Vesturbæjarblaðið - 01.12.2006, Side 22
Árið 1966 unnu KR-ingar sigur
í bikarkeppni KSÍ með því að
vinna Val í úrslitaleiknum 1-0.
Markið gerði Ársæll Kjartansson
á 21. mínútu. Með sigrinum varð
KR bikarmeistari í sjötta sinn á
sjö árum. Fyrsta mark Ársæls fyr-
ir meistaraflokk KR færði félag-
inu bikarmeistaratitilinn. Annað
mark hans fyrir meistaraflokkn-
um færði félaginu Íslandsmeist-
aratitilinn árið 1968 en þriðja
mark Ársæls, í bikarleik gegn
b-liði FH, vó ekki jafn þungt og
hin tvö.
Þjálfarar KR og Vals voru bræð-
urnir Guðbjörn og Óli B. Jónsson
- Guðbjörn var þjálfari KR en Óli
þjálfaði Val. Það á sér ekki hlið-
stæðu að bræður hafi þjálfað liðin
sem léku til úrslita í Bikarkeppni
KSÍ. Markatala KR-inga var 14-
0 í þremur leikjum og var það í
fyrsta sinn sem félag sigraði í bik-
arkeppni KSÍ án þess að fá á sig
mark. Keflvíkingar léku þetta eftir
KR-ingum á þessum áratug með
markatöluna 9-0 í fimm leikjum.
Úrslitaleikurinn fór fram á Mela-
velli eins og aðrir bikarúrslitaleik-
ir frá 1960 til 1972. Allir leikmenn
KR þetta árið voru uppaldir í Vest-
urbænum og KR að einum undan-
skildum sem kom frá Akranesi, en
settist að í Vesturbænum.
KR-ingum gekk ekki eins vel í
Íslandsmótinu árið 1966, urðu í
4. sæti af 6 liðum með 10 stig og
markatöluna 13-6. Valsmenn urðu
Íslandsmeistarar með 14 stig,
fengu jafnmörg stig og Keflvíking-
ar en þar sem markamismunur
gilti ekki urðu liðin að leika auka-
leik um Íslandsmeistaratitilinn.
Þeir urðu reyndar tveir, því fyrri
leikurinn 25. september fór 2-2 en
seinni leikur 2-1 fyrir Val, en hann
var leikinn 2. október.
ÍBA varð í 3. sæti, Skagamenn
í 5. sæti en Þróttur Reykjavík í
botnsætinu.
Langt síðan
Heil 40 ár eru liðin síðan og gam-
an að rifja upp hvað þá var að
gerast í íslensku þjóðlífi. Danskur
maður gaf íslensku þjóðinni hús
Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna-
höfn; frumvarp ríkisstjórnarinnar
um ábræðslu í Straumsvík sam-
þykkt á Alþingi; Ríkissjónvarpið
hefur útsendingar og loðna veidd
til bræðslu í fyrsta sinn.
Englendingar urðu heimsmeist-
arar í fótbolta en þá mátti m.a.
sjá í bresku pressunni að góðir
útherjar hafi verið taldir gulls
ígildi á Englandi, allt frá 1900 og
fram á miðjan sjöunda áratug-
inn, en þá breyttist leikskipulag
flestra liðanna þar í landi á þann
veg, að hinir eiginlegu kantmenn
hurfu næstum úr sögunni, enda
var fleiri mönnum „hrúgað” inn á
miðsvæðið á kostnað þeirra. Var
enska landsliðið, sem vann heims-
meistaratitilinn árið 1966, til dæm-
is kallað „The Wingless Wonder”,
eða útherjalausa undrið. Hvaða
leikaðferð var notuð á Íslandi
þetta sumar skal ósagt látið.
22 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2006
Ý M I S Þ J Ó N U S T A
Hreinsum allan fatnað,
sængur, millidýnur og gardínur
á athyglisverðu verði.
EFNALAUGIN
DRÍFA
Hringbraut 119 • Rvk.
