláfjöll- um. Vonandi verur svæðið í ljósari lit þegar kemur fram á veturinn. Sun. 19. nóv. kl. 19.15 Grafarvogur, Fjölnir - ÍR Mán. 4. des. kl. 19.15 Seljaskóli, ÍR - Haukar Fös. 15. des. kl. 19.15 Þorlákshöfn, Þór Þorl. - ÍR Fös. 29. des. kl. 19.15 Seljaskóli, ÍR - Skallagrímur Fim. 4. jan. kl. 19.15 Njarðvík, UMFN - ÍR Mán. 22. jan. kl. 19.15 Sauðárkrókur, Tindastóll - ÍR Fim. 1. feb. kl. 19.15 Seljaskóli, ÍR - UMFG Fim. 8. feb. kl. 19.15 Stykkishólmur, Snæfell - ÍR Mán. 12. feb. kl. 19.15 Seljaskóli, ÍR - Keflavík Fim. 22. feb. kl. 19.15 DHL-Höllin, KR - ÍR Sun. 25. feb. kl. 19.15 Seljaskóli, 19.15 ÍR - Fjölnir Fös. 2. mars kl. 19.15 Ásvellir, Haukar - ÍR Sun. 4. mars kl. 19.15 Seljaskóli, ÍR - Þór Þorl. Fim. 8. mars kl. 19.15 Borgarnes, Skallagrímur - ÍR Gengið í vetur hefur verið upp og ofan. Nú treystum við á að þú ÍR- ingur góður komir og styðjir okk- ur í þeirri baráttu sem framundan er í vetur. Áfram ÍR. Körfubolti hjá ÍR Leikir hjá ÍR tímabilið 2006-2007 Jón Þ. og Fríða Rún á Meistarmóti öldunga

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.