Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 4
Í nóvembermánuði nk. verður þess minnst að 110 ár eru liðin frá því að efnt var til skólahalds í Landakoti. Kirkjan í Landakoti og sjúkrahúsið hafa um langan aldur sett svip sinn á mannlífið í vesturbænum gamla. Ungum og öldnum Vesturbæingum hef- ur lengi verið sú sjón töm þegar þeir fara gangandi eða akandi um Túngötuna. Í ellefu áratugi hafa börn úr hverfinu og víðar að sótt nám sitt í skólann. Haustið 1895 kemur hingað til starfa kaþólskur prestur og sest að í Landakoti. Um það leiti stóð yfir fjársöfnun á vegum Jóns Sveinssonar - Nonna - fyrir sjúkra- húsi fyrir holdsveika sem höfðu þá um langan ekki notið sérstakr- ar aðhlynningar. Sumarið eftir komu til Íslands fjórar systur af reglu sankti Jósefs frá Chambery í Frakklandi til að vinna við hjúkr- un. Ein þeirra var systir Clement- ina. Systurnar hófu að kenna í október og um vorið voru nem- endurnir orðnir ellefu. Þegar á fyrsta ári komu til náms í skólan- um börn sem tilheyrðu þjóðkirkj- unni og þannig hefur það verið æ síðan. Annar skóli í Reykjavík Aðeins einn skóli var starf- ræktur í Reykjavík þegar skólinn í Landakoti tók til starfa. Skóla- skylda var ekki komin á fyrr en með fræðslulögunum 1907. Öll börn þurftu því að greiða skóla- gjöld. Árið 1906 voru 456 börn í skólum í Reykjavík, 70 af þeim voru í Landakoti. Húsnæði hamlaði lengi skóla- haldi og þurfti að hafna umsókn- um svo mikil var aðsókn í skól- ann. Systurnar voru aðalkennarar við skólann, en íslenska var jafnan kennd af íslenskum kennurum. Það var framan af talið skólanum til vansa að þar væri móðurmál ekki kennt af innfæddum en sú gagnrýni hljóðnaði í tímans rás. Systur hætta kennslu Systurnar hurfu frá kennslu í Landakoti eftir veturinn 1969-1970 en þá voru nemendur við skólann 233. Þjónar kirkjunnar sem unnu við skólanna gerðu það jafnan end- urgjaldslaust. Opinberir styrkir til skólans komu ekki til sögunnar fyrr en 1972 í tíð Magnúsar Torfa Ólafssonar menntamálaráðherra. Fimm árum síðar tók Reykjavíkur- borg að styrkja skólann. Pláss fyrir fleiri Á 110 ára afmæli skólans má spyrja sig hvað Landakotskóli hef- ur áorkað síðan og hvort það sé þörf á slíkum skóla í dag? Því er til að svara að verulega þyrfti að bæta aðstöðu við skóla í vestur- borginni ef Landakotsskólanum væri lokað og húsnæði hans nýtt til annars. Í skólanum hafa síð- ustu vetur verið á milli 150 og 160 nemendur frá fyrsta ári ( fimm ára) til loka grunnskólastigsins. Stuðningsaðilar skólans hafa löng- um bent á að skólinn gæti tekið við fleiri nemendum í samræðum við borgaryfirvöld í Reykjavík, en skólinn nýtur aðeins hlutar af meðaltali þess fjár sem greiddur er með hverjum nemenda í grunn- skólum Reykjavíkur. Gömul kirkja sem íþróttahús Skólinn var húsaður upp 1991 og var fjár til nýbygginga aflað með söfnun heima og erlendis. Fyrir fáum árum missti skólinn leikfimishús Íþróttafélags Reykja- víkur en það hafði biskupinn gefið Íþróttafélaginu á sínum tíma með þeirri kvöð að húsið nýttist nem- endum til leikfimiiðkana. Fáir vita að gamla ÍR-húsið var fyrsta kirkja safnaðins í Landakoti. Skólinn er því sem stendur án íþróttaaðstöðu. Byggingarfé skól- ans hefur ekki til þess verið sótt til opinberra aðila, en fyrir fáum árum hét Reykjavíkurborg skólan- um veglegu framlagi til byggingar íþróttahús. Meðan skólinn er án leikfimisaðstöðu sækja nemendur sund af kappi og eru bæði í leik- fimi utan húss á Landakotstúni og í litlum leiksal í kjallara skólans. Gamall skóli með ungan hug Kostir skólans hafa löngum ver- ið taldir smæð skólasamfélagsins og nálægðin við kirkjuna og fyrr á tíð sjúkrahúsið. Börnin voru aðil- ar að samfélagi sem vann af fórn, kærleika og umhyggju. Agi var tal- inn styrkari í skólanum, sem má mest skýra vegna smæðarinnar. Þá var skólinn löngum talinn veita haldbetri kunnáttu í tungumálum en aðrir skólar. Raunin er sú að jafnvel enn þann dag í dag, 110 árum eftir stofnun skólans, er Landakotskóli að fara ótroðnar slóðir og er fylgst vel með hvernig til tekst. Í skólan- um hefst dagurinn með bæn og söng; þar eru kristileg gildi höfð í hávegum. Tungumál og talnalist Tungumálakennsla er enn talin