Allt um íþróttir - 01.05.1951, Side 24

Allt um íþróttir - 01.05.1951, Side 24
^JÁanáonómótÁ. Hinn heimskunni saenski skíða- maður, Hans Hansson. dvaldist í Hans Hansson Reykjavík um mánaðartíma við þjálfun reykvíkskra skíðamanna. Að loknu námskeiðinu var haldið svigmót, sem kennt var við hann, og tóku þátt í því allir beztu svig- menn Reykjavíkur, auk Hanssons og tveggja skíðamanna utan af landi. Mótið var haldið í Hvera- dölum 29. apríl við slæmar aðstæð- ur og í vondu veðri. Af 18 kepp- endum urðu þessir fyrstir: 1. Hans Hansson, Áre, Svíþjóð .. 69.0 2. Ásgeir Eyjólfsson, Á........ 70.1 3. Ármann Þórðarson, Ólafsfirði 71.9 4. Guðni Sigfússon, IR ........ 73.0 5. Guðmundur Jónsson, KR .... 73.4 6. Jón K. Sigurðsson, ísafirði .. 74.0 Framhald af bls. 146. sjö, er atkvæði fengu, er ekki voru nefndir í des.-heftinu; atkvæða- tölurnar höfum við ekki því mið- ur. Fimmti í röðinni var Finnbjöm Þorvaldsson, síðan komu Haukur Clausen, Hörður Haraldsson, Ás- mundur Bjamason, Pétur Krist- jánsson, Magnús Brynjólfsson og Hörður Óskarsson. Alls bámst um 500 atkvæði. Fyrsta ríkið, sem tekið hefur upp á ný samvinnu við Þjóðverja í alþjóðlegri knattspymu, er Sviss, sem nýlega lék annan landsleik sinn við Þýzkaland eftir styrjöld- ina. Fór hann fram í Zúrich. Heimaliðið átti allan fyrri hálf- leikinn, en þýzki markvörðurinn, Turek, bjargaði oft svo snilldar- vel, að stappaði nær ólíkindum. í hléi stóðu leikamir 1:1, og höfðu Þjóðverjar jafnað allkostulega, því að homspyrna lenti í baki (!) O. Walters, miðframherjans, og hrökk knötturinn í markið. Síðari hálfleikinn voru Þjóðverjamir.alls ráðandi, utan síðasta stundarfjórð- unginn, er Svisslendingar reyndu allt til að jafna metin, 3:2, en tókst ekki. Munið samnorrænu sundkeppnina. 168 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.