Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 J óhann Guðjóns-son hefur verið umboðsaðili íþróttavöruframleið- andans Jako á Íslandi í hátt í 13 ár ásamt eiginkonu sinni. Jako er þýskt fyrir- tæki sem hefur verið starfrækt í 25 ár. Jóhann segir viðskiptin hafa náð hámarki í kringum 2007 eða skömmu fyrir hrun og að í dag hafi viðskiptin náð sama flugi aftur og jafnvel meira. Jóhann segir starfið að mestu snúast um að flytja inn íþróttavörur og sinna íþrótta- félögunum. „Við sjáum líka um allar merking- ar fyrir félögin. Svo erum við með annað vöru- merki sem heitir PureLime sem við keyrum samhliða. Við veitum verslunum og einstakl- ingum þjónustu og komum raunar til móts við alla og sinnum þeim af kostgæfni. Jako- fyrirtækið er mjög gott í allri þjónustu og þeir eiga yfir gríðarlega stórum lager að ráða. Þeir afgreiða okkur með 98,5% af öllu því sem við pöntum í hverri sendingu sem er mjög hátt hlutfall. Jako er stórt fyrirtæki sem stækkar ört,“ segir Jóhann. - Eru það mörg félög hérlendis sem klæðast fatnaði frá Jako? „Já, þau eru orðin ansi mörg og fer fjölg- andi, hægt og bítandi. Við leggjum okkur fram í þjónustunni þannig að viðskiptavinur- inn fái vöruna fljótt og greiðlega. Viðskiptin eru farin að verða jöfn yfir árið, sveiflurnar eru minni en áður. Í efstu deild í fótboltanum Jako er stórt fyrirtæki sem stækkar ört LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T leika Breiðablik og Fylkir í Jako og Stjarnan er nýbúin að gera samning við okkur um félagsgalla fyrir allt félagið. Í öllum deildum klæðast félög fatnaði frá Jako og má nefna Víking í Ólafsvík sem hefur leikið í Jako í mörg ár. Selfoss var að semja við okkur svo að þetta eru félög víða um land. Þetta starf snýst um að standa sig og veita góða þjónustu. Menn verða hafa trú á því sem þeir eru að gera og þá held ég að hjól- ið snúist með manni. Starfið er skemmti- legt og maður hittir og kynnist fjöldan- um öllum af fólki,“ sagði Jóhann.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.