Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Page 5
5VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2006
Margt er um að vera í Þjóð-
minjasafni Íslands á Melunum og
desember er einn viðburðaríkasti
mánuður ársins. Jóladagskráin
hófst 10. desember sl. með opn-
un yndislegrar lítillar jólasýning
á Torginu sem nefnist “Sérkenni
sveinanna.” Gegnum sýninguna
geta börnin áttað sig á því sjálf
hvað hin skrýtnu þjóðlegu jóla-
sveinanöfn þýða. Á Veggnum
stendur yfir ljósmyndasýningin
“Hátíð í bæ” með myndum Ingi-
mundar og Kristjáns Magnússona
af jólahaldi sjöunda áratugar-
ins. Þar er ýmislegt sem kemur
börnum í jólaskap og fullorðna
fólkið ætti að þekkja hina sönnu
jólastemmingu bernsku sinnar.
Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins er
alveg sérlega fjölskylduvæn og
ekki spurning hvert er best að
fara með börnin. Jólasveinarnir
byrjuðu að koma sl. þriðjudag
þegar Stekkjarstaur lagði af stað
af fjöllum. Síðan koma jólasvein-
arnir til byggða hver af öðrum og
allir líta þeir við í Þjóðminjasafn-
inu stundvíslega klukkan 11.00
á hverjum einasta morgni fram
að jólum. Það verður meira að
segja opið sérstaklega á aðfanga-
dag milli kl. 11.00 og 12.00 að taka
á móti Kertasníki sem kemur síð-
astur!
18 ár eru síðan Þjóðminjasafn
Íslands tók sig í fyrsta sinn til og
bauð hinum “alvöru” íslensku
jólasveinum formlega í heimsókn
fyrir jólin. Síðan þá eru þeir orðn-
ir fastagestir hjá Þjóðminjasafn-
inu en þeir koma alltaf á réttum
tíma. Fyrir nokkrum árum rann
Grýlu til rifja hvað strákarnir voru
tötralega til fara. Þegar Þjóðminja-
safnið innti þá eftir þessu sögðust
þeir reyndar eiga rauð spariföt
sem þeir skiptust á að nota en
væru samt í harðri samkeppni við
hinn ameríska “gervijólasvein”
eins og þeir kölluðu hann. Því fékk
Þjóðminjasafnið íslenska hönnuði
og handverksfólk til liðs við sig
um að gera ný föt handa sveinun-
um svo þeir gætu litið sómasam-
lega út fyrir jólin. Í framhaldi af
því fengu bæði þeir og foreldrar
þeirra nýjan alklæðnað frá hvirfli
til ilja, úr vaðmáli, gærum, flóka
og íslenskri ull. Hinir sönnu jóla-
sveinar koma því í Þjóðminjasafn-
ið, þeir eru vel klæddir og fötin
þeirra íslensk yst sem innst.
Jólasveinar í íslenskum
fötum í Þjóðminjasafninu
alla daga til jóla!
Hátíðargleði á Skrúði
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
0
7
3
8
Jólabrunch í hádeginu alla sunnudaga. Verð 2.200 kr.
Njóttu aðventunnar í notalegu umhverfi á Skrúði. Jól á
öllum borðum í hádeginu og á kvöldin.
Verð 5.200 kr. á kvöldin og
3.200 kr. í hádeginu.
Hefst 24. nóvember.
Borðapantanir í
síma 525 9970.
Það er margt að sjá í Þjóðminjasafninu þó það tengist ekki jólum, s.s.
baðstofu eins og þær tíðkuðust fyrr á öldum.
Jólatónleikar tónskólans Do
Re Mi, sem er með höfuðstöðvar
í Frostaskjóli, voru haldnir sl.
laugardag. Það voru mjög fjöl-
breyttir og metnaðarfullir tón-
leikar þar sem margt efnilegt
tónlistafólk kom fram.
Tónskólinn Do Re Mi hóf starf-
semi árið 1994. Hann hefur síð-
an stöðugt verið að auka umsvif
sín, og nemendafjöldi fer stöðugt
vaxandi. Vilberg Viggósson, skóla-
stjóri, segir að verið sé að auka
tónlistakennsluna í grunnskólun-
um á morgnanna en alls stunda
um 210 nemendur nám í Do Re Mi
og kennarar eru 18 talsins. Nýlega
var samið um það að Do Re Mi
tæki við allri tónlistarkennslu í
Landakotsskóla, og þar með er
skólinn í samstarfi við alla grunn-
skólana í Vesturbænum.
Vilberg Viggósson skólastjóri
segir að það sé langtímamarkmið
að leikskólarnir fái ákveðið tón-
listaruppeldi, þar er framtíðin og
áhrifaríkast að byrja sem fyrst.
En fyrst þurfi að endurskipuleggja
tónlistarnám í forskólanum og
samræma það því tónlistarnámi
sem við taki þegar börnin komi í
grunnskóla.
Do Re Mi í Neskirkju
Nemendur forskóla tónskólans Do Re Mi leika lagið “Jólaljós” við
upphaf jólatónleika skólans í Neskirkju.
Gleðileg jól og
þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða
Þar sem besta krydd
í heimi fæst!
Leiðrétting.
Þau leiðu mistök áttu sér
stað í síðasta Vesturbæjar-
blaði að nafn eiganda Salon
Reykjavík á Grandagarði mis-
ritaðist í myndatexta, átti það
að vera Arnar Tómasson.
Beðist er velvirðingar á
þeim mistökum.