Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Síða 2
Unnið verður fyrir 11
milljónir króna á lóð
Vesturbæjarskóla
Áætlun um endurbyggingu skóla-
lóða var kynnt fyrir menntaráði
og samþykkt í framkvæmdaráði
í nóvember. Ástand skólalóða er
misgott enda eru margar skólalóð-
ir í Reykjavík komnar á efri ár og
tekur forgangsröðunin mið af því.
Framkvæmt verður við 15 skóla.
Margþætt hlutverk skólalóða er
haft að leiðarljósi og er áætlunin
um endurgerð skólalóðanna unnin
í samráði við Menntasvið. Í fyrsta
lagi er horft til skólalóða sem félags-
legs vettvangs þar sem hlúa þarf
að þörfum einstaklinga og hópa;
í öðru lagi þess að skólalóðin geti
verið vettvangur náms, s.s. fyrir
umhverfisfræðslu; í þriðja lagi eru
skólalóðir vettvangur íbúa hverf-
isins og er þar horft til samstarfs
íbúa og ÍTR; í fjórða og síðasta lagi
er hugað að öryggismálum á skóla-
lóðinni. Unnið verður fyrir um 150
milljónir á árinu 2007 og samhliða
voru skoðaðar áherslur í þriggja
ára áætlun.
Við Vesturbæjarskóla verður
unnið fyrir 11 milljónir króna við
undirbúning og endurhönnun
skólalóðarinnar. Í framhaldi af því
verður gengið frá svæði á austur-
hluta lóðarinnar.
Byggingaframkvæmd-
ir að hefjast við Vestur-
bæjarlaug
Á fundi borgarráðs 5. október
sl. var lagt fram bréf sviðsstjóra
framkvæmdasviðs og íþrótta- og
tómstundasviðs frá 2. nóvember
sl. þar sem óskað er eftir heimild
borgarráðs til að viðhafa forval
vegna fyrirhugaðrar byggingar
yfirbyggðar kennslu- og æfingaað-
stöðu og aðstöðu til heilsubótar
við Vesturbæjarlaug. Borgarráð
samþykkti heimildina og því geta
Vesturbæingar, sem og aðrir, glaðst
yfir því að loks eigi að hefja fram-
kvæmdir við Vesturbæjarlaug. Von-
andi verða búningsklefar og sturt-
ur einnig teknar í gegn, þar er allt
orðið fremur þreytt.
Minna en helmingur
bifreiða á negldum
hjólbörðum
40% bifreiða eru nú á negldum
hjólbörðum í Reykjavík, samkvæmt
mælingu sem Línuhönnun gerði
5. desember sl. Á sama tíma árið
2004 voru hins vegar 53% bifreiða á
negldum hjólbörðum. Ábendingar
til ökumanna um að taka þátt í því
að draga úr svifryki í borginni með
því að hætta að nota nagladekk
hafa því væntanlega verið teknar til
greina. Nagladekk spæna upp mal-
bikið og er helsta orsök svifryks í
Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur
m.a. auglýst í útvarpi þar sem öku-
menn eru beðnir um að leggja sitt
af mörkum til að skapa hreinna
loft. Þær auglýsingar hljóma m.a.
svona: „Minnkum svifryk, öndum
léttar - leggjum nagladekkjunum”,
„Það er ekki skylda að nota nagla-
dekk, öndum léttar - leggjum nagla-
dekkjunum”, „Hugum að heilsunni
- leggjum nagladekkjunum. Reykja-
víkurborg”. Einnig hefur verið aug-
lýst í strætisvagnaskýlum. Segja
má að þetta sé gott og blessað, en
hins vegar er það staðreynd að í
vissum tilfellum eru negld dekk
öruggari, t.d. í ísingu. Eiga bifreiða-
eigendur sem ekki eru með bifreið-
ar á negldum hjólbörðum þá ekki
að nota bifreiðarnar í öryggisskini?
Varla fer nokkur maður eftir því.
Fjölgun gjaldskyldra
bílastæða
Borgarráð hefur samþykkt stækk-
un til bráðabrigða á gjaldskyldu
bílastæði milli Hafnarstrætis og
Tryggvagötu, á svæðinu þar sem
áður var skiptistöð Strætó. Gert
er ráð fyrir að gjaldskyldum stæð-
um fjölgi um allt að 70, sem kemur
sér vel fyrir þá sem eiga erindi í
miðbæinn. Stefnt er að því að bíla-
stæðin verði tilbúin í lok þessarar
viku. Stækkun þessi kemur til móts
við tímabundna fækkun bílastæða
vegna framkvæmda við Austur-
höfn, en þess ber að geta að und-
ir öllu svæðinu sem kennt er við
Tónlistar- og ráðstefnuhús verður
tveggja hæða bílastæðageymsla
sem áætlað er að rúmi um 1600
bíla.
Deilt um lóðarkaup
Borgarstjóri er orðinn tvísaga
um þátt sinn í kaupum á lóð Kjart-
ans Gunnarssonar í Norðlingaholti
fyrir 208 milljónir króna að mati
Dags B. Eggertssonar borgarfull-
trúa Samfylkingarinnar. Dagur
segir málið snúast um að upplýsa
tildrög þess að fallið var frá því
að kæra niðurstöðu matsnefndar
eignarnámsbóta til dómsstóla.
