Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Side 18
18 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006
AUGL†SINGASÍMI
511 1188
895 8298
Kammerhópurinn Camerarctica
heldur sína árlegu kertaljósatón-
leika á síðustu dögunum fyrir jól.
Mozart-tónleikar Camerarctica
hafa verið fastur liður í aðventu-
hátíðinni í yfir áratug og þykir
mörgum ómissandi að fá að setj-
ast inn í kyrrðina og kertaljósin á
síðustu dögum hennar og heyra
Camerarctica leika ljúfa tónlist í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Á þessu ári hefur verið hald-
ið upp á að 250 ár eru liðin frá
fæðingu Wolfgangs Amadeusar
Mozart. Af því tilefni leikur Camer-
arctica á upprunahljóðfæri eins
og þau sem tíðkuðust á klassíska
tímanum, hljóðfæri sem bera með
sér andblæ liðinna alda, þegar líf-
ið var rólegra og hljóðlátara.
Á efnisskránni er eitt frægasta
kammerverk Mozarts, Kvartett
fyrir flautu og strengi í D-dúr, Ada-
gio fyrir klarinett og strengi og
Tríó fyrir strengi, einnig eftir Moz-
art. Einnig verður leikinn Kvartett
fyrir klarinett og strengi eftir sam-
tímamann Mozarts Carl Stamitz.
Tónleikarnir eru um klukkustund-
arlangir og verða í Dómkirkjunni
í Reykjavík föstudagskvöldið 22.
desember klukkan 21.00.
Kammerhópurinn Camer-
arctica í Dómkirkjunni
að kvöldi 22. desember
Það er ekki rétt að segja að
uppeldi gangi út á það að taka
eftir, refsa, skammast eða rífast
yfir neikvæðri hegðun barna
okkar. Uppeldi gengur frekar
út á að kenna börnum okkar
jákvæða hegðun sem hjálpar
þeim að blómstra og komast á
sem bestan hátt til manns.
Við sem foreldrar höfum áhrif
á börn okkar, hvort sem við vit-
um af því eða ekki, hvort sem
við ætlum okkur það eða ekki
og á sviðum sem við erum ekki
einu sinni meðvituð um.
Börn vita ekki endilega sjálf-
krafa hvaða hegðun telst æski-
leg. Því þarf að kenna þeim
hvaða hegðun það er sem for-
eldrar og umhverfið telja því
fyrir bestu. Ein stærstu mistök-
in sem við gerum í uppeldi er
að veita ekki athygli og viður-
kenningu fyrir æskilega hegðun
barnsins okkar.
Við foreldrar þurfum að líta
í eigin barm og athuga hvaða
fordæmi við gefum börnum okk-
ar. Þegar við erum að leiðbeina
og kenna börnum okkar þarf
fyrst að vita hvaða hegðun við
viljum sjá hjá þeim. Þá er ekki
bara um að ræða hvernig við
viljum að barnið hagi sér hér
og nú heldur hvers konar hegð-
un, framkomu og færnisþætti
við viljum reyna að láta festast í
sessi til frambúðar.
Til að átta sig á þessu þarf
því að horfa fram í tímann, ekki
bara hugsa um daginn í dag.
Þetta er kallað 10 ára áætlunin.
Líkt og með flest annað í lífi
okkar, er nauðsynlegt að hugsa
lengra en aðeins fyrir einn dag
í einu. Vel rekin fyrirtæki hafa
stefnu og markmið til fleiri ára.
Það er ekkert rangt við það að
hugsa á sama hátt um uppeldi
barna okkar.
Þá spyr maður sig: „Hvernig
einstaklingur vil ég gjarnan að
barnið mitt verði eftir 10 ár? Vil
ég t.d. að barnið verði kurteist,
geti fylgt reglum í leik og starfi,
sé sjálfstæður, hafi heilbrigð-
an lífsstíl? Hvaða styrkleikar
finnast mér skipta máli?” Þetta
gagnast til að ákveða hvaða
þætti á að leggja áherslu á að
kenna í daglegu uppeldi barns-
ins. Næstu skref eru að velta
fyrir sér og ákveða hvaða leiðir
séu heppilegastar til að kenna
hvern þátt.
Ekki er ólíklegt að eitt af því
sem gera þurfi sé að breyta ein-
hverju hjá sjálfum sér, svo sem
forgangsröðun, dagskipulagi og
síðast en ekki síst, eigin hegðun
og framkomu.
Að sjálfsögðu getur enginn,
hvorki foreldrar né aðrir, ákveð-
ið hvernig einstaklingar börnin
okkar verða. Og auðvitað þarf
að taka tillit til óska, langana
og þarfa barnsins, ekki bara for-
eldranna. Þó er mjög gagnlegt
fyrir foreldra að skipuleggja
uppeldið út frá „10 ára áætlun”.
Það að hafa sett sér markmið
í uppeldinu ætti að auðvelda for-
eldrum að taka ákvarðanir um
hvaða hegðun þeir vilja ýta und-
ir hjá barninu og hvaða hegðun
þeir vilja reyna að koma í veg
fyrir.
Áætlunin hjálpar einnig for-
eldrum að sjá mikilvægi þess
sem er að gerast í nútíðinni
og að skoða sjálfa sig sem
uppalendur. “Hvernig fyrir-
mynd er ég barninu mínu? Er ég
á réttri braut, eða gef ég slæmt
fordæmi? Hvar stend ég mig
best og hvar verst? Hvað vil ég
að barnið læri af mér? Hvað á
barnið ekki að læra af mér?”
Öll viljum við búa börnum okk-
ar það besta, en gleymum ekki
að líta í eigin barm. Ánægð
börn eiga ánægða foreldra.
Það er heldur ekki nóg, sem
foreldri, að vera meðvitaður um
jákvæða þætti í fari barna okk-
ar, heldur líka jákvæða þætti
í okkar eigin fari og gleymum
ekki að hrósa okkur þegar við
sjáum árangur af þeirri vinnu
sem við höfum lagt í uppeldi
barna okkar.
Hvað er uppeldi?
Camerarctica skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ármann
Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari,
Svava Bernharðsdóttir, lágfiðluleikari og Sigurður Halldórsson, selló-
leikari.
Aðventuhátíð barnanna í Dómkirkjunni
Sl. sunnudag var aðventuhátíð barnanna í Dómkirkjunni. Sr. Þorvald-
ur Víðisson leiddi stundina ásamt æskulýðsleiðtogum. Unglingakór
úr Vesturbæjarskóla söng en börnin tóku svo sannarlega virkan þátt
í stundinni.
Frá Helgu Arnfríði, sálfræðingi
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarði