Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Side 15

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Side 15
Uppeld ismál ha fa uppá síðkastið fengið meira og meira vægi í umræðu um samfélags- mál. Hvernig uppeldi börnin okkar fá, er og hefur verið afar þýðingarmikið. Sífellt fjölbreytt- ari heimsmynd reynir á hæfni okkar til að lifa lífinu og því skiptir máli hvernig við erum í stakk búin til að takast á við líf- ið og tilveruna með öllum þeim tilbrigðum sem þar er að finna. Uppeldi er ekki einfalt og því mikilvægt að allar hliðar þess séu skoðaðar þannig að sem bestur árangur náist. Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnin forvarnarstefna er leggur sérstaka áherslu á uppeldishlut- verkið og þar með ábyrgð for- eldra á börnum sínum. Til þess að styðja við bakið á foreldrum í þessu mikilvæga hlutverki mun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar bjóða uppá fræðslu um uppeld- ismál. Nýverið var stigið mik- ilvægt skref í þá átt með sam- starfi við Miðstöð heilsuverndar barna og námskeiðshaldi um uppeldi barna. Fyrsta námskeiðið fór fram í Vesturgarði í nýliðnum nóvem- ber mánuði. Námskeiðið er hluti af heildstæðu fræðsluátaki um uppeldi fyrir foreldra, í tengsl- um við almenna heilsuvernd barna (Agi til forvarna - Uppeldi sem virkar). Verkefnið hófst á Miðstöð heilsuverndar barna með viðhorfskönnun meðal for- eldra og útgáfu bæklingsins Agi, uppeldi og hegðun sem nú er notaður við foreldrafræðslu í ung- og smábarnavernd á lands- vísu. Verkefnið stóð einnig að þýðingu og útgáfu Uppeldisbók- arinnar sem efni námskeiðsins byggir að miklu leyti á. Leið- beinendur á námskeiðinu voru Helga Arnfríður, sálfræðingur í Vesturgarði og Sólveig Þórhalls- dóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð Seltjarnarness. Á námskeiðinu er meðal annars farið í eftirfarandi þætti: I. Hvað hefur áhrif á hegðun barna? II. Hvernig lærist hegðun? III. Hvernig er hægt að kenna hegðun eða stjórna henni? IV. Hvað er „góð” hegðun og hvað „slæm” hegðun? Í þessu blaði er að finna upp- haf að greinarflokki sem bygg- ist á sama e f n i o g fjallað var um á ofan- g r e i n d u námskeiði. Verða grein- arnar birtar undir yfir- s k r i f t i n n i , , U p p e l d i sem virk- ar, færni til framtíðar”. Munu ráð- gjafar þjónustumiðstöðvarinnar skiptast á að leggja fram efni í greinarflokkinn. Er það von und- irritaðs að þetta verði til þess að örva umræðu um uppeldis- mál á heimilum í Vesturbænum og að þannig megi styðja betur foreldra til þess að verða enn betri uppalendur. Óskar Dýrmundur Ólafsson Framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar 15VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2006 Betri uppalendur Haustið 2006 hefur Náttúru- skóli Reykjavíkur boðið upp á útikennslu fyrir hvert stig grunn- skólans á grænum svæðum borgar- innar. Markmiðið er að vinna með nemendum og kennurum þeirra úti í náttúrunni, að opna augu þátt- takenda fyrir umhverfi sínu í gegn um útikennslu og að nýta opin svæði Reykjavíkur til fræðslu fyr- ir skólabörn. Náttúruskólinn er samstarfsverkefni menntasviðs og umhverfissviðs Reykjavíkurborg- ar og er útikennsla þar sem börn- in reikna og vinna ýmsar skemmti- legar þrautir í náttúrunni. Dagskráin á vegum Náttúruskól- ans er öllum grunn- og leikskólum borgarinnar að kostnaðarlausu. Skólar greiða fyrir flutning nemenda sinna og kennara til og frá kennslu- stað þar sem verkefnisstjóri Nátt- úruskólans tekur á móti hópnum. Verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykja- víkur sér um fræðsluna en ætlast er til að kennari fylgi hópnum, taki þátt í vinnunni og sé nemendum innan handar. Nemendur koma sjálf- ir með nesti en Náttúruskólinn býð- ur upp á heita hressingu í hléi. Einn rigningardaginn í haust hélt hópur nemenda úr Tjarnarskóla inn í Elliðaárdal og tóku þau þar þátt í stærðfræðiratleik fyrir nem- endur unglingastigsins sem Nátt- úruskólinn hafði veg og vanda af. Ratleikurinn byggist á fjölbreytt- um stærðfræðiverkefnum þar sem fléttað er saman umhverfi og sögu Elliðaárdalsins og uppgötvunum helstu stærðfræðinga sögunnar. Unnið var með flatarmál hyrninga, hæðarmælingar og þvermál, ummál og radíus hrings. Jafna Pýþagóras- ar kemur við sögu en þó er ekki nauðsynlegt fyrir nemendur að hafa kynnst henni áður. Náttúruskólinn útvegaði öll gögn sem nauðsynleg eru til vinnunnar og fengu nemendur þau afhent í upphafi dagsins. Hópnum var skipt í 5-6 manna sem tókust á við ýmiss verkefni, m.a. að mæla hæð gömlu Elliðaárbrúanna með málband að vopni. Það var býsna fróðlegt að fylgjast með úr fjarlægð hvernig tek- ist var á við það verkefni. Kannski í Tjarnarskólahópnum hafi leynst einhverjir verkfræðingar framtíðar- innar. Stærðfræðiratleik í Elliðaárdal Óskar Dýrmundur Ólafsson. Veist þú hver gefur út Bæk- urnar að vestan? Svarið er í Bóka- tíðindum Desembersvali Skemmtibók með stuttum smásögum, ferðasögu frá París og mörgum krossgátum Hafliði Magnússon Skoðaðu líka Vestfirsku bókabúðina á thingeyri.is Lagt af stað í stærðfræðiratleik. Borgarskjalasafn Reykjavíkur hvetur borgarbúa til að senda vinum um allan heim gömul íslensk jólakort í tölvupósti, en senn líður að jólum og tími jóla- kortana að ganga í garð. Borg- arskjalasafn Reykjavíkur býður nú öllum að senda rafræn jóla- kort á vefnum sér að kostnað- arlausu. Kortin eru krúttleg og gamaldags, flest frá fyrri hluta 20. aldar og hægt að senda með jólakveðju á yfir 25 tungumálum. Þetta er þriðja árið sem Borgar- skjalasafn býður upp á rafræn jólakort og hafa þau mælst mjög vel fyrir. Í fyrra voru 10 þúsund kort send út í gegnum vef Borg- arskjalasafns. Jólakortin eru úr stóru póstkortasafni Sveinbjörns Jónssonar sem Kristín S. Árna- dóttir afhenti safninu vorið 2004 og spannar kortasafnið alla 20. öldina. Jólakortin eru að finna á www.reykjavik.is Íslensk jólakort í tölvupósti!

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.