Aldan - 23.09.2014, Side 16
23. SEPTEMBER 2014aldan16
Hafnasambandsþing á Dalvík og í Fjallabyggð:
Beint framlag hafnanna
nemur 0,3% af landsframleiðslu
Þing Hafnasambands Íslands, það
39. í röðinni, var haldið í Fjallabyggð
og Dalvíkurbyggð 4. og 5. september
sl. Gísli Gíslason formaður stjórnar
Hafnasambands Íslands setti þingið
og bauð fulltrúa og gesti velkomna
með eftirfarandi orðum: „Ég vil
byrja á því að bjóða ykkur öll hjart-
anlega velkomin á hafnasambands-
þing sem haldið er
sameiginlega af Dalvíkurbyggð
og Fjallabyggð. Við hittumst síðast
á hafnasambandsþingi í Vestmanna-
eyjum árið 2012, en nú hafa gengið
yfir sveitarstjórnarkosningar og til
þings mæta nýir fulltrúar sem ég býð
velkomna og vona að þeir taki upp
merkið í stað þeirra sem eru horfnir
á braut til annarra verkefna. Ykkur
hinum, sem hafa setið mörg hafna-
sambandsþingin treysti ég til að
standa sem fyrr undir merkjum og
því orðspori að hafnasambandsþing
séu í senn skemmtileg og árangursrík.
Þau eru fjölbreytt málefnin sem varða
hafnirnar og á síðustu árum hefur ým-
islegt áunnist en annað mátt ganga
betur. Það gætir því ekki síður flóðs
og fjöru í hafnamálunum en
höfnunum - en ég hef áður sagt að
það fólk sem kemur að hafnamálum
hefur til að bera kjark og áræðni til
að halda úti rekstri og þróun hafna,
við mjög misjafnar aðstæður. Við
höfum haldið því á lofti að hafnirnar
séu hornsteinn í samgöngu- og flutn-
ingakerfi landsins og að í tilvist þeirra
og þróun felist sóknarfæri sem efli
atvinnu- og efnahagslíf. Staðreyndir
í þessum efnum tala sínu máli, en ef-
laust megum við herða róðurinn til
þess að vekja verðuga athygli á þessum
sannleika. Í skýrslu um efnahagsleg
áhrif hafna, sem Valur Rafn Hall-
dórsson, starfsmaður okkar skrifaði,
kemur m.a. fram að beint framlag
hafnanna nemur 0,3% af landsfram-
leiðslu en að óbein áhrif, sem er starf-
semin í höfnunum, nemur um 28%
af landsframleiðslu. Heildar áhrifin
af því atvinnulífi sem þrífst innan
hafnarsvæða eru því óumdeilt mikil
og verðskulda aukna athygli og skiln-
ing,“ sagði Gísli Gíslason.
Gísli sagði að á síðustu hafnasam-
bandsþingum og hafnafundum hafi
umhverfismál verið fyrirferðamikill
málaflokkur og svo verði áfram. Fæstir
geri sér í raun grein fyrir hversu margir
þættir umhverfismála kristallast í
starfsemi hafnanna. Framkvæmdir í
höfnum, umferð bíla, loftmengun frá
skipum og landtengingar við rafmagn,
mælingar á ástandi sjávar, frárennslis-
mál, dýpkun, móttaka sorps og skólps,
frágangur opinna svæða og hafnarlýs-
ing eru dæmi um þau umhverfismál
sem í auknum mæli eru til umfjöllunar
og úrlausnar hafnarstjórna. Hvort sem
höfnin er stór eða smá hafa þessi verk-
efni aukist og hafnirnar hafa almennt
staðið sig vel á lang flestum sviðum
þessara verkefna, en að sjálfsögðu
má gera betur. Það hefur verið nefnt
hér á fundum að skynsamlegt sé fyrir
hafnir að formgera betur aðkomu sína
að umhverfismálum með samþykktri
stefnu, grænu bókhaldi og jafnvel vott-
aðri umhverfisstefnu. Vissulega eru
þarfirnar mismunandi en svo segir
mér hugur að það eigi að vera auðvelt
fyrir hafnarstjórnir að gera umhverfis-
málin og skipulögð vinnubrögð í þeim
efnum enn sýnilegri. Með því að leiða
umræðuna eru meiri líkur til þess
að við getum rutt veginn fremur en
fengið yfir okkur reglugerðir að ofan
um óþarfa aðgerðir eða tilskipanir sem
ekki taka mið af þeim aðstæðum sem
við búum við.
Norðurslóðaverkefnið
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur
flutti afar áhugavert erindi um Norð-
urslóðir og flutninga. Hann sagði að í
tölum væri þetta svði með 20% nátt-
úruauðlinda heims,15% jarðnæðis
heims, 0,05% fjólksfjölda og raun-
hagvöxtur 7-8% en næstu ár ganga
út á að byggja upp innviði svæðisins.
Fjárfestingar næstu 10 árin verða ca.
600 ma USD fram til 2024, Rússland
lang stærst. Með 300 – 400 ma USD,
Alaska og Kanada um 100 ma USD,
Norðurlönd 150 ma USD og Ísland og
Grænland um 10-20 ma USD. Ef olía
finnst á Grænlandi eða Íslandi yrði
fjárfestingin margfalt meiri.
Jón Kjartan Jónsson fram-
kvæmdastjóri fiskeldis Samherja
flutti erindi um sjávarútveginn. Hann
sagði að íslenskur sjávarútvegur stæði
tendur sterkt um þessar mundir. Af-
koman síðustu árin hafi verið góð
og vel hafi veiðst og afurðaverð hátt
þegar á heildina litið. Jón Kjartan
sagði gengi íslensku krónunnar sé
útflutningsgreinum hagstætt og
þorskstofninn á uppleið og uppsjáv-
arstofnar almennt öflugir. Tilkoma
makríls á Íslandsmið væri gríðarlega
mikilvæg. Önnur áhersluatrið væru
m.a. :
• Áhersla á gæði og að þjóna mörk-
uðum eins vel og mögulegt er.
• Íslenskur sjávarútvegur á í
samkeppni við ríkisstyrktan sjáv-
arútveg annarra þjóða.
• Mikilvægt að öll virðiskeðjan sé
á einni hendi – allt frá veiðum
til sölu á mörkuðum. Þannig
er veiðum og vinnslu stýrt með
þarfir og óskir markaðarins í huga.
• Hin góða afkoma síðustu ára hefur
leitt til þess að sjávarútvegsfyr-
irtækin eru farin að fjárfesta á
ný. Sérstaklega er mikilvægt að
endurnýja íslenska fiskiskipaflot-
ann.
• Góð afkoma hvetur einnig til ný-
sköpunar í greininni.
Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa-
flóahafna sf. Var endurkjörinn for-
maður til tveggja ára. Samþykkt var
að halda næsta Hafnasambandsþing
á á Ísafirði 2016 og að næsti hafna-
fundur verður haldin í Hafnarfirði
á árinu 2015.
Dalvíkurhöfn.
Séð til Ólafsfjarðar úr Héðinsfjarðargöngum sem tengir Ólafsfjörð og Siglufjörð sem mynda sveitarfélagið Fjallabyggð.