Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 23
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23 K olbeinn Höður Gunnarsson í Ung- mennafélagi Akureyrar hefur farið mikinn á þessu ári á hlaupabraut- inni og sett hvert metið á fætur öðru á innanhússmótum. Þessi ungi frjálsíþróttamaður, sem verð- ur tvítugur í júlí, er mikið efni sem vert er að gefa auga í framtíðinni. Mikill metnaður og gífurleg ástundun æfinga hjá þessum efni- lega pilti hefur komið honum á þann stall þar sem hann er kominn í dag. Okkur lék for- vitni að skyggnast örlítið inn í líf hans. „Ástæðan fyrir því að ég fór að æfa frjálsar íþróttir er að ég tók virkan þátt í skólaíþrótt- um í grunnskóla. Íþróttakennarinn sá að ég gat hlaupið og sagði mér einfaldlega að skella mér í frjálsar íþróttir, sem ég gerði, og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég hef stund- að frjálsar íþróttir fyrir alvöru frá 2009 en fyrsta Unglingalandsmótið sem ég tók þátt í var í Þorlákshöfn 2008. Eftir þetta var ég með á öllum mótunum ef undan er skilið mótið sem var á Egilsstöðum,“ sagði Kolbeinn Höð- ur í viðtali við Skinfaxa en þá var hann stadd- ur í höfuðborginni í keppni og við æfingar. Enginn tími fyrir annað - Hvað fer mikill tími í æfingar hjá þér? „Í upphafi var þetta eins og hjá flestum. Ég mætti á æfingar klukkutíma í senn og hafði gaman af. Síðustu tvö árin hafa verið tekin af alvöru og það er enginn tími fyrir annað en nám og æfingar. Lífið gengur út á þetta tvennt, það er bara ekkert öðruvísi. Mínar aðalgrein- ar í dag eru 200 og 400 metra hlaup og svo tek ég lítillega þátt í 60 og 100 metra sprett- hlaupum,“ sagði Kolbeinn Höður. Aðspurður hvað valdi þessum miklu fram- förum núna segir Kolbeinn Höður sig vera að springa út og vonandi haldi þessi þróun áfram á næstu árum. „Það má segja að ég hafi núna sloppið í gegnum heilt æfingatímabil án þess að meið- ast. Ég er líka búinn að passa mataræðið og mæta vel á æfingar. Hugsanlega hefði ég sprungið út fyrr ef ég hefði passað upp á þessi atriði. Hvað maður setur ofan í sig skipt- ir öllu máli. Sama hvað maður æfir mikið verður matarkúrinn að vera í lagi. Svefninn skiptir líka verulegu máli. Maður verður að vera skynsamur og fylgja þessu eftir. Ef maður gerir það fær maður það ríkulega til baka í bættum og betri árangri á hlaupabrautinni.“ Stefni í hóp þeirra bestu - Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér? „Stefnan er að taka þátt í sem flestum mótum sem bjóðast á erlendum vettvangi. Maður verður bara að halda sínu striki, æfa mark- visst og gera sitt besta. Ég þarf að bæta mig til að komast í hóp þeirra bestu og er á réttri leið. Ég á alveg möguleika að komast upp að þeim eða jafnvel taka fram úr þeim þegar fram í sækir. Ef ég held stefnu minni eru þetta alls ekki óraunhæf markmið.“ Kolbeinn Höður ólst upp á Dalvík og var þar í grunnskóla upp í 4. bekk. Þá fór hann inn á Akureyri, lauk þar grunnskóla og fór síðan í MA og lýkur stúdentsprófi þaðan í vor. Bandaríkin draumurinn - Hvað tekur við þegar náminu í MA lýkur? „Ég hef aðeins verið að spá í að fara út í há- skóla en það gerist bara ef maður fær styrk. Draumurinn væri að fara til Bandaríkjanna en ef þetta gengi ekki eftir þá hugsa ég að ég taki mér pásu frá námi í eitt ár, fái mér vinnu og æfi vel. Stefnan er alltaf að fara í háskóla og bæta við sig þekkingu.