Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006
Málar m.a. heimildarmyndir
sem tengjast þjóðlífinu
Bjarni Jónsson listmálari opn-
aði nýlega sýningu í húsgagna-
versluninni Mublu við Nýbýla-
veg í Kópavogi. Þar sýnir Bjarni
fjölbreytt úrval málverka, bæði
olíu- og vatnslitamyndir. Bjarn-
ir Jónsson bjó lengst af í Hafn-
arfirði en flutti fyrir nokkrum
árum á Ægisíðuna. Í Hafnarfirði
var hann kennari í Flensborg
og kenndi þar ýmislegt fleira en
myndlist.
Fyrrum myndskreytti hann
fjöldan allan af námsbókum sem
Ríkisútgáfa námsbóka gaf út, m.a.
námsbækur í grasafræði, landa-
fræði, kristnisögu, heilsufræði o.fl.
Þess utan teiknaði Bjarni myndir í
fjöldan allan af sögu- og barnabók-
um auk þess að teikna á bókakáp-
ur og einnig teiknaði hann aug-
lýsingar. Eitt viðamesta verkefni
Bjarna var að teikna myndirnar í
“Íslenska sjávarhætti” sem Lúðvík
Kristjánsson skrásetti, og segir
Bjarni að sú vinna hafi staðið með
misjafnlega löngum hléum í aldar-
fjórðung.
“Í seinni tíð hef ég verið að
mála heimildarmyndir ýmiss kon-
ar sem flestar tengjast þjóðlífinu
og nokkrar þeirra má sjá hér á
sýningunni í Kópavogi. Svo vann
ég nokkuð með Kristjáni Eldjárn,
þjóðminjaverði og síðar forseta,
á Þjóðminjasafninu, og nú í seinni
tíð nokkuð fyrir önnur söfn, m.a.
minjasafnið á Hnjóti í Örlygshöfn
við Patreksfjörð. Þar teiknaði
ég skýringateikningar sem sýna
hvernig gamlir hlutir og verkfæri
voru notuð. Þetta er eina safnið á
landinu sem er með slíkar myndir
og skýringartexta. Ég teikna líka
portrettmyndir eftir pöntunum
og eins hef ég málað myndir af
bæjum sem jafnvel eru komnir í
eyði, en tengjast kannski ætt þess
sem biður um hana, eða sögu ein-
hverrar ættar. Ég hef orðið þess
var að unga fólkið hefur vaxandi
áhuga á þessu þó áhugi þess á
“conceptlist” sé töluverð, sem og
á ýmsum gjörningum. En það er
ekkert sem þú setur upp á vegg
hjá þér, enda oft augnablikshrifn-
ing,” segir Bjarni Jónsson.
Klassíska listin að koma
til baka
Bjarni telur að klassíska listin
sé töluvert að koma til baka og
þessi geometríska abstraktlist
sem Íslendingar áttu allt of fáa
málara í á sínum tíma, sé svolítið
að koma aftur.
- Hefurðu alltaf jafn gaman af því
að mála?
“Ég hef málað frá því að ég man
eftir mér, og finnst það alltaf gam-
an. Ég kynntist ungur þessum
stóru málurum í íslenskri mál-
aralist, s.s. Ásgrími, Kjarval og
Gunnlaugi Blöndal, og gerði mér
oft erindi á þeirra vinnustofur, og
lærði af þeim, varð fyrir einhverj-
um áhrifum frá þeim. En ég fór líka
í Myndlista- og handíðaskólann
og lærði hjá Kurt Zier. Ég lærði
kannski mest af Ásgeiri Bjarnþórs-
syni sem er að miklu leyti gleymd-
ur í dag, en hann var sá málari
sem var einna mest menntaður
allra íslenskra málara á fyrri tíð.
Hann var á akademíum í Þýska-
landi og Ítalíu fyrir stríð en kom
svo heim. Bæði Kjarval og Ásgrím-
ur höfðu mikið álit á honum,”
segir Bjarni Jónsson listmálari.
Bjarni Jónsson við nokkur verka sinna á sýningunni sem sýna umhverfið við Ægisíðu í Reykjavík.
Mynd af landsþekktum manni, Gísla í Uppsölum í Selárdal við
Arnarfjörð.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
www.heilsugaeslan.is
Inflúensubólusetning hjá
Heilsugæslunni Miðbæ
er hafin.
Vinsamlegast hafið samband við
Heilsugæsluna Miðbæ,
Vesturgötu 7,
og pantið tíma í bólusetningu.
Síminn er 585 2600.
Verð kr. 600,- auk komugjalds.
Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?
• Öllumsemorðnir eru 60 ára.
• Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af
langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrar-
sjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og
öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem
daglega annast fólk með aukna áhættu.
Reykjavík 26. október 2006.
Hjá Heilsugæslunni Seltjarnarnesi
er bólusett alla daga á milli kl. 11.00-13.00
til loka nóvember 2006.
Ekki þarf að panta tíma, en
gera þarf ráð fyrir að þurfa að bíða.
Norræn bókasafnsvika 13. - 19 nóvember:
Norræn bókasafnsvika verð-
ur 13. til 19. nóvember nk. í um
1.000 bókasöfnum á öllum Norður-
löndunum og er þema vikunnar:
“Morðið í Norðri.” Því er ætlað
að ná til glæpasagna og spennu-
sagna en einnig er um að ræða
orðaleik sem vísar til þema fyrstu
vikunnar sem haldin var árið 1997
“Orðið í Norðri”.
Einnig er tilvísun í önnur orð
sem tengjast spennu og glæpum,
svo sem morð, myrkur, mannrán,
martröð o.s.frv.
Það er ekki bara þemanafnið
sem er öðruvísi en undanfarin ár,
heldur hefur einnig verið valinn
texti sem liggur nær okkur í tíma
en áður. Í ár er umfjöllunarefnið
samfélag samtímans. Einnig verð-
ur fjallað um málefni sem hægt er
að segja að séu í senn spennandi
og óhugnanleg.
Norræna bókasafnsvikan hefst
í öllum þúsund bókasöfnunum
kl. 18.00 mánudaginn 13. nóvem-
ber með því að öll rafmagnsljós
verða slökkt og lesið verður texti
úr völdum bókum við kertaljós. Í
Borgarbókasafni Reykjavíkur verð-
ur dagskrá bókasafnsvikunnar í
Sólheimaútibúinu, en útstillingar
o.fl. verða í öðrum útibúum og
aðalsafninu.
Heimilisofbeldi og konur
Höfundarnir eru líka með okk-
ur í samtímanum (að Ole Lund
Kirkegaard undanskildum, en
hann er látinn), bæði í raun og í
verkum sínum.
Í ljósaskiptatextanum sem val-
inn er fyrir fullorðna er það heim-
ilisofbeldi og konur sem fórnar-
lömb þess sem er í brennidepli,
meðan aðalatriðið textans í morg-
unstund fyrir börn er það spenna
og hugrekki og hugmyndaflug
barnanna sem er í forgrunni.
Ljósaskiptatextinn er íslensk-
ur í ár. Hann er eftir Arnald Ind-
riðason sem unnið hefur til fjölda
verðlauna fyrir verk sín. Kaflinn
er úr bókinni “Grafarþögn” sem
Edda útgáfa gaf út árið 2001.
Því má fastlega búast við að dag-
skrá bókasafnanna tengist tengist
norrænum sakamálasögum, en
einnig samfélagsmálum almennt.
Fyrir börnin hefur hins vegar ver-
ið valdir textar sem eru ekki eins
óhugnanlegir og í stað glæpa fjal-
la þeir um spennu og hugrekki.
Um er að ræða tvo texta fyrir tvo
aldurshópa.
Fyrir grunnskólabörn er það
bókin “Fróði og allir hinir grisling-
arnir” eftir Ole Lund Kirkegaard,
10. hluti, þar sem krakkarnir fá að
heyra um það sem börnin fundu
uppi á loftinu. Fyrir leikskólabörn
er það sagan “Ertu skræfa, Einar
Áskell” eftir Gunillu Bergström.
Þema vikunnar er
Morðið í norðri!
Við opnun bókasafnsvikunnar verður lesið við kertaljós, m.a. úr bók-
inni “Ertu skræfa, Einar Áskell” eftir Gunillu Bergström.
FORELDRAMORGNAR Í NESKIRKJU 18 ÁRA
Um þessar mundir eru liðin 18
ár frá því foreldramorgnar hófust
í Neskirkju. Nafnið mömmumorgn-
ar vék fyrir heitinu foreldramorgn-
ar, enda er starfsemin ætluð báð-
um foreldrum ungra barna.
Starfsemin er í gamla safnaðar-
heimilinu á miðvikudagsmorgn-
um og hafa ýmsir komið og miðl-
að fróðleik varðandi uppeldi og
ummönnun ungra barna, auk þess
sem foreldrar hafa borið saman
bækur sínar og skipst á ráðum.
Dagskrá er gefin út og er hún
einnig á vef kirkjunnar.
Foreldrar eru hvattir til að nýta
sér þessar samverustundir og eru
allir hjartanlega velkomnir.