mikilvæg í skólanum eins og áður. Hún hefst strax í 5 ára bekk með kennslu í frönsku og ensku, á mið- stigi bætist við spænska og dans- ka og á unglingastigi geta nemend- ur valið um spænsku og þýsku. Íslenska er áherslusvið innan skólans og hafa nemendur skól- ans náð umtalsverðum árangri á samræmdum prófum. Það hafa þeir líka gert í stærðfræði, en þar fer skólinn líka ótroðnar slóðir. Markmiðið er að gera stærðfræði og aðrar raungreinar skemmti- legar, m.a. í náinni samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Sem dæmi þá hefur svokölluð ólympísk stærðfræði verið sett inn á stundaskrá nemenda, með það að markmiði að auka almennt þekkingu og skilning á stærð- fræði. Reynt er um leið að koma í veg fyrir aðstæður sem hefur loðað við þá sem hafa gaman að stærðfræði að hún sé einungis fyrir einhverja sérvitringa eða svo- kallaða nörda. Af mörgum rótum Það er eftir því tekið að nýbú- ar leita mikið í Landakotskóla. Allt að fimmtungi nemenda við skólann er af erlendu bergi brot- inn. Þessa þróun hefur skólinn reynt að færa sér í nyt með því að skapa fjölmenningarsamfélag innan skólans, þar sem skólinn nýtir sér mismunandi menning- arbakgrunn nemenda til að auka víðsýni allra. Tengsl foreldra og skóla Með góðri samvinnu fást ánægð- ir nemendur og þar með öflugur skóli sem byggir á því viðhorfi að öflug tengsl foreldra og skóla sé lykilatriði að góðum námsárangri. Nýleg könnun Reykjavíkurborgar sýnir að áberandi munur er á við- horfi foreldra til opinbera grunn- skóla borgarinnar, einkarekinna grunnskóla og sérskóla. Áberandi stærra hlutfall foreldra er ánægt með einkareknu grunnskólana. Með því að hafa fjölbreytta flóru skóla, opinbera grunnskóla og einkarekna í mismunandi stærðum er hægt að fylgjast með árangri og viðhorfum foreldra og vellíðan nemenda í skólunum, með það að markmiði að finna leiðir til að geta gert enn betur í framtíðinni. Þannig veita mismun- andi skólaform hvert öðru nauð- synlegt aðhald. Oft er efast um erindi einkarek- inna skóla í samfélagi okkar og þá er eins og fólk gleymi því að þúsundir íslenskra borgara hafa sótt grunnmentun sína í skólahús- in í Landakoti. Aðrir einkareknir skólar hafa ekki síður sinnt sínu hlutverki og má þar fremstan nefna Skóla Ísaks Jónssonar. Nú eru skólar reknir í fleiru en einu bæjarfélagi undir merkjum Hjalla- stefnunnar. Smæð og skólagjöld Þjóðin er nú frekar en nokkru sinni fyrr í bullandi samkeppni við önnur lönd í fyrirtækjarekstri hvort sem við erum að ræða um hátæknifyrirtæki, banka, skóla eða annan rekstur. Til þess að standa vel að vígi í samkeppn- inni, vera skrefi framar en aðrir, ná betri árangri, þarf hvaða rekst- ur sem er að skera sig úr. Í skóla- starfi getur smæð skóla verið nemendum til framdráttar. Smæð skóla á að geta gefið góða yfirsýn þar sem hlúð er að hverjum og einum. Það er forvitnilegt að hugsa til þess að greiðslur með nemendum einkareknu skólanna hafa hing- að til verið lægri heldur en með nemendum í opinberum grunn- skólum Reykjavíkurborgar. Það er megin ástæða þess að foreldrar nemenda í Landakotskóla þurfa að greiða skólagjöld. Nemendur koma víða að Landakotskóli hefur í 110 ár verið mikilvægur og merkur hluti af skólakerfi borgarbúa. Til skólans sækja nemendur einnig úr nágrannasveitarfélögum til að stunda nám. Skólastjórn, skóla- stjóri, kennaralið og annað starfs- fólk, eldri nemendur og þeir sem sitja nú bekki skólans og foreldrar þeirra eru á þessum tímamótu þess fullvissir að Landakots- skóli mun halda áfram að dafna og verði áfram öflugur hlekkur í keðju grunnskólamenntunar í landinu. 4 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006 Landakotsskóli fagnar senn 110 ára afmæli Lífsglaðar skólastúlkur í Landakotsskóla. Landakot komst í eigu kaþólskra seint á nítj- ándu öld. Hingað komu til lands trúboðar en orð þeirra féllu í grýtta jörð - þrjú hundruð ár voru liðin frá því kaþólskur siður var aflagður í land- inu. Trúfrelsi var ekki viðurkennt fyrr en með stjórnarskránni 1874 en þá höfðu nokkrir Íslend- ingar þegar snúist til kaþólskrar trúar. Hádegisverður snæddur í Landakotsskóla. Lesið meira!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.