Aldan - 23.09.2014, Side 28

Aldan - 23.09.2014, Side 28
23. SEPTEMBER 2014aldan28 Íslenskur sjávarútvegur: Betri gögn - meiri verðmæti! Allar ákvarðanir stórar og smáar eru teknar á grundvelli upplýsinga og þekkingar og því skyldi maður ætla að ein mikilvægasta atvinnu- grein þjóðarinnar væri stútfull af gögnum sem hægt væri að reiða sig á. Þegar leitað er svara við mörgum áleitnum spurningum um þróun og verðmætasköpun í íslenskum sjávar- útvegi þá kemur oftar en ekki í ljós að upplýsingar eru ekki til staðar eða þá að þær standast ekki skoðun. Nú er það ekki svo að ekki sé hægt að teikna upp stóru myndina, afli allra tegunda er þekkt stærð og heildar- útflutningsverðmætin liggja einnig fyrir, en þegar meta á t.d. þróun og nýsköpun einstakra tegunda eða af- urða þá er oft erfiðara um vik. „Lögð hefur verið mikil áhersla á að skrá allan afla og er því að sjálfsögðu fylgt vel eftir, en þegar kemur að út- flutningi þá tekur við annað kerfi sem byggist á skráningu útflutnings eftir tollskrárnúmerum,“ segir Páll Gunnar Pálsson hjá MATÍS. „Tollskránni er ætlað að vera það kerfi sem á að ná utan um allar afurðir sem fluttar eru til og frá landinu. Það kerfi sem notað er hér á landi er byggt á samræmdu alþjóðlegu númera- og flokkunarkerfi sem yfir 200 þjóðir nýta sér, þannig að í grunninn er t.d. þorskur með sama númer víðast hvar í heiminum. Þetta á við um fyrstu sex tölustafina, síðan geta þjóðir lengt númerið og bætt við ítarlegri greiningu afurða. Hér á landi hefur einungis verið hægt að bæta við tveimur tölustöfum vegna takmark- aðrar getu gagnagrunna sem eru í notkun.“ Mikilvægt að sjávarútvegur sé með í ráðum þegar mikilvægur gagna- grunnur er skipulagður Upplýsingarnar sem útflytjendur setja á útflutningspappíra og skila til Tollsins, eru síðan grunnurinn að birtingu gagna hjá Hagstofunni, þannig að ef útflytjendur eru að kasta til hendinni við upplýsingagjöfina þá verður minna mark á takandi þeim upplýsingum sem Hagstofan birtir. Þar sem útflutningur er ekki tilefni gjalda hér á landi þá gefur það auga leið að eftirlit með réttri skráningu er takmarkað, það á sér í raun ekki stað fyrr en í innflutningslandi því þá þarf varan að tengjast réttu tollnúmeri þess lands. Þegar verið er að rýna tölur um út- flutning þá er fyrsta stopp að skoða vörulýsinguna og finna út hvað er átt við eða hvað ekki er átt við, það getur reynst mjög erfitt að fá glögga mynd af þeim afurðum sem skráðar eru í til- tekin tollskrárnúmer. Vörulýsingar er oft á tíðum mjög opnar og geta átt við mismunandi afurðir, en yfir 100 hugtök eru notuð til að lýsa sjávarafurðum í tollskránni og er hvergi að finna nánari skýringar á þeim hugtökum. Það er hægt að tína til mýmörg dæmi um misvísandi vörulýsingar og er greinilegt að nokkur skortur er á vöruþekkingu við samningu þeirra, en hafa verður þó í huga að starfsmenn Tollsins hafa ýmislegt annað á sinni könnu en að semja vörulýsingar fyrir sjávarafurðir. Tollskrárnúmer fyrir sjávarfang eru örfá hundruð meðan tollskráin í heild hefur að geyma þúsundir annarra vörulýsinga, því er mikilvægt að sjávarútvegurinn sé með í ráðum þegar svona mikilvægur gagnagrunnur er