Allt um íþróttir - 01.05.1951, Page 5
Þetta eru dönsku millivegalengdahlaup-
ararnir, sem kepptu hér í landskeppn-
inni í fyrra. Poul Nielsen og Erik Jör-
gensen heita þeir.
Haukur, sem hljóp með Emi, og
heyrzt hefur, að hann æfi grinda-
hlaupið betur núna en áður, og ef
það reynist rétt, er óhætt að bóka
tvöfaldan sigur. Það verður erfitt
að komast upp á milli Norðmann-
anna í 400 m. grhl., en ekki er
það samt alveg vonlaust. Við skul-
um segja, að þeir vinni okkur tvö-
falt, en vonum, að Ingi komi í veg
fyrir það. Eftir þessari ágizkun fá
Norðmenn 63 stig fyrir hlaupin,
en íslendingar 61.
Snúum okkur nú að stökkunum,
en þar verður baráttan miklu harð-
ari. Langstökkið vinnst tvöfalt,
það er nokkuð öruggt, ef ekkert
slys kemur fyrir. Stangarstökkið
verður skemmtilegt og tvísýnt, og
þó að Kaas eigi betri árangur en
Torfi í fyrra, þá er það þó nærri
öruggt, að Torfi sigrar, því að
Kaas er búinn með sitt bezta og
kominn í afturför. Torfi er aftur
á móti ungur og í framför, svo að
ekki sé talað um keppnisskap hans.
Skúli á að vera öruggur með há-
stökkið, en líklega kemst Sigurð-
ur ekki nema í fjórða sæti. Það
er töluverð óvissa með þrístökkið
og erfitt að spá um úrslit þar, og
við skulum ekki vera of bjartsýn,
þessvegna aðeins annað og fjórða
sæti þar. Fyrir stökkin fáum við
24 stig, en Norðmenn 20.
í köstunum getur margt óvænt
komið fyrir, sem kannske gerir út
um keppnina. Huseby vinnur auð-
vitað kúluvarpið með yfirburðum,
en keppnin um annað sæti verður
geysihörð. Þó að bezti Norðmað-
urinn sé með betri árangur en Vil-
Ivar Ramstad, norski methafinn í
kringlukasti.
IÞRÓTTIR
149