Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Síða 21
21VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2006
Um nokkurt skeið hefur af og til verið fjallað í fjölmiðlum um svo nef-
nda Vinaleið. Umræðan spratt
af því að prestur var ráðinn
til að vera til staðar í tiltekn-
um skóla á höfuðborgarsvæð-
inu og sinna þar sálgæslu ef
nemendur vildu tala við hann.
Þetta hefur verið gagnrýnt af
nokkrum einstaklingum sem
telja að verkefnið ógni þeim
sem ekki eru kristnir eða gangi
á rétt þeirra til að fá að vera í
friði með lífsskoðun sína.
Meirihluti landsmanna
Nú er það staðreynd að um
níutíu af hundraði allra skóla-
barna tilheyra kristinni kirkju,
eru skírð, og því ætti það að
vera sjálfsagt fyrir þennan fjöl-
menna hóp að hafa aðgang að
sálgæslu einstaklings sem er
fulltrúi þeirra lífsviðhorfa sem
flestir Íslendingar aðhyllast.
Öllum er væntanlega ljóst
að ekki er gerð krafa um það
til kennara eða annarra starfs-
manna skóla að þeir gefi upp
lífsskoðanir sínar við ráðningu.
Foreldrar og nemendur treysta
því að kennarar og starfsfólk
skóla vinni af heilindum inna
ramma grunnskólalaga og
gangi ekki á rétt fólks til skoð-
anafrelsis. Prestur sem star-
far innan skóla fer ekki huldu
höfði, heldur liggur það fyrir á
hvaða grunni hann starfar. Það
ætti að gefa þeim sem ekki eru
kristnir enn frekar tækifæri til
að varast slíkan starfsmann en
ella.
Fjölhyggja
Fjölhyggja er tiltölulega
nýtt hugtak og vísar til þess
að í sama samfélagi býr fólk
með ólíkar lífsskoðanir. En fjöl-
hyggja felur það ekki í sér að
allir láti sem þeir hafi enga lífs-
skoðun af ótta við að styggja
aðra.
Fjölhyggjusamfélag þrífst
best þegar allir fá að njóta
skoðanafrelsis, fá að lifa óáreitt-
ir með sína lífsskoðun án þess
að þurfa að fara leynt með
hana. Hins vegar verða allir að
una því að rætt sé um ólíkar
lífsskoðanir sé það gert innan
þess ramma sem stjórnarskrá-
in setur. Í 73. gr. hennar segir
meðal annarra orða:
“Allir eru frjálsir skoðana
sinna og sannfæringar. Hver
maður á rétt á að láta í ljós
hugsanir sínar, en ábyrgjast
verður hann þær fyrir dómi.”
Við þurfum að virða aðra og
standa saman jafnvel þótt við
séum ekki sammála um allt.
Öfgar í tillitssemi gætu til
dæmis birst í því að banna all-
ar jólaskreytingar og allt tal um
kristna trú á aðventu og jólum
því allt sem minnir á kristna
trú kunni að fara fyrir brjóst-
ið á þeim sem ekki eru kristn-
ir. Auðvitað gengur slíkt ekki í
mannlegu samfélagi. Hér ríkir
trúfrelsi sem hlýtur að fela í
sér gagnkvæma virðingu fyrir
lífsskoðunum annarra, krist-
inna gagnvart þeim sem ekki
eru kristnir og öfugt.
Kristnir menn halda jólin
hátíðleg á sama tíma og marg-
ir aðrir halda upp á það að
skammdegið nær hámarki
sínu og birtan sigrar dimmuna.
Hvernig fólk fagnar
þessum tímamótum er ekki
bundið í lög. Við höldum jól
með þeim hætti sem við kjós-
um sjálf, án afskipta kirkju,
trúfélaga eða stjórnvalda svo
fremi að við fremjum ekki „neitt
sem er gagnstætt góðu siðferði
eða allsherjarreglu” eins og seg-
ir í 63. grein stjórnarskrárinnar.
Tilboð
Það sem trúfélög bjóða upp
á um jól og árið um kring eru
tilboð sem hverjum og einum
er frjálst að þiggja eða hafna.