Borgarráð hafði verið sammála um
að fara dómstólaleiðina í apríl sl.
þar sem niðurstaða nefndarinnar
væri órökstudd og allt of há. Við-
snúningur varð hins vegar í sumar
og Kjartani greiddar milljónirnar
án þess að samþykkis borgarráðs
væri leitað. Dagur segir að borgar-
stjóri hafi viðurkennt að það hafi
verið mistök að fara á bak við borg-
arráð í málinu en hefur hingað til
sagt að lögfræðingar ráðhússins
hafi ráðlagt honum að hætta við
málsókn.
Samþykkt deiliskipu-
lags BYKO-reits enn
frestað
Á fundi borgarráðs nýver-
ið var lagt fram bréf sviðsstjóra
skipulags- og byggingarsviðs frá
30. nóvember sl. sbr. samþykkt
skipulagsráðs 29. nóvember sl.
um breytingu á deiliskipulagi svo-
kallaðs BYKOreits, sem afmarkast
af Hringbraut, Ánanausti, Sólvalla-
götu og Framnesvegi. Afgreiðslu
var frestað. Á fundi skipulagsráðs í
lok nóvember var lögð fram tillaga
að deiliskipulagi reitsins en auglýs-
ing stóð yfir frá 18. júlí til og með
29. ágúst 2006. Eftirtaldir aðilar
sendu inn athugasemdir: Fjórir íbú-
ar að Sólvallagötu 82, og Geir Ragn-
arsson f.h. 26 íbúa að Sólvallagötu
80-84. Lögð var fram umsögn skipu-
lagsfulltrúa dags. 9. október 2006
ásamt nýrri tillögu Glámu Kím.
Auglýst tillaga að deiliskipulagi var
samþykkt með þeim breytingum
sem fram koma á nýjum uppdrætti
dags. nóvember 2006 og með vísan
til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Dómkirkjan fær 4
milljón króna styrk
Á fundi borgarráðs 7. desember
sl. var lagt fram bréf sóknarnefnd-
arformanns og sóknarprests Dóm-
kirkjunar frá 17. nóvember sl. þar
sem sótt var um styrk að fjárhæð
4 milljónir króna vegna aukins mið-
borgarstarfs Dómirkjunnar. Borg-
arstjóri lagði fram tillögu þar sem
borgarráð samþykkir að veita 4
milljónir króna styrk til starfsemi
miðborgarprests Dómkirkjunnar
í Reykjavík. Á árinu 2006 verði
greiddar ein milljón króna af liðn-
um ófyrirséð og 3 milljónir króna á
árinu 2007 af styrkjalið borgarráðs.
Styrkurinn er veittur til þeirra verk-
efna sem snúa að samfélagsmál-
um. Í greinargerð með umsókn
Dómkirkjunnar kemur fram að mið-
borgarprestur mun sinna margvís-
legum samfélagsverkefnum, aðal-
lega í miðborginni. Dómkirkjan skal
skila skýrslu til borgarstjóra um
starfsemi miðborgarprests og fram-
vindu verkefna í þágu Reykjavíkur-
borgar þrisvar á því tímabili sem
styrkveitingin nær yfir. Stykveiting-
in var samþykkt.
Andmæli við stöðvun
Lögð voru fram á fundi skipu-
lagsráðs andmæli Leiguíbúða ehf.
vegna ákvörðunar byggingarfull-
trúa um stöðvun framkvæmda á
Bergstaðastræti 16. Einnig var lögð
fram umsögn lögfræði og stjórn-
sýslu dags. 5. nóvember 2006.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu
var samþykkt.
Endurnýjun
Lækjartorgs
Lagt var fram á fundi skipulags-
ráðs bréf borgarstjóra vegna eft-
irfarandi bókunar sem samþykkt
var að vísa til skipulagsráðs. “Borg-
arstjórn samþykkir að leitað verði
samstarfs við Landsbankann/
Landsafl um endurskipulagningu
og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar
uppkaupa Landsbankans/Landafls
á Hafnarstræti 20. Þannig má nýta
þau einstöku tækifæri sem skapast
við niðurrif hússins til að tengja
saman gamla miðbæ Reykjavíkur
og hið nýja austurhafnarsvæði þar
sem nýjar höfuðstöðvar Lands-
bankans og hið glæsilega Tónlist-
ar- og ráðstefnuhús munu rísa á
næstu árum.” Tillögunni var vísað
til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Kröfu um ógildingu
deiliskipulags
Skildinganess hafnað
Lagður var fram úrskurður
úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála frá 14. nóvember
2006 á fundi skipulagsráðs, varð-
andi kæru vegna breytts deiliskipu-
lag Skildinganess. Úrskurðarorð
var það að hafnað var kröfu
kærenda um ógildingu á samþykkt
skipulags- og byggingarnefndar
Reykjavíkur frá 18. febrúar 2004
um breytt deiliskipulag Skildinga-
ness, sem staðfest var í borgarráði
hinn 24. febrúar 2004.
