Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 5
átti að hætta að tala eitthvert bull sem þau skyldu ekki.” Nelly segir að hún hafi farið að gráta heima á kvöldin. Ekki viljað fara aftur í skólann. Bara viljað fara heim og fá vini sína heima í Georgíu. Og hvað gerði hún þá “Ég settist á móti henni við eldhúsborðið og talaði við hana eins og fullorðna manneskju. Ég sagði henni að við værum komin hingað til þess að vinna og til að eiga hér heima. Við gætum ekki farið til baka og því yrðum við að gera það besta sem við gætum til þess að vinna úr þessu og til þess að komast að í hópnum. Ég sagði henni að það lærði enginn tungumál til þess að leika sér við hana heldur yrði hún að byrja og gera sitt besta til þess að reyna að læra tungumálið sem þau töluðu. Og mér kom á óvart hvað hún var fljót að átta sig á þessu. Hún tók þessu eins og fullorðin. Hún hætti að kvarta og neita að fara í skólann en fór þess í stað að undirbúa sig. Hún var alveg tilbúin til að einbeita sér að því að læra tungumálið. Hún áttaði sig á því að hún yrði sjálf að breyta til þess að nálgast hina krakkana og verða ein af hópn- um.” Nelly segir að þessi undir- búningur, sem hún fékk í sumar- skólanum hafi hjálpað henni mik- ið og hreinlega nægt til þess að hún gat strax verið með þegar hún kom í Engjaskóla í Grafarvogi fyrsta haustið sitt á Íslandi þar sem hún fékk síðan aukakennslu í íslensku fyrsta skólaárið. Aðalatriðið er að læra tungumálið Dóttirin var fljót að aðlagast nýju umhverfi en hvernig gekk Nelly sjálfri að laga sig að þeim breyttu aðstæðum sem búseta og starf í nýju landi hafði í för með sér. Hún segist hafa verið heppin að vera með fyrstu útlendingun- um sem komu til starfa á Eir. “Ég byrjaði að vinna með íslenskum konum og fyrstu tvær vikurnar á nýja vinnustaðnum var hálfgert sjokk. Ég var mállaus og sama sem heyrnarlaus þar sem ég skyldi ekki fólkið. Enskan dugði mér nokkuð því ef ég spurði þá fékk ég svör en fólk talaði ekki við mig á ensku að fyrra bragði. Ég gat ekki alltaf verið að stoppa fólk við sína vinnu til þess að spyrja endalaust á ensku þegar það var að tala á sínu tungumáli. Mér leið illa út af þessu vegna þess að ég vildi alls ekki vera úti í horni held- ur fá að vera með. En ég uppgötv- aði strax ef þau voru að tala um mig þótt ég skyldi ekki orðin. En það var þó ekki ástæða þess að ég vildi geta skilið um hvað var verið að tala. Ég vildi bara geta fylgst með hvort sem var verið að tala um vinnuna, verkefni okkar á vinnustaðnum, eða eitthvað sem var að gerast úti í samfélaginu. Ég fletti dagblöðunum en gat ekki lesið þau. Ég skyldi bara myndirn- ar og það er ekki nóg. Mér fannst ég vera fötluð. Og ég varð reið út í sjálfa mig og fann að ég yrði að læra tungumálið.” Að koma til þess að búa eða vinna Nelly segir að þörfin til þess að læra tungumálið og komast í sam- band við umhverfið verði meira ef fólk ætlar að setjast að til fram- búðar eins og hún og fjölskylda hennar gerði. Öðru máli gegni um fólk sem sé að koma tímabundið til þess að vinna eða sinna ein- hverju ákveðnu verkefni og fara síðan aftur. “Þetta fólk er bara að sinna ákveðnu verkefni, fá launin sín og búið. Það hefur e.t.v. engan áhuga á því að kynnast landi og þjóð eða komast í félagsskap við umhverfið hér. Þetta fólk hefur aðeins áhuga á atvinnumarkaðn- um en er ekkert að hugleiða þjóð- ina sjálfa, sögu hennar og menn- ingu enda ætlar það sér ekki að búa hér til frambúðar. Oft kemur fólk líka til tímabundinnar vinnu án þess að hafa fjölskyldurnar með sér, sendir