Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 17
inn. Það voru ekki margir krakk-
ar að spila tennis, en þetta var á
kreppuárunum og mig langaði að
vinna í fiski eins og margar vinkon-
ur mínar gerðu en pabbi sagði nei
við því, ég mætti ekki taka vinnu
frá þeim sem þyrftu og væru í
meiri þörf fyrir launin. Ég sigraði
í einmenningskeppninni en með
Frissa í Ási í tvímenningskeppninni
en með Önnu Claessen í tvimenn-
ingi kvenna. Um haustið fór ég til
náms í Danmörku svo ekkert varð
meira af tennisiðkun.”
Hvaðan ertu, ertu að vestan?
oft er spurt um það
sunnan, vestan eða austan
ættbogann skal hafa traustan.
Nánast alltaf fullt hús
- Faðir þinn, Pétur Halldórsson,
var mjög áberandi í þjóðlífinu á
uppvaxtarárum þínum og reyndar
lengur. Var mikið um gestagang á
heimilinu?
“Það var eiginlega alltaf fullt hús.
Pabbi áttu systur sem bjó í Grund-
arfirði og alltaf þegar hún kom í
bæinn bjó hún hjá okkur og auk
þess voru þrjú börn hennar oft hjá
okkur, ekki síst þegar þau voru hér
í Reykjavík í skóla. Heimið okkar
var eins og miðstöð, ekki síst fyrir
erlenda vini þegar þeir komu til
Reykjavíkur. Pabbi var bæjarstjóri
síðustu fimm ár ævinnar, en hann
var þá kominn með lungnaberkla
en reykti samt eins og strompur,
enda var hann mikill nautnamað-
ur. Þá minntist enginn á það hvað
reykingar gætu verið hættulegar. Í
minningunni man ég eftir honum í
reykskýi ekki síst þegar einhverjar
karlar voru í heimsókn hjá honum,
og þeir reyktu kannski allir.
Í bernsku skildi ég ekki að sumt
fólk ætti varla til hnífs og skeiðar,
enda liðum við engan skort. Ég
fylltist djúpri samúð með fólki sem
ekkert átti. Ég átti tvær vinkonur,
önnur var í kjallaranum á Túngötu
40 en hin á Unnarstíg 8. Hún lifði
eins og prinsessa enda var hún ein-
birni, ég var svo á milli þeirra eins
og venjuleg stelpa, en sú í kjallaran-
um, Munda, bjó við skort. Kjallara-
tröppurnar voru djúpar og brattar,
þá kom hurð, og síðan fór maður
aftur niður og þar kom örlítil for-
stofa. Síðan kom eldhús í örlitlu
skoti með eldavél og fleiru nauð-
synlegu og þar fyrir innan komið
í herbergi sem var bæði stofa og
svenherbergi þar sem sex manna
fjölskylda bjó. Við Munda vorum
lengi vinkonur og lékum okkur á
túninu þarna í kring.
Þetta var eins og í sveit á vor-
in. Þá fórum við vinkonurnar út
á túnin að leita að blómum sem
voru að koma. Þannig vissum við
af hverri einustu plöntu sem var
að koma, en við skiptum þeim á
milli okkar, ég átti ákveðnar plönt-
ur en vinkonurnar enn aðrar. Þegar
þær blómstruðu tíndi ég þær og
fór með heim til mömmu. Þetta var
yndisleg barnæska,” segir Ágústa
Pétursdóttir Snæland.
Fyrsti íslenski auglýsinga-
teiknarinn
Félag íslenskra teiknara var
stofnað 23. nóvember 1953 á vinnu-
stofu Halldórs Péturssonar, bróð-
ur Ágústu, að Túngötu 38 í Reykja-
vík. Frumkvöðlarnir vou sjö, þeir
Ásgeir Júlíusson, Atli Már Árnason,
Halldór Pétursson, Jörundur Páls-
son, Stefán Jónsson, Tryggva Magn-
ússon og Ágústa Pétursdóttur.
Ágústa hélt til Danmerkur þegar
hún var 18 ára, og nam við Kun-
sthåndværkerskolen í Bredgade
í Kaupmannahöfn á árunum 1933
til 1936. Hún tók þaðan próf í aug-
lýsingateikningu 1936 og vann við
auglýsingateiknun á eigin vegum
meira og minna frá 1936. Hún er
fyrsti lærði auglýsingateiknarinn
hérlendis. Ágústa sótti kvöldnám-
skeið í tauþrykki við Handíða- og
myndlistaskólann og vann að gerð
muna úr þorskhausabeinum og
fjörugrjóti og ýmiss konar textil-
vinnu svo sem batik og tauþrykk á
dúka og refla. Hún hefur tekið þátt
í sýningum og unnið til verðlauna,
meðal annars fyrstu verðlaun í
samkeppni um merki Landsvirkjun-
ar og fyrir merki Listahátíðar 1969.
Einnig teiknaði hún merki barna-
spítala Hringsins. Hún hélt sýningu
í Hlaðvarpanum 1993, þá 78 ára,
ásamt Dóru Halldórsdóttir og Mar-
gréti Valgerðardóttir. Það leika það
ekki margir eftir.
17VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2006
Í útilegu með vinkonununum við Mógilsá 1933.
“Varð Tennisdrottning
Íslands, en keppt var á
svæði á Melavellinum,
sunnan við knattspyrnu-
völlinn. Það voru ekki
margir krakkar að spila
tennis, en þetta var á
kreppuárunum og mig
langaði að vinna í fiski
eins og margar vinkonur
mínar gerðu en pabbi
sagði nei við því, ég
mætti ekki taka vinnu frá
þeim sem þyrftu og væru
í meiri þörf fyrir launin.”