Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 14
Einn umsækjandi er um emb- ætti sóknarprests Dómkirkju- prestakalls í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra sem veitt er frá 1. október nk. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn. Umsækjandi er sr. Hjálmar Jóns- son sem verið hefur prestur við Dómkirkjuna. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson mun láta af störfum í lok sumars og fer á eftirlaun. Sr. Jakob Ágúst var skipaður sóknar- prestur við Dómkirkjuna í Reykja- vík þann 15. júní 1989 og hefur því gegnt því embætti í 19 ár. Sr. Jakob Ágúst er sextugur að aldri. Eftir stúdentspróf frá MA lauk hann prófi í félagsfræði og sálarfræði við Háskóla Íslands. Hann varð cand. theol. frá HÍ árið 1973 og var vígður til prests sama ár. Hann nam kennimann- lega guðfræði við Uppsalaháskóla í Svíþjóð árið 1976, og lagði einnig stund á trúfræði og kenningasögu við Lundarháskóla veturinn 1986- 1987. Sr. Jakob Ágúst tók fyrst við embætti árið 1974 við Seyðisfjarð- arprestakall, þar sem hann starf- aði í þrjú ár. Þá var sr. Jakob Ágúst skipaður sóknarprestur í Ísafjarð- arprestakalli frá 1977 til 1989. Kirkjumálaráðherra veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk pró- fasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og vígslubiskups í Skálholti. Ljóst er að í framhaldinu þarf að auglýsa starf prests við Dómkirkj- una, og búast má við að mun fleiri umsækjendur verði um það starf. 14 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ódýrustu flugur í bænum - allt til stangveiði Vesturbæjarblaðið heimsótti Veiðiportið á Grandagarði 3 á sólríkum föstudegi. Hittum fyrir Tómas Skúlason eiganda og stofn- anda fyrirtækisins. Tómas sagði að hann hefði byrjað reksturinn í Kolaprotinu fyrir 4 árum, hvar hann seldi flugur sem hann hnýtti sjálfur að vetrarlagi og seldi svo í Kolaportinu. Í einum grænum hvelli hlóð starfsemin utan á sig og fyrr en varði var umsetningin orðin í alhliða veiðivörum fyrir lax og silungsveiðimenn. Þar sem Kolaportið var aðeins opið um helgar, þá hamlaði það vexti Veiðiportsins svo Tómas sá sinn kost vænstan að opna verslun sem hann gerði á Grandagarði 3. Veiðiportið býður alhliða veiðivör- ur á mjög svo sanngjörnu verði. Þar er að finna hjól og stangir frá Jaxon, Joakim´s og Scott. Að sjálf- sögðu fást þar allar græjur frá A til Ö, flugur, vöðlur, vesti, töskur, beita, belgbátar, kast og flugulínur. Verð, gæði og topp þjónusta í fyr- irrúmi. Það er upplagt fyrir Vesturbæ- inga að renna við í Veiðiportinu áður en lagt er af stað í veiðitúrinn og sjálfsagt er að benda á að hvergi fást flugur á betra verði en í Veiði- portinu. Þægilegt er að líta við í Veiðiportinu. Alltaf næg bílastæði og auð- veld aðkoma.Tómas Skúlason er hæst ánægður í Vesturbænum. Veiðiportið: Einn umsækjandi um Dómkirkjuprestakall Sr. Hjálmar Jónsson ásamt sr. Karli V. Matthíassyni, nú þing- manni, við fermingarundirbún- ing í Dómkirkjunni. B B B ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� ����������� opnar formlega um miðjan ágúst. Loksins í Vesturbænum alvöru þrifmiðstöð fyrir bíla. Bíla Bað Bóbó Hólmaslóð 4 (gult hús vinstramegin) Örfisey Sími: 895 7199 Geymið auglýsinguna Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Kæru viðskiptavinir Sumt breytist, annað ekki. Í kjölfar eigendaskipta og sameiningar Hraða við aðrar hreinsanir tökum við upp nýtt nafn: Þvottahúsið Faghreinsun. Það sem ekki breytist eru gæðin, verklagið og meðhöndlunin á fatnaðinum þínum. Við tókum við góðu búi, mjög hæfu starfsfólki og traustum og góðum viðskiptavinahópi. Við erum mjög þakklátir fyrir allt þetta og leggjum metnað okkar í að halda áfram og gera enn betur. E H F. Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Ægisíðu 115 sími 552 4900

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.