“ Vantar innanhússhöll - Hefur það aldrei hamlað þér að æfa á Akur- eyri en ekki hér fyrir sunnan? „Það eina sem hægt er að setja út á er að við erum ekki með innanhússhöll fyrir norðan. Annars eru aðstæðurnar bara frábærar, góð- ar brautir með gerviefni og ennfremur góð líkamsræktarstöð á Bjargi. Við erum með allt sem við þurfum nema innihöllina. Við getum ekkert verið að kvarta,“ sagði Kolbeinn Höður. Stefni á Ólympíuleikana - Þú hlýtur hafa gert þér plön. Hver eru mark- miðin og hvað sérðu þig komast langt? „Eins og ég var að segja er það draumur minn að komast á stóru mótin og etja kappi við þá bestu. Ég stefni að því að ná lágmörkunum fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég tel að ég geti þetta en ef ekki þá verða það Ólympíu- leikarnir í Tókýó 2020,“ sagði Kolbeinn Höður. Frjálsar gefa manni mikið Kolbeinn sagði að frjálsar íþróttir væru ofsa- lega skemmtilegar og búnar að gefa honum mikið, efla hann á allan hátt og verið honum ógleymanlegur tími. „Auðvitað getur þetta stundum verið erfitt. Mikill tími fer í æfingar og maður er að fórna einhverju öðru á sama tíma. En þegar maður er að bæta sig og stendur sig vel á mótum er þetta allt þess virði. Það eflir mann mjög að fylgjast með þeirri góðu þróun sem er í frjáls- um íþróttum um þessar mundir. Framganga Anítu Hinriksdóttur ýtir undir áhugann og hvetur okkur öll áfram. Hafdís Sigurðardóttir hefur ennfremur verið að gera frábæra hluti. Það eru margir efnilegir að koma upp, svo að ég get ekki annað séð en að framtíðin sé björt.“ Æfa vel og hugsa vel um sig - Þú hefur mikinn metnað og ætlar væntan- lega að standa þig á næstu árum? „Ég ætla að gera það og vonandi stendur maður undir pressunni sem maður finnur fyrir. Það fyrsta er að æfa vel, hugsa vel um sig, og standa sig á mótum sem maður tekur þátt í.“ Unglingalandsmótin sterk - Þegar þú lítur til baka, hefur það verið þess virði að eyða tímanum í íþróttirnar? „Já, alveg hiklaust. Ég hvet alla til að finna sér tíma til að hreyfa sig og félagsskapurinn í kringum þetta allt saman skiptir verulegu máli í mínum huga. Það er frábær byrjun hjá ungum krökkum að taka þátt í Unglinga- landsmótum, taka þar sín fyrstu skerf og kynnast öðrum krökkum. Þessi mót eru gífurlega sterk og svo sannarlega búin að sanna sig,“ sagði Kolbeinn Höður Gunnars- son í spjallinu við Skinfaxa. Kolbeinn Höður Gunnarsson – norðlensk upprennandi stjarna á hlaupabrautinni: Draumur minn er að komast á stóru mótin og etja kappi við þá bestu „Kolbeinn Höður er mikið hlaupaefni. Hann er 400 metra hlaupari frá upphafi til enda og líka fljótur á 200 metrunum. Þegar hann var 15–16 ára var strax aug- ljóst að þarna væri mikið efni á ferð. Árang- urinn núna kemur mér ekki á óvart, hann er að þroskast og er farinn að finna það að vinnan skilar árangri. Ég er gamall þjálfari en kann samt engin hókus pókus trix. Þetta er bara vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Hann er bara eins og aðrir sem þarf að læra vinnusemi og hann er kominn af stað. Stórkostlega efnilegur en á langa leið fyrir höndum,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Kolbeins Haðar Gunnarssonar hlaupara. Gísli sagði að ef Kolbeinn Höður heldur vel á spöðunum eigi hann eftir að komast langt. „Það er rosalega gaman þegar vel geng- ur. Íþróttir eru náttúrlega bara númer eitt hjá mér og það er skemmtilegt að vinna með þessum pilti. Kol- beinn Höður er kominn vel á veg og búið að leggja ágætis grunn að ákveðnum hlutum. Hann er algjörlega meiðslalaus, vel þjálfað- ur, ungur og frískur maður. Hann á mikið inni og það eru spenn- andi tímar fram undan. Hann þarf að halda áfram að borða, sofa og æfa, þessi ungi piltur. Þá eru honum allir vegir færir,“ sagði Gísli Sigurðsson í samtali við Skinfaxa. Hvað segir þjálfarinn Gísli Sigurðsson um Kolbeinn Höð: Strax augljóst að þarna var mikið efni á ferð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.