Aldan - 23.09.2014, Síða 24

Aldan - 23.09.2014, Síða 24
23. SEPTEMBER 2014aldan24 „Sé allt það nýjasta sem er í boði á sjávarútvegssýningunni“ - segir Guðmundur Geirdal, sjómaður og bæjarfulltrúi Guðmundur Geirdal bæjarfulltrúi í Kópavogi gerir út bátinn Gísla KÓ-10 og segist ætla að skoða sjáv- arútvegssýninguna í Kópavogi, það hafi hann yfirleitt gert. Hann segist sjálfur vera mjög áhugasamur um allar nýjungar í sjávarútvegi en eitt af því sem sé ákaflega jákvætt við svona sýningar sé að þar myndast persónu- leg tengsl milli manna sem jafnvel endist í það óendanlega. „Þarna hittir maður söluaðila sem maður hefur verið í miklum tengslum við en kannski aldrei hitt persónulega, enda er lykillinn að góðum viðskiptum persónuleg tengsl milli manna.“ - Hefurðu fengið nýjar hugmyndir með því að koma á sjávarútvegssýninguna í Kópavogi? „Já, það hef ég gert. Ég mun ekki síst skoða þessu fullgerðu báta sem verða væntalega á útisvæðinu og skoða hvaða tækni hefur verið innleidd í þá. Þarna sér maður allt það nýjasta sem er í boði í dag, það er afar mikilvægt fyrir sjó- mann eins og mig. Þarna sér maður oft ýmislegt sem getur létt manni vinnuna um borð. Ég get ekki sagt að ég hafi séð einhverja byltingakenndar nýjungar á sjávarútvegssýningunni en það er stöðug og ör þróun í gangi, bæði í tækni og matvælaframleiðslun, ekki bara þegar sýning er haldin. Það hefur á undanförnum sýningum verið lög vaxandi áherslu á bætta kælingu á fiski, en lykilatriði að kæling afurðanna sé góð. Þegar maður sér hvað þeir leggja mikið á sig sem taka við fiskinum frá manni þá eðlilega fer maður að bæta meðhöndlun fisksins um borð áður en komið er til löndunar. Þá aukast lík- urnar á að fiskurinn komi óskemmdur á disk neytandans og bætir þá ímynd atvinnugreinarinnar.“ Guðmundur segist fastlega búast við að sjá eitthvað nýtt á þessari sjávar- útvegssýningu sem hann geti jafnvel nýtt sér sjálfur. „Það er mjög margt að gerast í sjávarútvegi í dag, jafnvel ótrúlega margt. Það sem mér finnst mest spennandi eru þær afurður sem fóru aftur í sjóinn, stundum ekkert hirt nema holdið en annað fór í sjó- inn. Kannski er tækniframfarirnar kannski mestar í því að nálgast það að gjörnýta fiskinn, ekki bara til neyslu heldur einnig t.d. til lyfjaframleiðslu, sem er dýr afurð. Það er afar spennandi þróun.“ Guðmundur Geirdal segir afar já- kvætt að vera með sjávarútvegssýn- ingu hérlendis þar sem sjávarútvegur hafi alltaf verið stór liður í menningu okkar Íslendinga. Með því að færa svona sýningu hingað heim fjölgar þeim verulega sem læra ýmislegt um sjávarútveginn, þá kynnast fleri þessari atvinnugrein en bara þeir sem eru í henni. - Er það mikilvægt fyrir Kópavogsbæ að sjávarútvegssýningin skuli vera í Kópavogi? „Ég er nokkuð viss um það og er stoltur af því að undanfarandi sjávarút- vegssýningar skuli hafa tekist svona vel í Kópavogi,“ segir Guðmundur Geirdal sjómaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Guðmundur Geirdal. Nýjasta skip fiskveiðiflotans: Sigurður VE-15 er uppsjávar- veiðiskip sem getur borið 3.000 rúmmetra af afla Sigurður VE-15, nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja, og þar með nýjasta skipið í fiskveiðiflotanum, kom til heimahafnar 25. júlí sl. frá Tyrklandi þar sem það var smíðað. Það var þá til sýnis bæjarbúum og gestum. Guðbjörg Matthíasdóttir tók á móti þessu glæsi- lega skipi ásamt fjölskyldunni þegar það lagðist að bryggju og tók við spott- anum úr hendi sonar síns, Sigurðar Sigurðarsonar, sem er í áhöfn skipsins Sigurður VE-15 er 3.763 lesta upp- sjávarskip, 80,3 metrar að lengd og 17 metrara ð breidd. Aðalvélin er Wartsila 9L32, 4.500 kw. , burðargeta er 3.000 rúmmetrar af afla. Rúm er fyrir 22 manna áhöfn í 15 klefum. Kaupin á þessu glæsilega skipi er liður í endur- nýjun fiskveiðiflota Ísfélags Vestmanna- eyja og er liður í því að mæta þeirri þróun að stöðugt meira af uppsjávarafla fer til manneldisvinnslu í landi. Skipið er á uppsjávarveiðum, en fyrsti túrinn var á makríl. Glæsilegt skip kemur til heimahafnar, Vestmannaeyja, frá Tyrklandi. Það er ekki þrengt að þeim sem stjórna þessu skipi í þessari brú sem er búin öllum helsltu og nýjustu tækjum sem þekkjast í dag.

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.