Dagrenning - 01.02.1953, Side 40

Dagrenning - 01.02.1953, Side 40
JÖNAS GUÐMUNDSSON: Krístílegí stjómmála- flokkurine í Noregí i. Á síðast liðnu vori barst mér bréf frá að- alritara eins hinna norsku stjómmálaflokka, Kristelig Folkeparti, þar sem skýrt var frá því, að stjórnmálaflokkur þessi ætlaði að efna til landsmóts — landstevne — á Voss í Noregi, síðustu daga júnímánaðar 1952, og flokksstjóminni þætti mikilsvert ef gestir frá öllum hinum Norðurlöndunum gætu sótt mótið. Hliðstæðir flokkar við þennan stjómmálaflokk Norðmanna — sem líklega væri réttast nefndur á íslenzku Kristilegi alþýðuflokkurinn — er ckki til í neinu hinna Norðurlandanna, nema ef vera skyldi í Danmörku, þar sem er Dansk Samlig, en sá flokkur á nú engan mann á þingi Dana. Það voru því ekki full- trúar frá kristilegum stjómmálasamtökum, sem mættu þar frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, heldur einstaklingar, sem áhuga höfðu á því að kynnast þessum athvglis- verðu stjórnmálasamtökum og gátu komið því við, að sækja mótið. Ég gerði mér von um að geta þegið boð aðalritarans, en þeg- ar til kom, reyndist ekki kleift að samrýma það þeim störfum, er ég þá varð að gegna, svo ég varð á síðustu stundu að tilkynna, að af þátttöku minni gæti ekki orðið. Ekki er mér kunnugt um h\’ort nokkrum öðmm ís- lendingi var boðið til þessa móts, en hafi svo verið hefir þeim einnig verið ókleift að sækja það, enda kostar slík för allmikið fé, og menn hefðu orðið að bera sjálfir mestallan kostnaðinn. Landsmótið á Voss var svo haldið á tilsett- um tíma og var bæði fjölmennt og ánægju- legt. Kristelig Folkeparti hefir nú sent út allstóra bók með ræðum þeim, sem þar voru haldnar, og frásögn af mótinu. Þegar ég varð að aflýsa þátttöku minni í Voss-mótinu ákvað ég, ef leið mín lægi bráð- lega til Noregs, að hafa tal af fyrirsvars- mönnum þessa flokks og reyna að kynnast eitthvað starfsemi hans. í nóvembermánuði s. 1. vildi svo til að ég þurfti að sækja fund norrænnar nefndar,sem þá var haldinn í Oslo, og lét ég þá af því verða að hafa tal af aðal- ritara flokksins, Olav Biyn. En þar sem dvöl mín í Osló var einir þrír dagar, og ég bund- inn við störf alla dagana, varð því ekki við komið að kynnast fleirum af fyrirsvarsmönn- um flokksins en Ólafi Bryn, enda ekki þörf því hann leysti vel og skilmerkilega úr öllu því, sem mér lék mestur hugur á að vita um þennan sérstæða stjómmálaflokk, sem ég mun nú segja nokknð frá hér á eftir. II. Árið 1933 — sama árið og Hitler braust til valda í Þýskalandi — var fyrsti þingmaður hins kristilega stjómmálaflokks Norðmanna kjörinn á norska Stórþingið, það var Nils Lavik er síðan hefir verið einn af fremstu 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.