Aldan - 23.09.2014, Síða 2

Aldan - 23.09.2014, Síða 2
Róbert Hlöðversson - Sími 897 0525 - robert@isgen.is MATVÆLA- RÁÐGJÖF 23. SEPTEMBER 2014aldan2 Nýtt sjávarútvegblað hefur göngu sína í haust: ALDAN, fréttablað um sjávar- útveg kemur út mánaðarlega Fyrir kosningarnar í vor var því oft haldið á lofti að þrátt fyrir allt ætti landið allt enn mikið undir sjáv- arútvegi. Fótspor, sem gefur m.a. út blöðin VESTURLAND, VEST- FIRÐI, AKUREYRI-VIKUBLAÐ, AUSTURLAND, SUÐURLAND, REYKJANES, HAFNARFJÖRÐ, KÓPAVOG OG REYKJAVIK-VIKU- BLAÐ, hleypir nú af stokkunum nýju sjávarútvegsblaði sem beina mun sjónum að norðlenskum sjáv- arútvegi ekki síður en annars staðar á landinu. Ritstjóri er Geir A. Guð- steinsson, sem hefur áralanga þekk- ingu á sjávarútvegi í blaðamennsku, eftir áralöng störf í blaðamennsku á Degi og Degi-Tímanum og nú á seinni árum við ritstjórn VESTUR- LANDS og VESTFJARÐA, svo eitt- hvað sé nefnt. „Blaðið heitir Aldan, fréttablað um sjávarútveg. Blaðið mun fjalla um sjávarútveg almennt, útgerð, fiskvinnslu, þjónustufyrirtæki í at- vinnugreininni, og ekki síst um fólkið sem kemur að þessum undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar, bæði þá sem stjórna fyrirtækjum í atvinnugrein- inni og ekki síður þá sem vinna ýmis önnur störf í atvinnugreininni, s.s. í fiskmóttökunni, löndun, sjómennina og aðra. Engin verður undanskilin. Með því mun blaðið gefa sem besta spegilmynd af sjávarútveginum í dag. Blaðinu verður dreift til allra helstu aðila í sjávarútvegi í dag, liggja frammi á hafnarvogunum víðs vegar um landið og það mun verða aðgengilegt á völdum stöðum, s.s. bensínstöðvum. Blaðið mun taka mið af því að mörg sjávarútvegsfyrirtæki á lands- byggðinni, s.s. Samherji á Akureyri, eru lykistoð í atvinnulífinu á Ak- ureyri. Þannig mætti einnig nefna Síldarvinnsluna á Neskaupstað, Ís- félag Vestmannaeyja, HB-Granda og fleiri. Meðan ég var blaðamaður fyrir norðan átti ég ágætt samstarf við forsvarsmenn Samherja og það verður enginn breyting á því. Samherji er einnig burðarás í atvinnulífinu á Dalvík, togarar fyrirtækisins landa oft í Hafnarfjarðarhöfn og þannig markar þetta eitt stærsta útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki landsins djúp spor í atvinnulífinu víðar um landið, ekki bara á Akureyri.“ Fyrir á markaði eru a.m.k. tvö blöð sem helga sig sjávarútvegsmálum svo ALDAN verður og ætlar að marka sér ákveðna sérstöðu. Ekki síst að fjalla um undirstöðuna í þessum helsta at- vinnuvegi landsins, tala m.a. við fólk sem hefur atvinnu af því að starfa við sjávarútveg. Einnig verður sjónum beint að nýsköpun í sjávarútvegi, bæði vinnslu í landi og við veiðar. Þjónusta við sjávarútvegsfyrirtæki er stöðugt vaxandi atvinnugrein en nýjungar í þeirri grein hafa vakið heimsathygli. Nægir þar að nefna fyrirtæki eins og Marel, en þau eru miklu fleiri. Einnig verður fjallað um markaðsmál sjávarútvegsins, rætt við neytendur hérlendis, en einnig að fá fram álit neytenda erlendis, ekki síst í Evrópu sem er mikilvægt. Fiskur er í vaxandi mæli fluttur út ferskur, það er krafa markaðarins, og að því þurfa íslenskir framleiðendur að laga sig sem best, og fylgjast með vel með. Sjávarútvegi ekki sýnd nægjanleg athygli með daglegum fréttum „Stundum er haldið fram að hinum gömlu atvinnuvegum á Íslandi