Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 17

Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 17
23. SEPTEMBER 2014 aldan 17 „Það er að sjálfsögðu von- brigði að það varð ekki meiri aukning í þorskkvóta“ - segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ Kolbeinn Árnason lögmaður hefur verið framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna frá 1. júlí 2013. Kolbeinn lauk laganámi frá Háskóla Íslands 1997 og stundaði framhaldsnám í lögfræði við Uni- versity of Leuven 2006. Kolbeinn var skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins og síðar fiskveiðistjórnarskrifstofu ráðuneyt- isins í samtals rúm sex ár. Á þeim tíma var hann m.a. formaður samn- inganefnda Íslands um deilistofna og sendinefnda Íslands hjá alþjóðlegum fiskiveiðistjórnarstofnunum. Ekki hefur verið haldinn samninga- fundur með fulltrúum sjómanna um alllangan tíma þrátt fyrir að samingar hafi lengi verið lausir. Kolbeinn var spurður hvort eitthvað væri að frétta af þeim málum. „Því miður er staðreyndin sú að það er ekkert að frétta. Þegar útgerðirnar vita ekki hvað þær hafa í afgang til að borga í laun er tilgangslaust að setjast að samningaborðinu. Það er ekki síst á meðan veiðigjaldamálið er óleyst og ekkert kemur frá ráðuneytinu um það. Á meðan er ekki hægt að skuldbinda útgerðirnar um eitt eða neitt. Við vitum hins vegar að það er töluverð vinna í gangi í stjórnarráðinu en ég held að það sé ennþá nokkuð á hugmynda- fræðistiginu, því vitum við ekki hvað veiðigjaldið verður hátt og þá er ennþá lengra í að sjálft frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi, hvað þá að það verði að lögum. Þetta getur tengst ýmsum praktískum atriðum eins og verð- myndum á fiski.“ - Nýtt fiskveiðiár hófst í byrjun þessa mánaðar og eins og venjulega eru skiptar skoðanir um ágæti þess. Hver er skoðun þín á úthlutuninni á þessu sinni? „Á grundvelli þess sem við vissum um þorskstofninn að það yrði töluverð aukning í þorskkvóta. Það eru að sjálf- sögðu vonbrigði að það varð ekki en við skiljum hins vegar að sjávarútvegs- ráðherra fari að ráðgjöf vísindamanna Hafrannsóknastofnunarinnar. Það er í gangi vinna sem snýr að því hvort endurskoða eigi veiðireglurnar. Við höfum hins vegar töluverðar áhyggjur af ýsustofninum þó sú úthlutun hafi ekki komið eins mikið á óvart.“ - Þið eruð þá ekkert að efast um hæfni vísinamanna Hafrannsóknastofnunar- innar? „Ég held að svarið hljóti að vera að það megi og eigi að eyða mun meiri fjármunum í hafrannsóknir við Ísland. Við viljum t.d. fá svör við því af hverju nýliðun þessara stofna er svo miklu minni en almennt var vonast eftir. Hafrannsóknastofnunin virðist ekki vita af hverju það stafar. En meðan að stofnunin er í algjöru svelti fjárhagslega er ekki hægt að fara í þessar rannsóknir. LÍÚ hefur margsinnis lagt fram beiðni um að Hafrannskóknastofnun fengi aukið fjármagn. Það er búið að skera rekstur stofnunarinnar alveg inn á beiðni svo þar er ekki hægt að gera þær rannsóknir sem eðlilegt og sjálf- sagt þætti að Hafrannsóknastofnunin sinnti í dag.“ - Ertu sáttur við að aðalstöðvar Fiski- stofu flytji frá Hafnarfirði til Akureyrar? „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að stofnunin sé áfram öflug, og fagleg nálgun sé viðhöfð.“ Sameining LÍÚ og SF - Viðræður hafa verið á þessu ári um sameiningu LÍÚ og Samtök fiskvinnslu- stöðva. Hvar er það mál statt? „Endanleg ákvörðun verður tekin á aðalfundi beggja samtakanna 30. október nk. Það hafa ekki komið upp nein meiriháttar mál sem hindra það ferli svo það er stefnt að því að stjórnir félaganna leggi það til að af sameiningunni verði. Niðurstaðan er í höndum þeirra sem fara með atkvæði á aðalfundunum og mér finnst að það sé vilji til sameiningar.“ Íslenska sjávarútvegssýn- ingin nauðsynlegur vett- vangur - Íslenska sjávarútvegssýningin er að hefjast eftir nokkra daga. Finnst þér nauðsynlegt að vera með sjávarútvegs- sýningu hérlendis á þriggja ára fresti eða er bara nóg að fara á sýningar í Bruxelles, Vigo, Boston og fleiri staða? Kolbeinn segir að sýningin sé mjög nauðsynlegur vettfangur fyrir sjávarút- veginn og öll þau fyrirtæki sem tengj- ast honum. „Það er mjög gagnlegt að almenningur átti sig á því hvað þetta er þróuð og tæknilega fullkominn at- vinnugrein. Ég held kannski að stór hluti almennings átti sig hreinlega ekki á því. Því er nauðsynlegt að kynna það fyrir þessum hópi, og svo einnig fyrir þeim sem vinna í greininni. Sjávarút- vegurinn hefur svo gríðarlega marga snertifleti inn í samfélagið. Hér eru bæði stór og smá tæknifyrirtæki sem eru að gera góða hluti og eru fram- arlega