Vonandi eigum við öll góða
daga framundan, daga gleði
og fagnaðar yfir lífinu sem er
undursamlegt í allri sinni fjöl-
breytni. Vinaleið er heiti á sér-
stöku starfi inna skóla en til
er almenn vinaleið sem stend-
ur okkur öllum til boða, leið
sem hvetur okkur til að vera á
vinsamlegum nótum við hvert
annað. Öll þörfnumst við vin-
áttu og elsku annarra.
Trúfrelsi, vinátta, virðing
Helgihald í Neskirkju
yfir jól og áramót
17. desember - þriðji sunnudag-
ur í aðventu. Messa og barnastarf
kl. 11.00, félagar úr kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng, sr. Sigurður
Árni Þórðarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Börnin byrja í messunni
en fara síðan í safnaðarheimilið.
20. desember - miðvikudagur,
fyrirbænamessa kl. 12.15, prestur
sr. Sigurður Árni Þórðarson.
24. desember - aðfangadag-
ur, jólastund barnanna kl. 16.00,
umsjón starfsmenn barnastarfs-
ins. Barnakór Neskirkju syngur,
organisti Steingrímur Þórhallsson,
prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Aftansöngur kl. 18.00, Kór Nes-
kirkju syngur, einsöngur Hallveig
Rúnarsdóttir, organisti Steingrímur
Þórhallsson, sr. Örn Bárður Jóns-
son prédikar og þjónar fyrir altari.
Messa á jólanótt kl. 23.30, tón-
listarhópurinn Rinacente sér um
tónlistina.
Organisti Steingrímur Þórhalls-
son, sr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari.
25. desember - jóladagur, hátíð-
armessa kl. 14.00, Háskólakórinn
syngur, Kammerhópurinn Aþena
flytur tónlist, organisti Steingrím-
ur Þórhallsson, sr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir
altari.
26. desember - annar í jólum,
jólaskemmtun barnanna kl. 11.00,
umsjón starfsmenn barnastarfsins.
Sögð verður saga, söngvar sungnir,
gengið verður í kringum jólatré og
gestir koma í heimsókn.
Hátíðarmessa kl. 14.00, Litli kór-
inn, kór eldri borgara Neskirkju
syngur. Stjórnandi og einsöngvari
Inga J. Backman, organisti Stein-
grímur Þórhallsson, sr. Örn Bárður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir
altari.
27. desember - miðvikudagur,
fyrirbænamessa kl. 12.15, prestur
sr. Örn Bárður Jónsson.
31. desember - gamlársdagur,
aftansöngur kl. 18.00, Kór Nes-
kirkju syngur, organisti Steingrím-
ur Þórhallsson, sr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir
altari.
1. janúar - nýársdagur, hátíðar-
messa kl. 14.00, Kór Neskirkju syng-
ur, einsöngur Hrólfur Sæmunds-
son, organisti Steingrímur Þórhalls-
son, sr. Örn Bárður Jónsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari.
4. janúar - miðvikudagur, fyrir-
bænamessa kl. 12.15, prestur sr.
Sigurður Árni Þórðarson.
7. janúar - messa og barnastarf
kl. 11.00, félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng, organisti Stein-
grímur Þórhallsson, sr. Sigurður
Árni Þórðarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Börnin byrja í messunni
en fara síðan í safnaðarheimilið.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
3
52
52
1
2/
06
Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur
Takið þátt í jólaleiknum á www.or.is
www.or.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
18
0
8
7
ER PABBI
DÍLERINN ÞINN?
Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekki
kaupa áfengi handa börnum yngri
en 20 ára. Það er lögbrot.
Grjónastólar
Skemmtileg gjöf fyrir fólk á öllum aldri
Ýmsir litir í sterku leðurlíki
Þrjár stærðir.
- Öll almenn bólstrun
- Antikbólstrun
- Bílsætaviðgerðir
- Skrifstofustólaviðgerðir
H.S.bólstrun
Auðbrekku 1 kóp
www.bolstrun.is/hs
Pantanir í S:544-5750 / 892-1284