Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 20

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 20
Veitingastaðurinn Sægreifinn við Geirsgötu hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin misseri, ekki síst meðal þeirra sem vinna í mið- bænum og sækja veitingastaði í hádeginu, alltaf eða óreglulega. Sægreinn er auk þess “öðru vísi” veitingastaður og gæðir flóru veit- ingastaða í miðbænum skemmti- legu lífi, og er eins og ómissandi hlekkur í mannlífinu við Reykjavík- urhöfn. Auk þess að kaupa tilbúna fiskrétti má kaupa á Sægreifanum ferskan fisk í soðið, tilbúna rétti til að taka heim með sér, og síðast en ekki síst, hrefnukjöt. Fjölmarg- ir þeirra erlendu ferðamanna sem koma hingað á sumrin og fara í hvalaskoðunarferðir, koma við á Sægreifanum þegar í land er kom- ið og kaupa hrefnukjöt. Margir þeirra gera ráð fyrir að hér geti far- ið saman hvalveiðar og hvalaskoð- un, og eru ekki sammála þeim forsvarsmönnum hvalaskoðunar- fyrirtækja, ekki síst norðlenskum, sem telja að ekki megi veiða hvali, þá sé vá fyrir dyrum. Á sumrin má sjá fjölda manns, útlendra sem erlendra, njóta þeir- ra veitinga sem Sægreifinn hefur upp á að bjóða, ekki síst humar- súpuna, sem er hrein snilld. Nú hefur ágæti humarsúpunnar flog- ið um víðan heim, því í því ágæta blaði New York Times er nýlega farið lofsamlegum orðum um stað- inn, og ekki síst humarsúpuna. Þessi umfjöllun New York Times tengist umfjöllun blaðsins um ferðalög um allan heim. Í New York Times segir m.a. að á Sægreifanum sé að fá hina full- komnu humarsúpu og miðað við verð og gæði sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í fiskréttum í Reykjavík. Engin sem heimsæki Ísland megi láta þennan skemmti- lega og góða veitingastað fram hjá sér fara. Það er auðvitað frumforsenda þess að Ísland geti talið sig fisk- veiðiþjóð í fremstu röð að hér sé að fá á veitingastöðum besta fisk í heimi. Það ætti að vera lágmarks- krafa sjómanna, útgerðarmanna, fiskverkenda, veitingamanna og annara sem um eiga viðskipti með sjávarfang. Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans, segir að öll erlend umfjöllum um staðinn sé mjög ánægjuleg, ekki síst þegar stað- urinn sé lofaður eins og þarna eigi sér stað, en hann hafi sl. sum- ar orðið var vaxandi straums erlendra ferðamanna sem og inn- lendra, og nokkrir þeirra hafi feng- ið ábendingu um að þennan stað megi þeir ekki láta fram hjá sér fara. Kjartan segir að ekki séu telj- andi vandræði að fá hráefni, það sé með þau viðskipti eins og önn- ur að heiðarleiki borgi sig alltaf. 20 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006 Foringjar innan skátafélagsins Ægisbúa fengu að taka á því þegar leikjanámskeið var haldið í skáta- heimilinu eitt kvöldið. Bandalag íslenskra skáta gefur öllum skáta- félögum á landinu skátaleikjasett og námskeið í notkun þess í tilefni af 100 ára afmæli hreyfingarinnar á næsta ári. Foringjar í Ægisbúum fengu að leika sér í ýmsum þrau- ta- og samvinnuleikjum og keppn- isandinn leyndi sér ekki. Það er alltaf erfitt fyir foringja að kasta af sér foringjaklæðunum og verða þátttakandi en ekki leiðtogi. Það var mikið hlegið þegar upp komst í einum leiknum voru foringjarnir sekir um að gera mistök sem eru dæmigerð fyrir 10-12 ára aldurinn. En það var lærdómsríkt og allir foringjarnir voru sammála um að það er nauðsynlegt að fá að stíga úr leiðtogahlutverkinu stöku sinn- um til að halda sér ferskum. Sjóarar tókust á við Vetur konung Um miðjan nóvember fór Sjó- arasveit í sína sveitarútilegu í Arnarsetur, skála skátafélagsins Ægisbúa. Kulda- og snjóspá aftr- aði ekki Sjórurum að mæta í úti- leguna sína enda hörkutól þar á ferð. Föstudagskvöldið var fagurt, logn, heiðskýrt og ískalt. Eftir að hafa komið sér fyrir fóru allir út í stjörnuskoðun enda veðrið til þess. Stjörnumerki sáust vel og nokkur stjörnuhröp sáust á himni. Eftir kalda dvöl úti við þá fóru allir inn og fengu sér kakó sem varð aðalvopn helgarinnar gegn Vetri konung. Sjórarar voru rétt að festa svefn um miðnætti þegar foringjarnir ræstu þá alla af stað aftur til að leita að einum foringja ferðarinnar sem var “týndur” úti. Sjóarar voru ekki lengi að finna foringjan sinn aftur og sofnuðu mjög fljótlega eftir það. Laugardagurinn hófst seint enda hafði kvöldið áður verið strembið. Gestir komu í heimsókn og gengið var um nágrenni skál- ans og vetrarríkið kannað. Eftir góðan túr var drukkið kakó til að ná hita í kroppinn aftur og ærsl- ast rækilega í skálanum. Dagurinn leið í leikjum og útivist og eftir kvöldmat var haldinn kvöldvaka og farið í leiki. Allir fóru pokana litlu fyrir miðnætti. Sunnudagurinn kom með sínu fannfergi. Eftir tiltekt og þrif í skál- anum var allir farangur tekinn og borinn að þjóðveginum. Afleggjar- inn að skálanum var ófær vegna snjóa. Tveir jeppapabbar komu og náðu í alla og komu öllum heil- um og höldnum í skátaheimilið. Frábær útilega í alla staði. Sovét í skátaheimilinu Hafmeyjar og Sefmeyjar héldu sovét-útilegu í skátaheimilinu í lok nóvembermánaðar. Einnar nætur útilegur nefnast sovét vegna þess að það gefst yfirleitt ekki meiri tími til annars en að sofa og éta, sovét. En Hafmeyjar og Sefmeyj- ar héldu sterasovét vegna þess að það var nóg að gera hjá þeim. Farið var í skátakappleiki margs- konar, haldin var draugaleikur sem var ratleikur í skátaheimilinu í niðamyrkri og draugur í bleikum loðinniskóm með kerti hangandi í hamri ofsótti skátana. Svo var að sjálfögðu spilað á spil, sungið mikið, kakó drukkuð og horft á bíómynd. Morguninn eftir var far- ið í fleirri leiki, tekið til og horft á aðra bíómynd. Sovét stendur alltaf fyrir sínu. Jólabasar í desember Ægisbúar héldu í fyrsta skipti jólabasar þann 9. desember sl. Á basarnum var fjölbreytt vara, allskyns jóladót, gott í skóinn, kompudót (m.a. brimbretti), köku- sala, kaffihús, jólablöðrur, útivist- argræjur, skátadót og sígræna jólatréð í ýmsum stærðum. Þessi tilraun okkar tókst ágætlega og á að halda annan jólabasar að ári. Fjörugt skátastarf í Vesturbænum Foringjar á leikjanámskeiði Humarsúpa Sægreifans hlýtur heimsfrægð Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans, með hrefnukjöt fært upp á prjón, tilbúið á grillið.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.