ÖLL ALMENN PRENTUN
SÍMI 561 1594
895 8298
HRÓLFSSKÁLAVÖR 14
NETFANG: NES@ISHOLF.IS
AUGL†SINGASÍMI
511 1188
895 8298
Netfang:
borgarblod@simnet.is
borgarblod.is
Bikarmeistarar KR 1966 unnu
Val í úrslitaleik á Melavellinum
Stjórn Körfuknattleiksdeildar
KR ákvað í haust í samvinnu við
Sjötta Manninn og Unglingráð að
efna til leiks þar sem heppnum
iðkanda gefst tækifæri til að vinna
ferð fyrir tvo á leik í NBA deild-
inni vorið 2007. Markmiðið er að
skapa öfluga stemmingu meðal
þeirra sem koma að starfi deild-
arinnar. Með samstilltu átaki er
hægt að skapa frábæra umgjörð
í kringum meistarflokk karla. Að
fara á góðan körfuboltaleik út í
KR er bæði mjög gaman og eyk-
ur áhuga og skilning á íþróttinni.
Ekki má vanmeta þau tengsl sem
geta skapast milli barns og for-
ráðamanna. Að hafa sameiginlegt
áhugamál er ómetanlegt í allri
þeirru flóru sem er á boðstólun-
um í dag. Dregið verður úr kúlun-
um sem iðkendur safna saman í
lok tímabilsins.
Reglur leiksins eru þessar
helst:
• Allir þeir sem hafa greitt árs-
gjald hjá körfuknattleiksdeildinni
hafa þátttökurétt.
• Iðkandi fær 3 kúlur fyrir að
mæta á heimaleik á tímabilinu
sem leikurinn stendur yfir, það
eru allir heimaleikir KR í Íslands-
mótinu og Bikarkeppni KKÍ.
• Iðkandi skrár sig til leiks hjá
starfsmönnum leiksins inní keppn-
issal.
• Ef iðkandi mætir í KR-búning
á leikinn fær hann aukakúlu.
Körfuknattleiksdeild
KR kynnir NBA Lottery
Bikarmeistarar KR 1966 mættu í KR-heimilið fyrir bikarúrslitaleik KR
gegn Keflavík í haust og rifjuðu upp gamla tíma. Ekki tókst þeim þó
að fagna sigri í haust því Keflavík varð bikarmeistari með 2-0 sigri.
Fjarverandi voru Ellert Schram og Bjarni Felixson en þrír eru látnir,
þeir Baldvin Baldvinsson, Einar Ísfeld og Hörður Markan.
KR vann Val í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ 1966. Hér eru þeir sigurreifir
með bikarinn á Melavellinum.
Í haust byrjuðu æfingar í Tae-
kwondo í Vesturbænum. Æfing-
ar fara fram í íþróttasal Vestur-
bæjarskóla á þriðjudögum og
fimmtudögum milli kl. 16.00 og
17.00. Æfingarnar eru ætlaðar
fyrir bæði kynin og einkum fyrir
aldurshópinn 9 til 12 ára. Kenn-
ari er Sigursteinn Snorrason.
Þessar Taekwondoæfingar eru
samstarfs- og tilraunaverkefni KR
og Taekwondosambands Íslands.
Taekwondo er ein vinsælasta bar-
dagaíþróttin í dag, upprunnin í
Kóreu, og því áhugavert að sjá
hvernig viðtökur íþróttin fær með-
al barna í Vesturbænum.
Elstu heimildir um stundun bar-
dagalista sem rekja má til Tae-
wondo eru um 2000 ára gamlar.
Tilgangur bardagalista í dag er
nær því að vera mannrækt frekar
en hernaðarlist. Með ástundun
bardagalista eins og Taekwondo
öðlast fólk betri heilsu og aukið
jafnvægi í lífið. Hvort tveggja bráð-
nauðsynlegt í hröðu nútímaþjóðfé-
lagi. Um 600 milljónir manna æfa í
dag Taekwondo á heimsvísu.
Taekwondo í íþróttasal
Vesturbæjarskóla
Opnunartímar verða þessir eða þeir
sömu og í fyrra:
28.12. - 30.12. opið frá 9-22
31.12. opið frá 9-16
6.1.´07 opið frá 13-21
1 sölustaður, KR-heimilið við Frostaskjól.
KR-flugeldar