Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2007 KR-SÍÐAN“Ætla að klára ferilinn hjá KR” Olga Færseth er ein besta knattspyrnukona landsins og hefur verið í eldlínunni í all- mörg ár. Olga er fædd og uppal- in í Keflavík og hóf því að leika bæði körfubolta og fótbolta með Keflavík. Árið 1992 ákvað hún að söðla um í fótboltanum og gekk til liðs við Breiðablik og spilaði þar í 3 ár. En Olga hélt þó að spila körfubolta með Keflavík þau þrjú ár sem hún var með Blikum í fótboltanum. Ástæða þess að Olga fór frá Keflavík 1991 var sú að Keflavík tókst ekki að komast upp í úrvals- deild það ár. Olga var þá 17 ára og farin að minna á sig með því að skora grimmt, eða alls 54 mörk á leiktímabilinu í 12 leikjum! Því sýndu ýmiss úrvalsdeildar- lið henni áhuga og eins hafði Olga ekki áhuga á að spila aftur í 1. deild, vildi reyna sig í úrvalsdeild- inni. “Eftir dvölina hjá Breiðabliki fór ég til Bandaríkjanna og var þar um veturinn í háskólaboltanum meðfram námi. En þetta heillaði mig ekki nógu mikið til þess að vilja vera þar annan vetur, og því kom ég aftur til Íslands, og skrif- aði þá undir samning hjá KR. Þar var ég allt til ársins 2003 er ég fór til Vestmannaeyjaliðsins og var þar í 3 ár. Nú ér ég hins vegar komin aftur til KR. og finnst eins og ég sé komin á heimaslóðir,” segir Olga Færseth. - Er ekki erfitt að spila með ÍBV vegna mikilla og stundum erfiðra ferðalaga á útileiki? “Ekki svo. Ég er ættuð þaðan og á þar mikið af skyldfólki og var þar oft á sumrin í barnæsku. Ég hræddist það ekkert þó ég hefði heyrt það sagt að það væri eng- inn dans á rósum fyrir leikmenn af fastalandinu. Þetta var góður tími, ég sé alls ekki eftir þeim tíma sem ég var í Vestmannaeyjum.” Olga segir að nú sé hún aftur komin til þess félags þar sem hún ætli að klára sinn feril hjá. Þegar hún kom til baka voru þrjú félög á höfuðborgarsvæðinu á höttunum eftir henni, en líklega hafi innst inni ekkert annað félag en KR kom- ið til greina. “Ég hef alltaf litið á mig sem KR- ing þó ég hafi farið til Eyja í þrjú ár. Reynsla mín þaðan var góð og það er vel staðið að öllum hlutum hjá KR, það er alveg ómetanlegt. Nú er í gangi annað tímabil mitt með KR, og án allra titla, en okkur er farið að langa mjög mikið til að vinna titil. Þetta er líklega mitt síðasta ár í fótboltanum og mig langar að enda ferilinn með því að vinna einhvern titil. Mér hefur gengið vel í sumar og því getur vel kom- ið til greina að taka eitt ár í við- bót. Það voru ásættanleg úrslit að gera jafntefli við Val nýlega, en ég held að við höfum átt það skil- ið að fara með öll þrjú stigin frá þeim leik. Það væri toppurinn að enda bæði sem Íslandsmeistari og bikarmeistari með KR.” - Er þetta góður hópur sem þú ert að spila með í KR nú? “Það er ekki nokkur spurning. Þær stelpur sem höfðu verið hjá félaginu þessi þrjú ár sem ég var í Eyjum höfðu þroskast mikið og voru orðnar mjög sterkir leik- menn, ekki bara efnilegar. Þrátt fyrir brösótta byrjun í fyrra sá ég alveg karakterinn í liðinu og þegar líða tók á mótið urðum við bara sterkari. Það sýndi liðið t.d. á móti Val í fyrra, liðinu sem vann mótið og við höfum sýnt það í sumar að við getum vel unnið mótið.” - Undanfarin ár hefur deildin ver- ið mjög ójöfn, skipst í tvo hluta getulega, og þá sáust úrslit eins og 15-0. Í sumar virðist mismunur- inn ekki vera eins mikill. Er Lands- bankadeild kvenna að jafnast? “Ég hélt fyrir mótið að svona stórar tölur í úrslitum mundu einnig sjást í sumar, en annað hefur komið á daginn. Ég fagna því að slík úrslit eru ekki að sjást í leikjunum í sumar, það eru ekki skemmtilegir leikir, hvorki fyrir leikmenn eða áhorfendur. Það hafa verið uppi raddir um að skipta deildinni í tvennt eftir stöðu eftir fyrri umferðina og þá mundi sterkari liðin leika saman og þannig væri meiri samkeppni. En eins og staðan er nú finnst mér að við ættum að láta reyna á núverandi fyrirkomulag svolít- ið lengur og vera með óbreytta deild. Sum liðin hafa verið að fá erlenda leikmenn í sínar raðir, og það munar alveg gríðarlega um þá við að hjálpa þeim yngri sem eru smám saman að taka út sína leikreynslu og þroska.” - Aðsóknarmet var nýlega sett á landsleik kvenna í Laugardalnum. Eykur sá árangur sem landsliðið náði áhuga á kvennafótbolta? “Það er vel þess virði að fylgjast með okkur í landsliðinu og það er engin spurning að þegar vel geng- ur og fjölmiðlar sýna þessum leikj- um meiri áhuga en verið hefur, þá eykst aðsóknin. Við höfum í mörg ár sýnt það og sannað að við erum með landslið sem er meðal þeirra bestu í heimi og nú sjáum við fram á að það muni takast að komast á úrslit á stórmóti í knatt- spyrnu.” - Þú hefur spilað lengi fótbolta. Er alltaf jafn gaman að spila fót- bolta? “Já, annars væri ég löngu hætt.” - Ertu tapsár? “Já, ég get orðið mjög fúl ef ég tapa. En þá er ég fyrst og fremst ósátt við eigin frammistöðu en er ekki að hella mér yfir aðra leik- menn í liðinu, reyni frekar að leið- beina þeim eigi ég þess kost,” seg- ir Olga Færseth, fyrirliði KR. KR leikur við Häcken á KR-velli í UEFA-bikarn- um 2. ágúst nk. KR tekur þátt í Evrópubikar - keppninni, UEFA-bikarnum, og leikur fyrri leik sinn erlendis í dag, 19. júlí, en seinni leikurinn verður hér heima á KR-vellinum 2. ágúst nk. Andstæðingar KR að þessu sinni er sænska liðið Häck- en. KR lék tvisvar við Häcken árið 1955. Svíarnir komu í heimsók í byrj- un júlí það ár og unnu KR-inga 3-2, Val 1-0, Reykjavíkurúrvalið 4-1 en steinlágu 3-6 fyrir Skagamönnum. Í leiknum við KR skoruðu Svíarnir tvisvar í fyrri hálfleik og bættu því þriðja við eftir klukkutíma leik. Þor- björn Friðriksson og Ólafur Hann- esson skoruðu mörk KR með mín- útu millibili seint í leiknum. Mánuði síðar fóru KR-ingar til Svíþjóðar og léku við Häcken 2. ágúst - sama dag og félögin leika á KR-vellinum í UEFA-bikarnum. Svíarnir unnu 4-2 og skoraði Ólafur Hannesson fyrsta mark leiksins en Helgi H. Helga- son minnkaði muninn í 3-1. Ólafur Eiríksson varði vítaspyrnu Svíanna á 50. mínútu. Ólafur var markvörð- ur Víkings en fór með til Svíþjóðar í forföllum Guðmundar Georgssonar. Átta leikir gegn sænskum félögum Auk leiksins við Häcken lék KR við Trollhattan og Oddevold í Svíþjóðarferðinni árið 1955. KR gerði jafntefli við Trollhattan, 1-1, en tapaði 3-5 fyrir Oddevold. Árið 1996 lék KR við AIK Solna í Evrópu- keppni bikarhafa. Svíarnir unnu 1-0 á Laugardalsvelli en Guðmund- ur Benediktsson tryggði KR 1-1 jafntefli á Råsunda-vellinum með marki á lokamínútunni. Árið 1999 gerði KR markalaust jafntefli við Hammarby á Kýpur-mótinu. Pétur Marteinsson lék þá með Hammar- by. KR vann 4-2 í vítakeppni og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum gegn Flora Tallinn sem lék þá und- ir stjórn Teits Þórðarsonar. Fyrir þremur árum lék KR við Örgryte IS í Egilshöll í Iceland-Express mótinu sem Keflavíkingar héldu. Örgryte vann 2-1. KR hefur leikið 12 leiki í UEFA-bik- arkeppninni, hefur unnið þrjá, gert tvö jafntefli en tapað sjö. Markatal- an er 8-23. Alls hefur KR leikið 42 leiki í Evrópukeppnum, unnið sjö, gert níu jafntefli en tapað 26 leikj- um. Markatalan er 41-106. Tveir KR-ingar leikið með Häcken Tveir