Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 12

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 12
12 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006 Gert er ráð fyrir nærri 14 mil- ljarða króna afgangi af rekstri borgarsjóðs 2007. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar var nýlega kynnt af borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, en gert er þar ráð fyrir rúmlega 13,7 milljarða króna rekstarafgangi á næsta ári samanborið við rúmlega 1 milljarðs króna halla á þessu ári. Áætlað er að skatttekjur hækki en rekstargjöld lækki miðað við yfirstandandi ár. Heildartekjur A-hluta eru áæt laðar 52 .174 mi l l jónir króna samanborið við 49.110 milljónir á þessu ári, sem er 6,2% hækkun milli ára. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði eru áætluð 50.593 milljónir samanborið við 52.799 milljónir á þessu ári sem er 4,2% lækkun milli ára. Breyting á lífeyrisskuldbindingu vegna sölu á eignarhlut borgarinnar í Lands- virkjun vegur þyngst í þessu sam- bandi. Borgarstjóri segir að fjárhags- áætlunina endurspegla nýjar áherslur í rekstri Reykjavíkur- borgar og þann skýra vilja til breytinga sem fram hafi komið í niðurstöðum síðustu kosnin- ga og hún endurspegli að nýr meirihluti hafi tekið við völdum í Reykjavík. Þessi fjárhagsáætlun einkennist þannig af kröfunni um aukna ábyrgð í fjármálum og aukinn árangur við rekstur bor- garinnar þannig að Reykjavíkur- borg verði enn betri borg. Ný íbúða- og atvinnusvæði “Fjárhagsáætlunin endur- speglar stóraukna áherslu á uppbyggingu í borginni og þann eindregna vilja nýs meirihluta að tryggja að allir sem það vilja eigi þess kost að byggja, búa og starfa í Reykjavík. Ný íbúðah- verfi, ný atvinnu-svæði, samhliða uppbyggingu á eldri svæðum er merki þessara nýju áherslna, auk þess sem fjárhagsáætlunin endurspeglar nýjar lausnir í sam- göngumálum, stóraukna áherslu á gæði og fegrun þess umh- verfis sem við búum í. Fjárhag- sáætlunin endurspeglar einnig nýja tíma í mál-efnum barna og fjölskyldna í borginni. Þannig hafa leikskólamálin og málefni yngstu íbúanna nú fengið aukna athygli, auk þess sem leikskólagjöldin hafa lækkað verulega. Þjónusta við grunnskólabörn er efld og sérstök áhersla verður lögð á betri aðstöðu barna og unglinga í borginni til útivistar og tómstun- da,” segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri. Í fjárhagsáætluninni er kynnt frístundakort sem tryggja mun öllum börnum, óháð efnahag foreldra, aðgang að uppbyggilegu tómstundastarfi. Þessi fjárhags- áætlun endurspeglar einnig þann mikla metnað sem nýr meirihluti hefur í málefnum eldri borgara. Fjárhagsþróun í rétta átt - jákvæð peningaleg staða Fjárhagsáætlunin sýnir að skul- dir umfram peningalegar eignir (hreinar skuldir) sjóða í A-hluta Reykjavíkurborgar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða að undanskilinni lífeyris- skuldbindingu verður 4,6 millj- arðar króna en þar er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú stærð er jákvæð. Sjóðir í A-hluta sýna hagnað að fjárhæð 13,7 milljarða króna. Þar munar mestu um hagnað af sölu á eignarhlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun en ákvörðun nú- verandi borgarstjórnarmeirihluta um söluna hefur afgerandi áhrif á rekstur og stöðu borgarinnar í náinni og fjarlægri framtíð. Með sölunni á eignarhlutanum í Landsvirkjun næst að lækka lífeyrisskuldbindingu borgarinnar sem leiðir til þess að rekstrargjöld Aðalsjóðs og ráðstöfun skatttekna til lífeyrisgreiðslna munu lækka verulega í framtíðinni. Með þes- sari ákvörðun hefur fjárhagsstaða borgarinnar verið treyst og við það skapast aukið svigrúm til athafna. Launakostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri borgarinnar og er sá kost- naður sem hefur vaxið hve mest á undanförnum árum. Að með- talinni breytingu á lífeyrisskuld- bindingu á milli ára nemur launa- kostnaður í áætlun ársins 2007 um 67,8% af skatttekjum. “Kjarasamningar sem gerðir voru í kr ingum áramótin 2005 og 2006 leiddu til mikilla launahækkana og hækkunar á lífeyrisskuldbindingu sem veldur því að launakostnaður að meðta- linni breytingu á lífeyrisskuldbind- ingu er um 81% af skatttekjum ársins 2006. Þrjú árin þar á undan var launakostnaður að jafnaði um 73% af skatttekjum. Salan á eignarhlutnum í Landsvirkjun hefur því af-gerandi áhrif bæði á fjárhagsstöðu og kostnaðarþróun í rekstri borgarinnar,” segir borg- arstjóri. Markmið fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar er að gera enn betri borg Borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007. Thorvaldsensfélagið var stofn- að 19. nóvember 1875 og er því elsta kvenfélag landsins. Það hefur alla tíð haft mörg járn í eldinum við fjáröflun, svo sem rekstur Thorvaldsensbazars í Austurstræti 4, útgáfu og sölu jólamerkja, jólakorta, gjafakorta og minningarkorta. Einnig hefur félagið útgáfu- og dreifingarrétt á bókinni Karíus og Baktus, eftir Torbjörn Egner, á Íslandi. Thor- valdsensfélagið hefur alla tíð borið hag barna fyrir brjósti, lét meðal annars byggja vöggustofu árið 1963 og dagheimili 1968 sem félagið gaf til borgarinnar. Í áraraðir hefur Thorvaldsens- félagið styrkt barnadeildina sem var á Landakoti og síðar á Land- spítalnum til tækjakaupa og ann- arra hluta er þörf hefur verið á, en eftir að þær voru lagðar niður stofnaði félagið sérstakan sjóð við Barnaspítala Hringsins til styrktar sykursjúkum börnum og ungling- um með 10 milljón króna framlagi. Félagið styrkir einnig fjölskyldur veikra barna, unglingastarf, vímu- varnir á vegum félagsins Vímu- laus æska og margs konar lands- safnanir. Guðrún Jónsdóttir, ritari félags- ins og meðlimur í kortanefnd, seg- ir að basarinn í Austurstræti sé opinn alla daga en þessa dagana leggi félagskonur sérstaka áherslu á sölu jólakorta en kortið er prýtt mynd eftir listakonuna Kristínu G. Gunnlaugsdóttur. Ennfremur sé verið að selja jólamerki, en það prýðir sama mynd og jólakortið. Full ástæða er til að hvetja fólk til að styðja starfsemi Thorvaldsenfé- lagsins með kaupum á jólakortum og jólamerkjum. Á innsíðu kortsins má m.a. lesa ljóð eftir sr. Hjálmar Jónsson. Fyrsta erindið er svohljóðandi: Svalt er á heimsins hjarni og hverfandi skjól en lífið brosir við barni sem birtist um jól. Jólakortasala Thorvaldsensfélags- ins til styrktar veikum börnum Guðrún Jónsdóttir, ritari Thorvaldsensfélagsins, með jólakort sem félagið hefur nú til sölu.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.