Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Síða 13

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Síða 13
13VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2006 Borgarbúar ættu að fylgjast vel með því sem gerist á næstunni þegar nýr borgarstjórnarmeiri- hluti kynnir fjárhagsáætlun næsta árs. Við sáum þess ákaflega fá merki að við hafi tekið metnað- arfullur meirihluti sem þyrstir í að hrinda í framkvæmd málum sínum, því fátt hefur vakið athygli þessa mánuði sem íhald og fram- sókn hafa verið við völd. Við vitum að áform um gjaldfrjálsan leikskóla hafa verið sett á ís og verður Björn Ingi Hrafnsson að gleypa það kosningaloforð sitt í heilu lagi. Það er mál sem við hefðum sett á oddin og höfðum gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun okkar. Ég spái því að fjárhagsá- ætlun verði lokað með miklum mínus á næsta ári og Reykjavík- urlistanum kennt um ,,óstjórn”, en minni þá á að við lokuðum all- taf fjárhagsáætlunum hvers árs á sléttu svo engu skeikaði. 100 milljónir í eina formannstign Borgarbúar fá að gjalda skipt- ingu á menntaráði dýru verði, nýtt leikskólaráð handa Þorbjörgu Helgu kostar skattborgarana 100 milljónir króna á fjórum árum! Það eina sem þau hafa látið frá sér fara að auki um skólamál er að bæta 200 milljónum króna í einkarekna skóla og dagforeldra (án tryggingar um lækkun gjald- skrár) og verður fróðlegt að sjá hvort þeir peningar verði teknir af almenna skólakerfinu. Þá þurf- um við að sjá hvernig úrbótum á skólalóðum vegnar, en þar vorum við með 100 milljóna átaka á ári. Allir flokkar hafa hins vegar sam- einast um að vinna að ,,frístunda- korti” sem er annað nafn á aukin fjárframlög til tómstundamála, en þar höfðum við gert ráð fyrir 100 milljónum króna. Hvað er hægt að gera fyrir 25 milljónir á ári? Nýja leikskólaráðið sem stofnað var gegn öllum óskum fagstétta, hagsmunaaðilja og þeirra sem til þekktu kostar 25 milljónir króna á ári (fyrir utan þann stofnkostnað vegna skipulagsmála sem féll til á þessu ári). Sem gamall formaður menningar- og menntaráðs get ég sagt ykkur hvað ég hefði getað látið mér detta í hug fyrir þessa peninga: * Ókeypis á Listasafn Reykjavík- ur fyrir alla Reykvíkinga, 8 milljón- ir króna á ári. * Sérstakur stuðningur við lista- smiðju grunnskólanna í Fellaskóla sem við stofnuðum, 5 milljónir króna til að enn fleiri krakkar fái leiðsögn og stuðning í listnámi. * Aukið framlag í íslensku- og samfélagskennslu fyrir börn af erlendum uppruna og þróun á námsefni: 10 milljónir króna. * Þá eru eftir 2 milljónir króna sem hefði mátt setja í púkkið til að styðja við Tónlistarþróunar- miðstöðina úti á Granda. Starfsáætlanir okkar! Þegar við í Samfylkingunni ber- um saman bækur úr hinum ýmsu ráðum og nefndum má sjá að tíðindaleysið er allsráðandi. Til dæmis samþykktum við Samfylk- ingarfólk starfsáætlun næsta árs í mennta- og menningarmálum, því þetta voru okkar starfsáætlanir endurbornar! Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæj- ar að íhaldið kynnti bara starfsá- ætlanir R-listans, en við fögnum því auðvitað! Nú sit ég ásamt Svandísi Svav- arsdóttur, Júlíusi Vífli og Þor- björgu Helgu ásamt fleirum á ,,heilastormsfundum” um nýja menntastefnu, sem er svo sem frískandi, en mér þykir vænt um hve góð og gild stefna okkar frá fyrra kjörtímabili er á meðan. Ég spái að ekki verði mikil frávik í framtíðinni frá 1) stefnu um sjálf- stæða skóla, 2) stefnu um ein- staklingsmiðað nám 3) skóla án aðgreiningar 4) samstarf skóla og grenndarsamfélags, en þetta eru máttarstólpar í okkar stefnu. Íhaldið minnist hins vegar ekk- ert á að skipta borginni í 8 skóla- hverfi sem var upphaf og endir í öllum ræðum Guðrúnar Ebbu og Björns Bjarnasonar á síðasta kjör- tímabili og meginatriði í stefnu þeirra! Orkuveitan og samráð við umhverfisverndarfólk Ég sit í stjórn Orkuveitunnar og hef sett mig inní og fylgst með áhyggjum fólks vegna fyrirhug- aðra virkjanaframkvæmda á Hell- isheiði. Ég fór með hestamönnum um Ölkelduháls og skoðaði hvera- svæðið með Fjallaleiðsögumönn- um, auk þess sem ég fékk menn frá OR til að fara með mér um svæðið og skoða með þeirra gler- augum. Eftir áramót fara þessar nýju virkjanir í umhverfismat og mikilvægt að allir sem vilja koma sínu á framfæri taki vel eftir. Ég er ánægður með hvernig OR hef- ur tekið á málum, að sinni, sam- ráðsfundir hafa verið haldnir og fleiri boðaðir, sjónarmið útivistar- fólks, umhverfisverndarsinna og annarra sem að koma rækilega könnuð. Næstu virkjanir eiga að vera við Hverahlíð og í nágrenni við Ölkelduháls. Ég tel Hverahlíð þokkalega traustan kost, en vanda verði mjög til verka við Ölkeldu- háls og forðast meiri spjöll en orð- ið hafa þar vegna orkulínu sem þar var lögð á vegum Landsvirkj- unar fyrir nokkrum árum. Nýtt orkuver OR á þessum slóðum getur ekki risið nema í víðtækri sátt um að vernda þessi svæði og ég hygg að í stjórn OR muni nást samstaða um að vanda sérlega vel til verka. Að minnsta kosti mun ég beita mér fyrir því af öllu afli. Vinnumiðlun tekin til starfa Mestu tíðindin koma oftast úr þeirri átt sem illra veðra er von. Vinnumiðlun Framsóknarflokks- ins virðist mjög öflug innan borg- arkerfisins og augljóst að við þurfum að halda til haga þeim vinagreiðum. Frelsarinn fæddist í jötu, framsóknarmenn éta bara úr henni! Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Forystuvandi í borgarstjórn Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. �������������������������������������������������� ������������������������������������� ����������������������� ������������ ���������������������������������������������������������� ������������ ������������������������������������������������������� ����������� Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.