leikmenn hafa leikið bæði með KR og Häcken. Það eru þeir Akureyringurinn Gunnar Gíslason (bróðir Alfreðs Gíslasonar lands- liðsþjálfara í handbolta) sem lék með KR frá 1984 til 1986 og með Häcken á árunum 1989 til 1991 og aftur árið 1993. Ágúst Már Jóns- son lék með KR frá 1979 til 1988 og síðan með Häcken frá 1989 til 1990. Ágúst var aðstoðarþjálfari hjá KR árið 2000 þegar Pétur Pét- ursson var aðalþjálfari KR. Gunnar og Ágúst léku með KR gegn QPR í fyrstu leikjum KR í UEFA-bikarnum. Tveir aðrir Íslendingar hafa leikið með Häcken. Ari Freyr Skúlason gekk til liðs við sænska félagið í fyrra og Arnór Guðjohnsen lék með því árið 1993. Þess má geta að lesa má frekar um UEFA-leiki KR á næstunni á vef- síðu KR, www.kr.is. Þar eru birtar skrár fyrir alla leiki meistaraflokks karla og kvenna. Olga Færseth á vinnustaðnum DM í Garðabæ. KR-ingar til Bolton KR-ingar í 3. flokki drengja, þ.e. ‘91 árgangur, eru á leið til Bolton og verða þar 10. til 17. ágúst nk. Þetta er seinna árið í 3. flokki hjá þeim og því “slúttið.” Á næsta ári færast þeir til KR- Sport í 2. flokki. Til greina kom að fara til einhvers Norðurland- anna frekar en til Englands, en það kitlaði strákana að fara til heimalands fótboltans. Ferðin er farin á vegum ÍT- ferða en þeir hafa góð sambönd í Bolton. Strákarnir keppa 3-4 leiki í ferðinni, t.d. við Bolton Akadem- íuna og fleiri lið af Manchester svæðinu. Svo stendur til að fara á Reebok völlinn, heimavöll Bolton, 11. ágúst þegar gamli stjórinn Sam Allerdyce mætir með nýja lið- ið sitt, Newcastle. Ferðina fjármagna strákarnir með ýmsu móti. Fjáröflun hefur falist í vinnu við vörutalningu, sölu á pennum, grillkveikjurum o.fl. Einnig hafa strákarnir feng- ið styrki frá ýmsum fyrirtækjum, svo sem Air Atlanta, Vesturbæjar- útibúi Landsbankans, Stillingu og Nesdekki. Það er þeim ómetanlegt enda er forsvarsmönnum þessara fyrirtækja og fleirum ljóst það for- varnargildi sem að íþróttaiðkun hefur í för með sér. KR varð í 4. sæti á Símamótinu í knattspyrnu kvenna sem er í fjórum aldursflokkum kvenna, þ.e. í 4., 5., 6. og 7. flokki og var haldið í Kópa- vogi í síðustu viku í aldeilis frábæru veðri. Leikir KR fóru þannig í rðlakeppninni að stelp- urnar unnu fyrsta leikinn gegn Breiðablik-2 með 2-0, töpuðu fyrir Fjölni 1-2, unnu Fram 4-0, töp- uðu fyrir Þór 2-0 og unnu svo Víking 3-0. Í úrslita- keppninni kepptu þær um 4. - 6. sætið. KR-stelp- urnar gerðu jafntefli við KA 1-1 en unnu svo GRV 1-0 og urðu því í 4. sæti. Þórsarar frá Akureyri sigruðu í 5. flokki en háttvísisverðlaunin hlaut lið HK. Fjórða sætið á Símamótinu - segir Olga Færseth fyrirliði Landsbankadeildarliðs KR Guðjón Guðmundsson, for- maður KR, segir að í mótlæti komi styrkur félagsins í ljós. Þá ríður á að stuðningsmenn þjappi sér á bak við lið sitt og þjálfara, hvetji liðið sem aldrei fyrr. Þannig sé staðan nú hjá KR. “Nú berjumst við fyrir heiðri KR. Gleymum mögulegum titl- um, mögulegu falli eða þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Næsti leikur er það sem skiptir öllu máli. Sá leikur og ekkert ann- að snýst um heiður KR. Sýnum metnað, einbeitingu, samvinnu og baráttu til að vinna næsta leik. Spilum sem lið, fjölmennum á leikinn og sýnum svo ekki verð- ur um villst að KR er best þegar á reynir. Sjáumst á vellinum!,” segir Guðjón Guðmundsson. Við stöndum saman - allir sem einn! KR-ingar á góðri stund eftir úrslitaleik Íslandsmóts B-liða í 3. flokki í september 2006, en þar mættust tvö KR-lið. Boltonfarana má þekkja á röndóttu peysunum.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.