skipulagður. Það er vissulega sjávarútvegurinn sem nýtur fyrst og fremst góðs af góðum og ít- arlegum upplýsingum um hvernig til tekst með verðmætasköpun og nýtingu sjávarfangs, því í upplýsingunum verða tækifærin sýnileg. Þrátt fyrir töluverða endurskoðun tollskrárinnar 2012 og fjölgun númera þá er engan veginn hægt að greina með nokkrum hætti hver nýting einstakra tegunda er, sem sést m.a. af því að fjórða verðmætasta tegundin sem flutt er frá Íslandi er „annar fiskur“ eða „ýmsar tegundir“ það eru afurðir þar sem engin sérstök fisktegund er nefnd í vörulýsingu. Þessi „annar fiskur“ skilar um 10% af heildarverðmætum útfluttra sjávarafurða. Samræma þarf vörulýsingar „Það eru á floti fullyrðingar um svo og svo mikla nýtingu einstakra tegunda og eru menn að berja sér á brjóst og fullyrða að við séu öðrum þjóðum fremri. En það er ekki hægt að halda neinu slíku fram nema að fyrir hendi liggi betri upplýsingar um allar afurð- irnar. Meðan ólíkum afurðum er safnað saman í einstök tollskrárnúmer þá er ekki hægt að reikna til baka og segja hver nýting aflans er. Þeir sem hafa komið nálægt vinnslu sjávarafurða vita að það skiptir máli að vita hvort fiskur er með eða án hauss, slægður eða óslægður, flök með roði og beinum eða roðlaus og beinlaus o.s.frv. , ef þessar upplýsingar eru ekki fyrir hendi þá er útilokað að reikna út heildarnýtingu einstakra tegunda. Matís hefur verið í samstarfsverk- efni með Tollstjóraembættinu, Hag- stofu Íslands, Samtökum fiskvinnslu- stöðva, Landssambandi fiskeldisstöðva, Icelandic og Iceland Seafood, þar sem farið hefur verið yfir þessi máli. Ver- kefnið var styrkt af AVS sjóðnum. Af- rakstur verkefnisins er samantekt um hver staðan er og hvernig núverandi upplýsingakerfi er ekki að ná nægj- anleg vel utan um þessi gögn sem til verða. Einnig er sett fram tillaga að úrbótum og hvernig mætti ná fram mjög ítarlegum upplýsingum um allar tegundir, verðmæti og nýtingu, en til þess að ná slíku fram þá þarf að sam- ræma vörulýsingar og tryggja það að sami skilningur sé um hugtökin sem notuð eru. Nú liggja fyrir hugtakaskýr- ingar fyrir vörulýsingarnar og eru þær með fjölda mynda til að sýna betur hvað átt er við. Þessi nýja tillaga mun einfalda alla skráningu og getur í raun gert tilbún- ing séríslenskra tollskrárnúmera fyrir sjávarfang algerlega óþarfan, en samt boðið upp á mun ítarlegri upplýsingar. Þá verður hægt að svara nánast öllum hugsanlegum spurningum varðandi verðmætasköpun og nýtingu sjávar- fangs og þar með taka skynsamlegar ákvarðanir, byggðar á bestu fáanlegu upplýsingum, um allt sem viðkemur nýtingu auðlindarinnar.“ Einn öflugasti útgerðarstaður landsins er Akureyri. Þrátt fyrir töluverða endurskoðun tollskrárinnar 2012 og fjölgun númera þá er engan veginn hægt að greina með nokkrum hætti hver nýting einstakra tegunda er, sem sést m.a. af því að fjórða verðmætasta tegundin sem flutt er frá Íslandi er „annar fiskur“ eða „ýmsar tegundir“ það eru afurðir þar sem engin sérstök fisktegund er nefnd í vöru- lýsingu. Þessi „annar fiskur“ skilar um 10% af heildar- verðmætum útfluttra sjávarafurða.

x

Aldan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.