Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 7
Startarinn er hér neðst í hnapparöðinni í Lincoln MKC-bíl en verður færð- ur efst í hana. Inköllunin nær til tugþúsunda eintaka af þessari tegund. T ugir milljóna bíla voru inn- kallaðir á nýliðnu ári vegna öryggisþátta ýmiss konar. Var það eflaust til bóta fyrir ökumenn og farþega og til að auka á öryggi þeirra. En innkallanir geta verið af margvíslegum toga og stundum býsna óvenjulegum. Þannig hefur Ford ákveðið að innkalla Lincoln MKC bíla af ár- gerðinni 2015 til að breyta röð hnappa við hlið aðgerðarskjás á hvalbak bílsins. Verður ræsihnappur bílsins færður efst í hnapparöðina en hann hefur verið neðst í henni. Kemur innköllunin til framkvæmda í febrúar, en hún nær til bíla sem framleiddir voru fyrir september sl. Hinni óheppilegu hnapparöð var breytt í þeim mánuði. Innköllunin nær til 13.574 bíla sem seldir hafa verið til þessa í Norður-Ameríku og Mexíkó; 11.144 í Bandaríkjunum, 2.033 í Kanada og 397 í Mexíkó. Breytingin er gerð þar sem ökumenn og farþegar hafa haft tilhneigingu til að reka sig í hnappinn á núverandi stað með þeim afleiðingum að drepst á bíln- um sem getur verið óheppilegt á ferð. Að sögn Ford er þó ekki vitað um nein slys vegna þessa. Með því að færa hann efst í hnapparöðina er talið að þessi möguleiki á mis- notkun starthnappsins sé útilok- aður. Til að leysa vandann þarf auk þess að færa starthnappinn á nýj- an stað meðal annars að forrita stjórnborð og stjórntölvu aflrás- arinnar upp á nýtt. agas@mbl.is Vegir innkallana eru oft órannsakanlegir Startarinn á óheppilegum stað MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 BÍLAR 7 Bílasala á nýliðnu ári í Noregi var meiri en nokkru sinni frá metárinu 1986. Hið 28 ára gamla met hljóðar upp á 167.352 nýskráða fólksbíla. Að kvöldi 29. desember höfðu 143.031 nýskráning á fjöl- skyldubílum átt sér stað. Þar með var salan orðin meiri en allt árið 2013, en þá seldist 142.151 bíll í Noregi. Alls voru nýskráðir 18.017 raf- knúnir fólksbílar sem er gríð- arleg aukning frá 2013 er þeir voru 7.882 talsins. Þótt tveir síðustu dagar ársins hafi ekki verið með í uppgjöri samgöngustofunnar norsku þyk- ir ljóst, að Volkswagen Golf hafi orðið söluhæsti bíllinn í Noregi 2014. Næstum 7% allra nýrra fólksbíla sem bættust við í norsku umferðinni 2014 voru af gerðinni Golf. Um er að ræða 9.624 bíla en af þeim voru rúm- lega 2.000 rafknúnir. Frá og með nýliðnum áramót- um urðu þær breytingar á bíla- markaðinum í Noregi, að samn- ingar um bíla á kaupleigu gilda til fjögurra ára en ekki þriggja. Það er talið hafa leitt til aukinna kaupa undir lok ársins á bílum sem mest eru keyptir á kaup- leigu. Það er t.d. talin helsta skýringin á mikilli sölu Volvo-bíla í jólamánuðinum, en þeir sátu í fjórum af fimm efstu sætum á lista yfir söluhæstu bíla í des- ember. Aðeins Golf seldist þá betur. Listi yfir 10 söluhæstu bílana í Noregi árið 2014 lítur annars út sem hér segir, miðað við 29. desember: Volkswagen Golf: 9.624 Toyota Auris: 5.367 Nissan Leaf: 4.774 Skoda Octavia: 4.403 Tesla Model S: 4.039 Toyota Yaris: 3.872 Mazda CX-5: 