Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 24

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Það skiptir miklu máli að hugsa vel um líkamann en þegar upp koma kvillar eins og eymsli í stoðkerfi og íþróttameiðsl er það með því fyrsta sem kemur upp í hugann að fara til sjúkraþjálfara eða annars sérmenntaðs fólks til að leita sér lækninga. Það er mikið að gera hjá aðilum sem veita þessa þjónustu enda hefur þekkingu fleygt fram jafnt og þétt á síðustu árum. Til að skyggnast örlítið inn í þennan heim litum við inn hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og Garðabæjar og hittum þar fyrir Gauta Grétarsson, sjúkraþjálfara og eigenda stof- unnar, sem hefur verið starfrækt frá árinu 1988. Þar eru að störfum 15 sjúkraþjálfarar og íþróttakennari ásamt 4 móttökuriturum og starfsfólki í hlutastörfum í þrifum og bókhaldi. Meira æft af kappi en forsjá Þegar Gauti er inntur eftir því hvort íþrótta- meiðslum hafi fjölgað hin síðustu ár svarar hann að ekki séu til tölur til að byggja á, enda skráningar af skornum skammti. „Mín tilfinning er hins vegar sú að alhliða íþróttameiðslum hafi fjölgað til muna. Það tengist bæði því að það er meira æft núna heldur en þá, kannski meira af kappi en for- sjá. Það vantar miklu meiri þjálffræði eins og það er kallað, að fólk nýti sér þær rannsóknir sem eru stundaðar víðast hvar í heiminum til að sjá hvaða áhrif þjálfun hefur. Til að fá hraða og snerpu þurfum við að þjálfa fáar endur- tekningar og gera það hratt. Núna virðist það vera ríkjandi að gera margar endurtekningar og gera þær hægt og illa en með því þjálfum við upp rangt hreyfimynstur. Ennfremur vit- lausar lendingar, vitlausar hreyfingar sem gerir það að verkum að þá er slysahættan miklu meiri þegar við erum að hoppa og stökkva. Það vantar miklu meiri gæði í þjálf- unina,“ segir Gauti. Meiðsli tengd baki og herðum - Hvaða íþróttameiðsl færð þú helst? „Við fáum blöndu af öllu en fáum samt mikið til okkar meiðsli sem tengjast bakinu og herð- unum. Axlarmeiðsli tengjast töluvert hand- boltanum og svo koma íþróttamenn mjög oft inn með krossbandaslit, liðþófameiðsli og alls konar meiðsli í hnjám sem má rekja til þess að stöðugleiki í ökklum, baki og mjöð- um er slakur. Ég hef verið í íþróttarannsókn- um þar sem ég mæli með græjum hér á stof- unni þá sem hafa verið meiddir lengi og eru búnir að fara frá einum til annars. Ég fæst mikið við að kenna fólki að nota rassvöðvana. Það vantar mikið upp á að þeir séu notaðir rétt sem þarf að gera bæði til að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Ef rassvöðvar eru ekki þjálfaðir í æfingaprógrömmunum koma fram álagseinkenni í hné, kálfa og ökkla og annars staðar.“ Betra að æfa vel en of mikið - Vantar kannski upp á að íþróttamenn almennt hugsi nógu vel um líkama sinn? „Nei, ekki endilega. Það sem skiptir mestu máli að það er búið að selja íþróttafólki að það ætli sér að verða einhverjir atvinnu- menn. Þjálfarar, íþróttafólk, foreldrar og aðrir átta sig ekki á því að það er bara lítið brot af þeim sem fara í íþróttir sem ná alla leið. Við vitum alveg hverjir það eru og til að komast þangað þarftu ekki bara að vera góður held- ur líka heppinn. Vera heppinn þannig að þú sért með góðan þjálfara sem hjálpar þér að passa upp á að álagið sé ekki of mikið. Nú erum við með fullt af ungu íþróttafólki sem er búið að segja að æfa 10 þúsund klukkutíma. Það er hins vegar betra að æfa 5 þúsund klukkutíma og æfa vel heldur en að æfa mikið og æfa vitlaust. Maður bara sér það í dag að það eru allt of margir að æfa meira af kappi en forsjá,“ sagði Gauti. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari: Tilfinning mín er að íþróttamei Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is 00000 00000Vatnaveiði er frábært fjölskyldusport!

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.