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík
Sími: 511 1188 • 561 1594
Fax: 561 1594
Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933
Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is
Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
Netfang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson
Umbrot: Valur Kristjánsson
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dreifing: Íslandspóstur
12. tbl. 9. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ.
S T U T T A R
B O R G A R F R É T T I R
F regnir berast nú af því að jólagjöfin í ár sé pels. Það hljómar sérkennilega í ljósi þeirra staðreynda að mikill meirihluti lands-manna hefur ekki efni á slíkum munaði, en það staðfestir að launa-
munur í landinu fer hraðvaxandi. Sumir þurfa á aðstoð að halda til að
geta haldið jól og haft til hnífs og skeiðar og þar er Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur að vinna þakklátt starf í samstarfi við Hjálparstarf kirkj-
unnar. Jóhannes Jónsson í Bónus afhenti í vikunni mæðrastyrksnefnd
og Hjálparstarfi kirkjunnar gjafabréf upp á 21 milljón króna. Þeir mat-
arpakkar eru til styrktar þeim sem oft mega sín minnst í þjóðfélaginu.
Sannarlega má segja um þessar gjafir að sælla er að gefa en þiggja.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Hjálparstarf kirkjunnar munu veita
sameiginlega jólaaðstoð í desember um allt land. 1.400 heimili leituðu
til hjálparstarfsins fyrir síðustu jól, en starfsmenn þess verða í Sætúni
8 í Reykjavík fyrir þessi jól. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar segir starfið fari fram um allt land. Matarkassar séu sendir fólki
úti á landi og þá sérstaklega um jólin.
Umburðarlyndi í umferðinni
Þær fregnir berast nú þegar mesta skammdegið er að hellast yfir landsmenn um að fólk sé að látast í umferðarslysum. Þetta eru alltaf skelfilegar fregnir. Of oft er orsök þessara slysa glannaakst-
ur, ekið yfir óbrotna línu á miðju vegar eða stöðvunarvarskyldu ekki
sinnt, og slíkt er auðvitað ekki hægt að líða. Íslendingum skortir oft
umburðarlyndi í umferðinni og gætu margt lært af öðrum Norðurlanda-
búum í þeim efnum, ekki síst Dönum. Það væri verðugt áramótaheit
að strengja þess heit að sýna öðrum ökumönnum umburðarlyndi á
nýju ári.
Jólahátíðin
J ól hefjast aðfarakvöld 25. desember. Þau eiga sér á norðurslóðum ævaforna sögu tengda vetrarsólhvörfum. Nafnið er norrænt, og er einnig til í fornensku. Frummerking þess er óljós. Ekki er vitað
nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið, sennilega með
fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig þau voru
haldin, nema að þau voru “drukkin” með matar- og ölveislum. Buðu
íslenskir höfðingjar oft fjölmenni til jóladrykkju. Norræn jól féllu síð-
ar saman við kristna hátíð. Svipuð kristnun heiðinna hátíða um þetta
leyti hafði áður átt sér stað suður við Miðjarðarhaf, og var þá ýmist
minnst fæðingar Krists eða skírnar. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast
á að minnast fæðingarinnar 25. desember en skírnarinnar og tilbeiðslu
vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Helgi
aðfangadagskvölds á rót sína í vöku sem almenn var kvöldið fyrir
katólskar stórhátíðir enda var oft talið að sólarhringurinn byrjaði á
miðjum aftni klukkan sex. Fasta fyrir jól var einnig lögboðin, stundum
miðuð við Andrésmessu 30. nóvember, en oftast fjórða sunnudag fyrir
jól. Þaðan eru sprottnir aðventusiðir síðari tíma. Mikil þjóðtrú tengist
jólum og jólaföstu í miðju íslensku skammdegi. Grýla er þekkt sem
flagð frá 13. öld og er á 17. - 18. öld barnaæta tengd jólunum. Fyrst
fréttist af jólasveinum á 17. öld sem afkvæmi Grýlu og miklu illþýði.
Þeir taka nokkuð að mildast á 19. öld, koma þá ýmist af fjöllum eða af
hafi, eru oftast 9 eða 13. Spurnir eru af rúmlega sjötíu jólasveinanöfn-
um. Seint á 19. öld tekur eðli jólasveina og útlit að blandast dönskum
jólanissum annarsvegar en evrópskum og amerískum jólakarli hinsveg-
ar. Hvað svo sem segja má um forna jólasiði eru nú tæpar tvær vikur
til fæðingahátíðar frelsarans, hátíðar sem miklu fleiri en kristnir menn
hafa gert að sinni hátíð. VESTURBÆJARBLAÐIÐ vonar einlæglega að
þá ríki friður og eindrægni í hugum fólks og sendir öllum hugheilar
jóla- og nýárskveðjur.
Gleðileg jól!
Geir A. Guðsteinsson
Þakklátt starf
mæðrastyrksnefnda
Vesturbæingar
Vesturbæingar ættu að sýna
gott fordæmi með auknu
umburðarlyndi í umferðinni.
Þá eigi fleiri gleðileg jól!
DESEMBER 2006