Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands I nnan UMFÍ hefur á undanförnum árumfarið fram töluverð umræða um Lands-mót UMFÍ, þ.e. „Stóra Landsmótið“, eins og við ungmennafélagar köllum það okkar á milli. Þau orð sem einkum heyrast eru að mörgum þykir að mótin hafi dregist saman og að ekki sé sami dýrðarljómi yfir þeim og áður var, er þá einkum verið að horfa til áranna um og eftir miðja síðustu öld. Kepp- endum frá sambandsaðilum hefur fækkað og aðsókn að mótunum minnkað. Í ljósi þessa hafa sumir sagt að tími mótanna sé liðinn og að best sé að leggja þau niður. Stundum þarf að ýta hressilega við fólki til að fá umræðuna og er óhætt að segja að það hafi borið árangur varðandi Landsmótið. Þegar menn hafa lýst því yfir á þingum UMFÍ að mótið hafi runnið sitt skeið á enda hafa mörg ungmennafélagshjörtu tekið kipp og áttað sig á því að það vilja þau alls ekki. Margir eiga ljúfar minningar frá Lands- móti UMFÍ og geta ekki undir neinum kring- umstæðum hugsað sér að leggja mótin nið- ur. Sá liðsandi sem oft varð til þegar fólk úr héraðssamböndunum safnaðist saman og hélt á Landsmót fyrir sitt samband sé engu líkur. Minningar frá skemmtilegri keppni, keppnisferðalagi og samveru við fólk úr hreyfingunni séu ómetanlegar. Í ljósi þessara umræðna og hugleiðinga í tengslum við 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi lagði stjórn HSK fram tillögu á sambandsráðs- fundi UMFÍ sem haldinn var á Kirkjubæjar- klaustri í október 2012 þar sem samþykkt var að fela stjórn UMFÍ að halda stefnumótandi ráðstefnu um Landsmót, Unglingalandsmót og Landsmót 50+. Á ráðstefnunni skyldu tekn- ir fyrir grunnþættir mótanna, hvað hefur verið vel gert og hverju mætti hugsanlega breyta. Stjórn UMFÍ ákvað í framhaldinu að fara í fundaherferð um landið þar sem framtíð Landsmótanna yrði rædd. Fyrsti stefnumót- unarfundurinn var haldinn á Húsavík 11. maí 2013 og tókst vel. Síðan voru haldnir fundir í Borgarnesi 30. janúar, á Akureyri 27. febrúar, í Reykjavík 5. mars, á Selfossi 19. mars og á Egilsstöðum 9. apríl árið 2014. Aðsókn á fundina var misgóð eins og gengur en margar góðar hugmyndir komu fram. Stjórn UMFÍ skipaði síðan fjögurra manna nefnd sem tók saman niðurstöður fundanna og kom fram með tillögur að breytingum er lagðar voru fyrir sambandsráðsfund UMFÍ sem haldinn var í Garðabæ í október 2014. Nefndin lagði fram róttækar breytingar, m.a. til að fá fram viðbrögð sambandsaðila. Ekki stóð á þeim því að fulltrúar á sambandsráðs- fundi voru ekki tilbúnir að samþykkja breyt- ingarnar og vildu að þær yrðu sendar heim í hérað og lagðar fyrir sambandsaðila. Nú hafa sambandsaðilar haft góðan tíma til að fjalla um tillögurnar og munu væntan- lega senda nefndinni hugmyndir sínar og athugasemdir. Stjórn UMFÍ mun eftir það setja fram tillögu um breytingar á Landsmót- inu sem lögð verður fyrir sambandsþing UMFÍ haustið 2015. Flestum er ljóst að ef við ætlum að halda áfram að halda Landsmót UMFÍ þarf að gera breytingar á mótinu. Aðsókn og þátttaka í síðustu mótum gefur það til kynna. Það er fátt sem segir að ekki sé hægt að reisa Lands- Hugleiðingar um Landsmót mótin við og gera þau aftur að þeim stórvið- burðum sem þau hafa verið í gegnum tíðina. Til þess þarf einungis áræði og þor og öflugt hugmyndaflug. Af þeim hugmyndum sem fram hafa kom- ið má nefna að fækka keppnisgreinum og breyta keppnisfyrirkomulagi í ákveðnum greinum. Einnig að opna fyrir þátttöku almennings þannig að hver sem er geti tekið þátt í Landsmóti, svipað og gert er á Ungl- ingalandsmótinu. Með því fyrirkomulagi yrði mótið gert að meiri lýðheilsuhátíð. Margir eru á því að stigakeppnin eigi að vera áfram enda hefur hún oft og tíðum verið mikill hvati fyrir þátttöku hjá sambandsaðilum. Hvað sem öðru líður þarf hreyfingin að taka ákvörðun um framtíð Landsmótanna. Ein leið, sem hefur verið nefnd, er að sam- bandsþingið í haust móti meginstefnuna en eftir það verði mótshaldara gefnar frjálsar hendur um að koma með frekari breytingar og nánari útfærsla verði síðan unnin í sam- vinnu við stjórn UMFÍ. Á meðan fólk hefur gaman af því að koma saman og keppa í íþróttum, þar sem gleði og góður keppnisandi svífur yfir vötnum, er grundvöllur fyrir því að halda Landsmót UMFÍ. Möguleikarnir á nýrri útfærslu, sem er meira í takt við nútímann, eru óteljandi og því fátt annað að gera en að bretta upp ermar og stefna ótrauð á næsta Landsmót UMFÍ 2017. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir Í upphafi ársins voru undirritaðir sam- starfssamningar á milli Ungmennafélags Akureyrar, Ungmennafélags Íslands og Akureyrarbæjar um framkvæmd Ungl- ingalandsmóts UMFÍ 2015, en mótið fer fram á Akureyri um verslunarmanna- helgina. Er þetta jafrnframt í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót er haldið á Akur- eyri. Akureyri er mikill íþróttabær með öflugt og fjölbreytt íþróttastarf. Mun það m.a. speglast í miklu framboði keppnis- greina á mótinu þannig að sem flestir á aldrinum 11–18 ára ættu að finna tæki- færi til að taka þátt í frábærum viðburði á Akureyri. Á myndinni hér til hliðar eru, frá vinstri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sigurður Freyr Sigurðarson, for- maður UFA, Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður íþróttaráðs og varaformaður unglingalandsmótsnefndar 2015, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri og formaður unglingalandsmótsnefndar 2015. Samstarfssamningar vegna Unglingalandsmótsins á Akureyri undirritaðir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.