3.819 Volkswagen up!: 3.795 Toyota Rav4: 3.604 Volvo V40: 3.324 agas@mbl.is Besta bílasala frá 1986 í Noregi Morgunblaðið/Árni Sæberg Golfinn frá Volkswagen er vinsæll um víða veröld, og líka í Noregi. E ru engin mörk fyrir því undir hvað má setja hjól og aka um eins og fínn maður? Svar hins breska Edd China er tvímæla- laust nei. Hann sérhæfir sig í að byggja og innrétta hvað sem er og setja hjól undir. Þar á meðal er skrif- borðið sem myndin sem fylgir fréttinni sýnir. Hermt er að þetta sé hrað- skreiðasta skrifstofa heims en aka má skrifborðinu og fylgi- hlutum á allt að 100 km/klst. ferð. Ósagt skal látið hvort hér sé á ferðinni vinnustöð hins dæmigerða bílablaðamanns í framtíðinni. Skrifstofan ökufæra er knúin áfram af fjögurra strokka 1,6 lítra Rover K-vél, eins og öll önn- ur „farartæki“ sem Edd China hefur smíðað. Og þrátt fyrir að breiddin milli afturhjólanna sé rétt undir 60 sentimetrum þykir skrifstofan einstaklega stöðug, einnig á mikilli ferð. Farartæki þetta hefur fengist skráð í Bretlandi til aksturs í al- mennri umferð. Til öryggis hefur „bílsmiðurinn“ þó ætíð alla pappíra viðvíkjandi því meðferðis því laganna verðir hafa oftar en ekki stöðvað hann á ferðum sín- um. Hámarki náði það dag nokk- urn er lögreglumenn sýndu hon- um stöðvunarmerki 12 sinnum. agas@mbl.is Fyrir þá sem vilja vera á ferðinni Hraðskreiðasta skrif- stofa heims Skrifstofan á fleygiferð og í fullum rétti á framúrakstursrein. Ú tköll sem neyðarsveitir á borð við lögreglu, slökkvilið og viðgerðarþjónustumenn samtaka félaga bifreiðaeigenda geta verið af ýmsum toga – og það jafnvel fárán- legum. Bresku bíleigendasamtökunum AA bárust um þrjár milljónir aðstoðarbeiðna á nýliðnu ári og þar af voru margar sérkennilegar. Þjónustuliðar þeirra frelsuðu meðal annars snáka, þvottabirni, marsvín og smábörn úr bílum á árinu, sem eigendur höfðu læst sig út úr. Þar af hringdu 2.410 manns er höfðu óvart læst kornabörn inni í bílnum og ekki getað opnað þar sem lyklarnir voru inni í honum. Því til viðbótar bár- ust 1.014 hjálparbeiðnir vegna gæludýra sem læst höfðu inni. Mánudagar standa undir því að vera sagðir til mæðu því á þeim vikudegi bárust að jafnaði flestar hjálparbeiðnirnar. Voru þær að jafnaði eitt þúsund fleiri þá en aðra daga. Mestar voru annirnar 24. nóvember er AA tók við 14.501 bilana- og hjálp- arbeiðni en að meðaltali voru þær 9.337 á dag árið 2014. Algengastar beiðnir voru vegna tómra rafgeyma eða 427.586 talsins. Því næst sprungin dekk eða í 373.746 tilvika og í þriðja sæti á lista yfir helstu hjálparbeiðnir voru biluð ljós. Þar á eftir komu bil- anir í riðstraumsrafal og kúplingu. Í alls 40.072 til- fella hjálpuðu þjónustuliðar AA-fólki sem dælt hafði röngu eldsneyti á bíl sinn, eða um 110 sinnum á dag. agas@mbl.is Flestar hjálparbeiðnir á mánudögum Oft eru börnin óvart læst inni í bílum Margir þurfa aðstoð á vegum úti, meðal annars vegna sprunginna hjólbarða. Einhverra hluta vegna virðast þó flestir hjálparþurfi á mánudögum því flest útköll bárust Bresku bíleigendasamtökunum á þeim degi í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.