launin sín heim og lifir þröngu og einangruðu lífi með vinnufélögum. Þarna er um tvennskonar forsendur að ræða. Annars vegar fólk sem vill búa hér áfram en hins vegar fólk sem aðeins kemur í smá tíma til að vinna og hefur því ekki áhuga á því að laga líf sitt að þjóðfélag- inu. Atvinnumarkaðurinn kemur líka til móts við þetta fólk. Það vantar fleiri starfsmenn og margt fólk frá öðrum löndum er tilbúið til þess að vinna fyrir lægri laun en þeir sem búa í landinu. Þetta er bara bissniss og hefur ekkert með málefni þess fólks að gera sem er að hefja framtíðar búsetu í nýju landi.” Nelly bendir á að nú sé mun auðveldara fyrir fólk að komast hingað, þ.a.s. fyrir fólk frá Evrópusambandslöndum en var þegar hún og fjölskylda hennar komu til Íslands. “Við þurftum að fara í gegnum mikla athugun þar sem pappírar okkar voru skoðað- ir gaumgæfilega. Nú er ekki einu sinni spurt um sakavottorð ef fólk kemur frá Evrópusambands- löndum. Við vitum því ekki hvaða bakgrunn það fólk hefur sem er að koma hingað.” Nelly segir þetta varhugavert fyrir litla þjóð eins og Íslendinga og félagslega stöðu hennar. Að vita ekkert um hverskonar manneskjur það eru sem eru að koma til landsins eða hvað þetta fólk er að koma með til landsins. Hún segir að vissu- lega sé þetta byggt á lögum og reglum Evrópusambandsins og Íslendingar séu aðilar að þessum reglum og geti þar af leiðandi ekki breytt þeim. Á hinn bóginn hljóti að vera hægt að kanna starfsrétt- indi fólk. Hvort það hafi réttindi í því fagi sem það ætlar að starfa við og hverjir hafi verið vinnustað- ir þess í heimalandinu. Hvort það hafi raunverulega unnið eitthvað við það sem það er að koma til þess að gera. “Það er beðið um meðmæli þegar Íslendingar eru að sækja um vinnu í sínu heima- landi. Er ekki alveg eins hægt að biðja um meðmæli þegar fólk frá öðrum löndum er að sækjast eftir störfum hér á landi.” Það var ég sem hafði breyst Nelly ræddi að lokum nokkuð um samskipti fólks af erlendu upp- runa við Íslendinga. Hún sagði að oft gæti tekið einhvern tíma að venjast nýju fólki og siðum þess og venjum. “Ef ég tek dæmi af minni þjóð þá er algengt að það taka fólki strax opnum örmum og klappa á axlirnar á því. Íslend- ingar eru ekki svoleiðis. Þeir eru ekki eins opnir. Þeir fara varlega. Fylgjast með. Hvernig starfsmað- ur ertu. Hvernig félagi ertu. Þeir fylgjast með dag eftir dag og mán- uð eftir mánuð. Þeir vilja kynnast fólki áður en það er tekið fyllilega í sátt. Ef maður ætlar að kynnast Íslendingum þá verður maður að virða þessi einkenni þeirra. Ef maður bregst þeim ekki þá bregð- ast þeir heldur ekki. En það tekur tíma fyrir fólk af erlendum upp- runa að eignast Íslendinga að vin- um. Það er mikilvægt að ávinna sér traust rétt eins og það er mik- ilvægt að læra tungumálið. Ef ég horfi á sjálfa mig þá hef ég breyst á þessum sex árum sem ég er búin að búa og starfa á Íslandi. Ég hef lært af öðrum og hef e.t.v. átt auðveldara með það vegna þess að ég kem frá landi þar sem ólík- ar þjóðir hafa orðið að búa sam- an. Ég hef fundið þetta þegar ég hef farið í heimsókn til Georgíu. Heimalandið hefur ekkert breyst. Það er ég sjálf sem hef breyst. Ég er orðin hluti af þessari þjóð þótt ég sé fædd og uppalin í öðru landi.” 5BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2006 borgarblod.is Þú nærð lengra í CAMEL Vandaðir herra- og dömuskór í miklu úrvali SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240 Þar sem þú kaupir skóna þína! www.xena.is Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.