Aldan - 23.09.2014, Síða 18

Aldan - 23.09.2014, Síða 18
Promens Tempra ehf. • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@promens.com Promens Tempra hefur í samráði við Matís hannað nýjan kassa til útflutnings á ferskum fiski. Rannsóknir sýna að með því að þykkja hornin á kassanum mun fiskurinn viðhalda ferskleika sínum 2-3 dögum lengur en mögulegt er þegar um kassa með hefðbundinni hönnun er að ræða og geymsluþolið eykst um 1-2 daga (Björn Margeirsson o.fl., 2010). Hér er miðað við dæmigerðar hitasveiflur í land- og flugflutningi frá Íslandi til Evrópu. 10 9 8 7 6 5 4 3 0 2 4 6 8 10 Geymsluþolsmörk Ferskleikamörk Dagar frá pökkun Hefðbundin hönnun Nýr Tempru kassi Heimild: Björn Margeirsson o.fl., 2010. Skýrsla Matís 29-10. To rr y ei nk un n Temprukassarnir eru undirstaða þess að íslenskur fiskur kemst ferskur til neytenda um allan heim. Hvers virði er aukinn ferskleiki í 2-3 daga fyrir þig? H ön nu n: th or ri@ 12 og 3. is / P re nt un : L itl ap re nt Kaldari kassar – ferskari fiskur www.promens.is/tempra 23. SEPTEMBER 2014aldan18 Ný tækni við kælingu á ferskum fiski vekur athygli mína“ - segir Ásmundur Friðriksson, nefndarmaður í atvinnuveganefnd Ásmundur Friðriksson alþingismaður í Suðurkjördæmi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á sæti í atvinnuveganefnd. Hann var spurður hvort af hverju veiðileyfagjald hafi enn ekki verið lagt fyrir Alþingi, hvað þá samþykkt, sem hljóti að teljast afar bagalegt fyrir útgerðina og kemur í veg fyrir að samið er við sjómenn um kaup og kjör. Ásmundur var spurður hvenær vænta mætti þess að tillögur um það liggi fyrir Alþingi. „Ég vona að það verði sem fyrst enda nauðsynlegt að koma málinu til þingsins og nefnda sem fyrst.“ - Nýsmiði fiskiskipa hefur verið sáralítil undanfarna áratugi þó eitthvað sé að glæðast í þeim málum nú, en öll sú vinna fer fram erlendis. Hvað er hægt að gera til að auðvelda útgerðarmönnum að endur- nýja fiskiskipaflotann til samræmis við okkar nágrannaþjóðir? „Það er mikilvægt að við beitum sömu ívilnunum og aðrar þjóðir gera fyrir skipasmíðaiðnaðinn. Hér á landi er þekking og reynsla enn til að efla megi skipasmíðar innanlands og fjöldi nýsköpunarfyrirtækja sem framleiða og selja búnað í nýsmiði um allan heim. Það er mikilvægt að í nánustu framtíð verði umhverfi iðnaðarins þannig að raunhæfur möguleiki verði á því að endurnýjun stórs hluta fiskiskipastóls- ins verða að raunveruleka hér heima. Til þess að það verði þarf umhverfið að lagast, traust útgerðarinnar á iðnað- inum að aukast og við sem fiskveiðiþjóð getum með stolti byggt og viðhaldið stórum hluta fiskiskipastólsins við Ís- landsstrendur.“ Niðurskurður undanfar- inna ára hefur komið niður á Hafró - Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar er ávallt deilumál þegar hún birtist. Samt eiga Íslendingar marga bestu vísindamenn heims á þessu sviði. Getur verið að takmarkað fjármagn til stofnunarinnar eigi sinn þátt í þessum ágreiningi? „Það er ljóst að niðurskurður liðinna ára hefur komið niður á starfsemi Hafró og mjög brýnt að úr verði bætt. Loðnu- rannsóknir, rannsóknir á makríl, skötu- sel og fleiri tegundum eru í lágmarki, eða nánast engar. Það er skilningur á vanda Hafró og mikilvægt að við látum meira fé rakna til hafrannsókna á nýjum stofnum eins og gulldeplu sem gætu styrkt sjávarútveg okkar á næstu árum.