á heimsvísu. Mörg af þessum hugvits- og sprotafyrirtækjum hafa náð verulegri fótfestu, eins og Marel, Valka og fleiri, listinn er langur,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Kolbeinn Árnason. Hafnasambandsþing: Hafnirnar hvattar til að setja sér formlega um- hverfisstefnu Fjölmargar tillögur voru fluttar á Hafnasambandsþinginu. Þær voru eftirtaldar: Frumvarp til breytinga á hafnalögum Skorað er á Alþingi að samþykkja fyr- irliggjandi frumvarp um breytingar á hafnalögum með þeim breytingum sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði til við frumvarpið. Hafnir á Íslandi eru einn af horn- steinum samgöngukerfis landsins og eins og kemur fram í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna um efnahagsleg áhrif hafna, uppspretta atvinnu- og efnahagslífs. Umhverfismál Hafnir innan Hafnasambands Íslands eru hvattar til að setja sér formlega umhverfisstefnu þannig að betur verði haldið á lofti því góða starfi sem hafnirnar hafa unnið í umhverfis- málum á liðnum árum. Hafnasam- bandsþing beinir þeim tilmælum til ráðherra umhverfis- og auðlindamála að gætt verði hófs í lögum og reglum varðandi móttöku og umsýslu hafna vegna sorps og skólps og dregið úr óþarfa regluverki og gjaldtöku í mála- flokki sem hafnirnar og fyrirtæki á hafnasvæðum hafa sinnt með góðum árangri. Vigtarmál og Fiskistofa Beint er þeirri eindregnu áskorun til ráðherra atvinnuvega og nýsköpun- arráðuneytis og Fiskistofu að komið verði til móts við hafnirnar um vigtun sjávarafla. Í því sambandi er ljóst að hafnirnar hafa af því kostnað að sinna skráningu í þágu fiskveiðistjónunar- kerfisins og þar sem hafnir sinna vigtun á fleiri en einni hafnarað- stöðu er mikilvægt að nýta tæknina til fjarvigtunar. Samgönguáætlun Beint er þeirri áskorun til Alþingis og innanríkisráðherra að auka verulega framlög til hafnarverkefna á næstu árum. Skýrsla um efnahagsleg áhrif hafna á byggðirnar sýnir að hanfirnar eru uppspretta atvinnu- og efnahags- lífs, en þær njóta óverlegra framlaga ríkisins á meðan hafnir í Evrópu njóta bæði styrkja ríkis og Evrópu- sambandsins. Til þess að hafnir geti sinnt hlutverki sínu sem einn af hornsteinum samgöngukerfisins er óhjákvæmilegt að ríkið komi að endurnýjun og uppbyggingu hafnar- mannvirkja og að því megi sjá stað í samgönguáætlun til næstu ára. Skráning kaupskipa á Íslandi Skorað er á ríkisstjórnina að hefja nú þegar vinnu við að breyta lögum og reglum varðandi skráningu kaup- skipa á Íslandi. Um áratugaskeið hafa íslensk kaupskip verið skráð erlendis vegna lagaumhverfis á Ís- landi, en tekjur af áhöfnum runnið til annarra landa en Íslands. Fyrir þjóð sem byggir stærstan hluta flutninga til og frá landinu á skipum og sigl- ingum og hyggur á væna hlutdeild í auknum siglingum við og til landsins er óviðunandi að lagaumhverfið komi í veg fyrir að kaupskip séu skráð á Íslandi. Skipulagsreglur hafna og atvinnusvæða Í samþykktinni er beint þeirra áskorun til ráðherra umhverfis- og auðlindamála að ákvæði skipulags- laga og skipulagsreglugerðar varðandi hafna-, athafna- og iðnaðarsvæði verði tekin til endurskoðunar með það að leiðarljósi að einfalda verk- ferla við gerð og breytingu skipulags á þessum svæðum. Á síðustu árum hefur skipulegsferlum verið breytt og þeir nú tímafrekari en áður. Þær breytingar hafa ekki verið til að auka réttaröryggi skipulagsmála heldur gert aðstöðusköpun fyrir atvinnufyr- irtæki óþarflega flókna. Þá er skorað á ráðherra að láta endurskoða land- nýtingarflokkun skipulagsreglugerðar vegna hafna- iðnaðar og athafnasvæða þannig að ákvæðin taki annars vegar mið af breytingum á atvinnustarfsemi og að þau verði hins vegar mun skýr- ari en nú er. Hafnarfjarðarhöfn er ein sú stærsta á landinu hvað varðar umsvif. Umferð og löndun erlendra togara er þar umtalsverð. Fjölbrautaskóli Norðurlands: Boðið upp á nám í Fisktækni Nú í haust fer af stað nám í fisktækni á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólans og FISK Seafood ehf. í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands. Kennt verður eftir kl. 16.00 á daginn og um helgar þannig að hægt er að stunda námið með vinnu. Námið er 4 annir og lýkur með framhaldsskólaprófi og starfsheitinu Fisktæknir. Nú þegar hafa 20 starfsmenn FISK skráð sig í námið en af þeim fóru 16 í gegnum raunfærnimat í vor og hafa þegar lokið hluta af náminu. Miðviku- daginn 28 ágúst sl. var haldinn kynn- ingarfundur í Verinu fyrir væntanlega nemendur og komu fulltrúar FNV og Farskólans og kynntu skipulag og fram- kvæmd námsins Fylgst með útskýringum.

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.