sé ekki sýnd nægjanleg athygli með daglegum fréttum leiðandi fjölmiðla. Kannski eru það fyrst og fremst áhrif þess að það þykir ekki mjög fínt að vinna við eina helstu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveg. Því þarf að breyta, og ég held að það muni gerast. Umfjöllun um ferðaþjónustu er nú í tísku en kannski er sú grein ekki eins gjald- eyrisskapandi og oft er gefið í skyn, jafnvel af stofnunum í greininni. Ís- lenska sjávarútvegssýningin verður í Kópavogi í lok septembermánaðar og ekki er ósennilegt að fyrsti for- síðuuppslátturinn í ÖLDUNNI muni tengjast sýningunni og muni m.a. fjalla um nýjungar sem íslensk fyrirtæki kynna þar. Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa um sjávarútveg. Þegar ég var blaðamaður á Degi, Degi-Tímanum og DV var það að einhverju marki mín sérgrein. Ég hef starfað við önnur sjáv- arútvegsblöð og einnig skrifað greinar sem fjalla um sjávarúveg og þannig haldið þessum áhuga mínum og þekk- ingu við. Það hafa lesendur blaða eins og VESTURLAND og VESTFIRÐIR orðið varir við þó þau blöð séu ekki sérstök sjávarútvegsblöð. Ekki síst á Vestfjörðum snýst atvinnulífið meira og minna um útgerð og fiskvinnslu svo það hlýtur að teljast eðlilegt.“ Fiskveiðar og vinnsla eru þrátt fyrir allt undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sýningarsvæði íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Bruxelles. Nýting Íslendinga á þorski vekur athygli hjá FAO: Íslendingar ein helsta fiskveiði- þjóð heims Í nýútkomnu riti FAO, Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem ber heitið The State of World Fisheries and Aquaculture (SOFIA) er staðfest að Íslendingar séu ein af helstu fiskveiði þjóðum heims. Ritið birtir lista yfir þær 18 þjóðir sem veiddu mest af fiski árið 2012. Efst á listanum er Kína með 13.869.604 tonn veidd. Næst kemur Indónesía með 5.420.247 tonn og í þriðja sæti eru Banda- ríkin með 5.107.559 tonn. Ísland er í 17. sæti á listanum með samtals 1.449.452 tonn af fiski. Aðeins eitt annað Evrópuland kemst á listann en það er Noregur, sem vermir 11. sætið með 2.149.802 tonn veidd árið 2012. Íslendingar eru leiðandi í nýsköpun Í ritinu er kastljósinu einnig beint að mikilvægi rekjanleika fisks með það að markmiði að stuðla að fæðu- öryggi og koma í veg fyrir svindl með matvæli. Þar eru rannsóknir Íslendinga sem MATÍS hefur komið að, nefnt sem dæmi um árangursrík verkefni af þessu tagi. Þá er talið að ekki sé hægt að rekja uppruna fisks á Evrópumarkiði í 25 – 50% tilfella. Fullnýting Íslendinga á þorski er einnig umfjöllunarefni í ritinu, þar sem fjallað er um möguleikana á að nýta aukaafurðir fisks til manneldis. Fram kemur að Íslendingar hafi flutt út 11.540 tonn af þurrkuðum þorskhausum til Afríku árið 2011. Greint er frá því að auk hausa séu hrognin og lifrin nýtt til manneldis en afgangurinn fari mestmegins í fóður. Ritið sem hér um ræðir er viða- mesta útgáfa FAO og kemur út á tveggja ára fresti. Markmiðið með útgáfunni er að veita stefnumarkandi og opinberum aðilum auk þeirra sem þurfa að treysta á fiskiðnaðinn al- hliða og hlutlausar upplýsingar um stöðu mála á heimsvísu og gefa hug- myndir um hvernig megi bregðast við þeim áskorunum sem fyrir eru. Þorskur i kari.

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.