“ - Telurðu líklegt að Íslendingar nái samkomulagi við Evrópubandalagið, Færeyinga, Norðmenn og jafnvel fleiri þjóðir um samninga um makrílveiðar á næstu misserum? „Ég get bara svarað því til að ég ber þá von í brjósti að við náum sanngjörnum samningum við nágranaþjóðir okkar um alla helstu nytjastofna.“ - Ætlar þingmaðurinn að sækja sjávar- útvegssýninguna sem hefst í Kópavpogi í þessari viku og hvað mun þar vekja mesta áhuga hans? „Þingmaðurinn þarf að sinna skyldum erlendis þessa helgi, því miður, en ný tækni við kælingu á ferskum fiski vekur athygli mína og svo margt annað sem glepur huga gamals fiskverkenda,“ segir Ásmundur Frið- riksson. Ásmundur Friðriksson. Íslenska sjávarútvegssýningin: Wise kynnir öflugt hleðslu og flutninga- kerfi fyrir WiseFish „WiseFish fyrir NAV 2013 er best heppnaða útgáfa af WiseFish frá upphafi og við hjá Wise erum mjög stolt að kynna kerfið á sjávarút- vegssýningunni í Fífunni 25-27 september n.k. Við munum kynna Dynamics NAV, WiseFish og Wise Analyzer greiningartól fyrir Wis- eFish,“ segir Jón Heiðar Pálsson hjá Wise. „Á sjávarútvegssýningunni í Bás G-19 munum við m.a. kynna nýtt öflugt hleðslu og flutningakerfi fyrir WiseFish. Kerfið stýrir og heldur utan um útskipanir og flutninga á afurðum þar sem allar afhendingar eru sýni- legar á einum stað. Sérstök virkni er fyrir sendingar með flugi, til að hraða allri úrvinnslu og skjalagerð. Við munum kynna sendingu og móttöku viðskiptaupplýsinga og veiðivottorða á rafrænu formi milli söluaðila og framleiðenda sem sparar mikinn innslátt fyrir þá sem selja í gegn um 3ja aðila eða innan fyrir- tækja með margar vinnslur. , - þannig að þegar um er að ræða framleiðendur og söluaðila, mikinn vinnusparnað, hagræðingu og tryggt sé að gögn sé rétt skráð.“ Með nýrri útgáfu af WiseFish færðu nú m.a. • Nýtt útflutningskerfi: - yfirfarið og endurgert að mestu. • Hægt að keyra kerfið á snjallsímum, spjaldtölvum og með léttum vef • biðlara • Nýtt samningakerfi: Kostnaður við sölu er nú skráður í samninga- kerfi/ sölusamkomulög sem tryggir betra umhald um sölur, framlegð og kostnaðargreiningu fyrir útflytj- endur og söluaðila. „Með WiseFish og NAV 2013 kemur ný virkni sem tengir enn betur sama Office 365, þ. e. Word, Excel, Outlook, PDF, SharePoint og One note svo dæmi séu nefnd. Nú bjóðum við WiseFish og Dynamics NAV í áskrift þar sem við bjóðum hýsingu og leigu á hugbúnaðinum. Þannig geta allir innleitt WiseFish í Skýinu. Þannig þarf ekki lengur að reka netstjóra, Office né annan hug- búnað heldur er aðgangur tryggður hvar og hvenær sem er, og kerfið kemur tilbúið til notkunar,“ segir Jón Heiðar Pálsson. Dæmi um fyrirtæki sem keyra WiseFish og NAV í skýinu er P/ F Pelagos í Færeyjum. Ein fullkomnasta vinnsla sinnar tegundar í heiminum með afköst allt að 1. 000 tonnum á sólarhring í uppsjávarfiski. Phil Sorgen, varaforseti Worldwide Partner Group og Jón Heiðar Pálsson. Wise was valið sem ,,Country Partner of the Year,” þriðja árið.

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.