Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 10
Nú standa Seltirningar og Vestur-
bæingar andspænis miklum breyt-
ingum á lífsgæðum ef verslun Bón-
us fer af Seltjarnarnesi. Þetta er
mat Arnþórs Helgasonar og Bjarna
Dags Jónssonar. Eins og skipulagið
hefur þróast er nú aðeins gert ráð
fyrir íbúðabyggð á Hrófsskálameln-
um. Samkeppnin sem haldin var
um skipulag á Melnum fyrir nok-
krum árum gerði ráð fyrir bland-
aðri byggð, íbúðum og þjónustu-
fyrirtækjum. Það skipulag hefur
verið lagt til hliðar. Lóðin er nú
í eigu Íslenskra aðalverktaka og
þeir hafa einungis leyfi til að reisa
þar íbúðarhúsnæði. Má segja að
verslunarrekstur hafi verið skipu-
lagður út af Melnum og út úr bæj-
arfélaginu.
Þess vegna hefur Þyrping sótt
um að fá að gera 2,2 hektara land-
fyllingu út frá Norðurströnd, m.a
fyrir Bónus verslun, Hagkaup og
fleiri þjónustufyrirtæki. Um leið
verður bílaumferð létt af Nesvegi
sem er fyrst og fremst íbúðagata
og stórlega dregur úr umferð um
Eiðistorgið, íbúum til hagsbóta.
Þeir sem hafna landfyllingunni
og nýrri verslunar- og þjónustu-
miðstöð hafa margir ekki áttað
sig á þessu: að Bónus er að öllu
óbreyttu eftir niðurstöðu skipu-
lags- og mannvirkjanefndar að
hætta starfsemi á Seltjarnarnesi.
Engar lóðir eru til í bænum fyrir
sambærilega verslun, ekki heldur í
vesturhluta Reykjavíkur.
Þess vegna hefur verslunarfyr-
irtæki, sem er ár eftir ár kosið
vinsælasta fyrirtæki á Íslandi og
hlaut neytendaverðlaun Neytenda-
samtakanna 2006, verið hafnað af
forráðamönnum Seltjarnarnesbæj-
ar og einhverjum hópi íbúanna.
Er þetta skynsamleg niðurstaða,
spyrja þeir Arnþór og Bjarni Dag-
ur, sem jafnframt velta vöngum
yfir því hvort framfarasinnaðir íbú-
ar á Nesinu eigi að ráða ferðinni
eða þessi fræga Framkvæmda-
Varnar-Nefnd Seltjarnarness!
Ef verslun Bónus fer af Nesinu
verður um langan veg að fara í
næstu Bónusverslun, s.s. upp á
Laugaveg 59, inn í Holtagarða,
Skútuvog eða í Kringluna.
10 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006
Af hverju
Framnesvegur?
Nöfn gatna í Reykjavík, og
þar með Vesturbæ, eiga sér oft
skýringar eða forsendur, en
ekki alltaf. Stundum eru götur á
ákveðnu svæði kenndar við ein-
hver samheiti, t.d. trjátegundir,
eins og Víðimelur, Reynimelur,
Birkimelur eða Furumelur, eða
við öldur hafsins eins og Öldu-
gata, Bárugata, Ránargata, Drafn-
arstígur eða Unnarstígur.
Framnesvegur er í Vesturbæ
Reykjavíkur. Þegar farið var vest-
ur á Seltjarnarnes forðum var það
kallað að fara fram á Nes. Aðalleið-
in var því nefnd Framnesvegur og
var í framhaldi af Vesturgötunni.
Gatan tengdi saman Vesturgötu og
Bráðræðisholtið en síðan lá leiðin
um Eiðsgranda og fram eftir.
Við Framnesveg 3 reisti Þor-
steinn Sveinsson, járnsmiður,
smiðju 1875 og fljótlega reis þar
íbúðarhús. Við Framnesveg 4 reisti
Oddgeir Björnsson steinbæ 1864.
Var hann jafnan við hann kenndur
og nefndur Oddgeirsbær, en hann
var rifinn 1977. Einn kunnasti sjó-
sóknari í Vesturbænum á sinni tíð,
Þórður Pétursson stjúpsonur Odd-
geirs, bjó lengi í Oddgeirsbæ. 1891
reisti Snæbjörn Jakobsson, stein-
smiður, steinbæ við Framnesveg 9
og var hann nefndur Framnes.
Við Framnesveg.
AUGL†SINGASÍMI
511 1188
895 8298
Tillaga Þyrpingar af landfyllingunni og Eiðistorginu.
Þverrandi lífskjör í Vesturbæn-
um við brotthvarf Bónuss!
Óskum öllum gleðilegra
blóma-jóla og glitrandi nýs árs
Starfsfólk
Blómagallerís
Hagamel 67