Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 11
11VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2006 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október 2006 6 SÆTIKO LB RÚ N Kolbrún Baldursdóttir Kolbrún er sálfræðingur með fjölþætta reynslu að baki. Hún hefur unnið að málefnum barna og fjölskyldna þeirra í tæpa tvo áratugi. Kolbrún var um árabil leiðandi í gerð kjarasamninga sálfræðinga og hélt jafnframt námskeið í samningatækni fyrir fjölda annarra stéttarfélaga. www.kolbrun.ws (WebSite) Samkennd Staðfesta Stöðugleiki sálfræðingur og varaþingmaður Við hvetjum alla sjálfstæðismenn í Vesturbænum til að taka þátt í próf- kjörinu og kjósa Kolbrúnu í 6. sæti. C M Y CM MY CY CMY K Má spara þér sporin? Hver verður víglínan næsta vor? Alþingismennirnir, og Vestur- bæingarnir, Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki og Helgi Hjörv- ar Samfylkingu mættust nýlega á kappræðufundi á Café Victor. Hér er um nokkuð nýstárlega aðferð að ræða í kosninga- baráttu, en er að sama skapi athyglisverð. Helgi Hjörvar segir að þeir hafi fengið ágætan sal og virkan í fyrir- spurnum, og fínar umræður. “Ég held að það sé allt of lítið gert af því að tala um pólitík, fólk er alltaf í einhverri tækniumræðu og það kemur auðvitað í ljós þegar fólk úr ólíkum flokkum ræða málin að það eru fjölmargir hlutir sem ekki er hægt að sameinast um. Á kosn- ingavetri eru auk þess að dragast upp mjög skarpar línur, og það hitnaði stundum í kolunum þarna um kvöldið. Einn af meginkostum Birgis Ármannssonar er að maður veit hvar maður hefur hann, og það vantaði ekkert upp á staðfestuna þarna. Í kosningabaráttunni í vet- ur verður ekki síst kosið um að koma Framsóknarflokknum frá og til þess verða frjálslyndir menn að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Einnig þarf að frelsa atvinnu- lífið undan þessum afskiptasömu stjórnarflokkum sem halda að á árinu 2006 sé það enn hlutverk pólitíkusa að koma færandi hendi með verksmiðju í fjörðinn handa fólkinu. Einnig verður tekist á um það skrýtna ástand að lífeyrisþeg- ar eru farnir að borga í jaðarskatta helminginn af þessum smáaurum sem þeir eru fá inn meðan þeir sem mestu tekjurnar hafa eru að borga af því fjármagnstekjuskatt. Við stefnum að því að sameina núverandi stjórnarandstöðu í stjórn eftir kosningar, en viljum ekki útiloka neitt þótt Sjálfstæðis- flokkur ætli áfram að starfa með Framsókn,” segir Helgi Hjörvar. Birgir Ármannsson segist vona að í framtíðinni verði fólki boðið upp á meira svona “debat” eins og þeir Helgi Hjörvar buðu upp á, ekki síst þingmenn Reykjavíkur. Þetta sé skemmtilegt form and- stætt því þegar stjórnmálamenn séu að tala yfir samherjum, messa yfir sanntrúuðum. “Þetta var líflegur fundur og fín mæting, eða um 70 manns, og margir með fyrirspurnir. Þarna voru samherjar okkar Helga en einnig fólk sem kom inn af göt- unni. Það var gaman að heyra hvað það voru fjölbreytileg mál sem fólk vildi fá svör við, og það gefur svona fundum ákveðið gildi. Við renndum blint í sjóinn með hvað spurt yrði, og það kom ekk- ert á óvart í rauninni. Ég held að í kosningabaráttunni munum við leggja áhersla á að það hef- ur markvisst verið unnið að því að auka frelsi í atvinnulífinu og lækka skatta og opna samfélagið með ýmsum hætti. Við sjálfstæðis- menn erum ánægðir með hvernig til hefur tekist og frá okkar bæjar- dyrum séð verður tekist á um það í kosningabáráttunni hvort áfram verður haldið á sömu braut. Nái vinstri menn völdum í landinu eft- ir kosningar munu þeir fyrst og fremst geta geta sameinast um tvennt, að hækka skatta og auka ríkisútgjöld með ýmsum hætti og stöðva þá þróun að auka hlut einkaaðila á markaðnum. Þá mun- um við Íslendingar glutra niður þeim árangri sem við höfum náð á undanförnum árum, s.s. aukin kaupmátt og atvinnuleysi í sögu- legu lágmarki. Það var skemmtilegt að takast á við Helga, rétt eins og aðra stjórn- arandstöðuþingmenn og ég er til að endurtaka svona fund, með honum eða einhverjum öðrum,” segir Birgir Ármannsson. Þingmennirnir í upphafi kappræðnanna ásamt fundarstjóra. AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.