Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 8 BÍLAR www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Á árinu 2015 fagnar Toyota á Ís- landi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyota-bíllinn var seldur á Íslandi. Á þessum tíma hefur Toyota unnið sér sess hér á landi sem áreiðanlegur og góður bíll sem hentar vel fyrir íslenskar að- stæður og vinsældirnar eftir því. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. Vörulínan er óneit- anlega breiðari nú til dags og eru innan hennar smábílar, fjöl- skyldubílar, pallbílar, atvinnubílar og jeppar. Alls eru nú um 45.000 Toyotur í notkun á landinu. Gott samband við við- skiptavini „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki,“ segir Úlfar Steindórsson, for- stjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum við- skiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfsfólki sínu strax í upphafi og kapp- kostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera. Við viljum fá fólk til okkar aftur og aftur enda eru mörg dæmi um fjölskyldur þar sem allir eru á Toyota, jafnvel nokkrar kynslóðir. Okkur þykir vænt um það traust sem Toyota-eigendur hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og hlökk- um til áframhaldandi samstarfs við Toyota-eigendur,“ segir Úlfar enn fremur í tilkynningu. Tímamót á tímamót ofan Auk 50 ára afmælisins fagnar starfsfólk Toyota því nú að Toyota hefur verið mest seldi bíll- inn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt, nokkuð sem teljast verður fáheyrður árangur. Ýmislegt verður gert til hátíða- brigða á árinu. Bílasýningar verða með veglegra móti og í til- efni afmælisins verður m.a. boðið upp á sérstaka afmælisútgáfu Land Cruiser 150 - „Íslandsjepp- ans“ - en þar fylgir 33“ breyting með í kaupunum án aukakostn- aðar. jonagnar@mbl.is Toyota fagnar 50 ára afmæli á Íslandi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Aðalstöðvar Toyota á Íslandi eru við Kauptún í Garðabæ. Í 25 ár sam- fleytt hefur Toyota verið mest seldi bíllinn hér á landi. 50 ár liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur hér á landi Starfshópur rafmagnsverkfræð- ingadeildar Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) telur rafbíla væn- legan kost fyrir Íslendinga til að draga verulega úr losun gróð- urhúsalofttegunda og nýta vist- væna innlenda orkugjafa með til- heyrandi bættum þjóðarhag. Hefur hópurinn mótað tillögur um rafbílavæðingu Íslands, sem afhentar voru ráðherrum í rík- isstjórninni milli hátíðanna. Þar er m.a. lögð fram tillaga að stefnumótun ríkisstjórn- arinnar um rafbílavæðingu Ís- lands sem felur meðal annars í sér að vistvænar samgöngur verði efldar. Þar er áréttuð sú sérstaða Íslendinga að hafa að- gengi að endurnýjanlegum vist- vænum auðlindum sem gerir okkur fært að vera í fararbroddi í umhverfismálum með því að nýta „grænt eldsneyti“ eins og raforku fyrir bílaflota lands- manna. Minni losun meginmarkmiðið Í stefnuyfirlýsingunni segir að stjórnvöld stefni að orkuskiptum í samgöngum með því að skipta alfarið úr hefðbundnu jarð- efnaeldsneyti (bensín/dísil) yfir í aðra orkugjafa fyrir bíla og önn- ur ökutæki, orkugjafa sem eru endurnýjanlegir og upprunnir á Íslandi. Meginmarkmið þessarar stefnumótunar séu draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda og nýta sem best endurnýjanlegar og vistvænar orkulindir til að knýja samgöngutæki til að upp- fylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar á þessu sviði. Mælt fyrir fyrir um að hlut- deild endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi verði 10% árið 2025 sem samsvarar því að 25 þúsund rafbílar verði í notkun í landinu. Kveðið er á um að sett verði upp net hleðslustöðva um land allt og sérstaklega í þéttbýli með samstarfi einkaaðila, sveit- arfélaga og orkufyrirtækja. Til þess að ná ofangreindum markmiðum fylgdi stefnumót- unartillögunni aðgerðaáætlun um rafbílavæðingu sem felur í sér eftirfarandi opinberar íviln- anir sem gilda a.m.k. til ársloka 2025 eða fyrr þegar 10% mark- miðinu hefur verið náð í rafbíla- væðingu. Þar segir að engin inn- flutningsgjöld verði á rafbílum þar sem enginn útblástur gróð- urhúsalofttegunda berst frá þeim. Ennfremur að enginn virð- isaukaskattur verði greiddur af rafbílum, enginn virðisauka- skattur greiddur af rekstrarleigu rafbíla og enginn virðisauka- skattur verði greiddur af bíla- leigu rafbíla. Íslendingar gætu orðið fyrstir „Íslensk stjórnvöld hafa haft breytingu í orkuskiptum í sam- göngum að markmiði um nokk- urt skeið en nú sést hilla undir að þetta sé raunhæfur möguleiki og hægt sé að ná þessu mark- miði á mun skemmri tíma en áð- ur var talið, m.a. sökum þess hve tækninni fleygir hratt fram. Staðreyndin er sú að rafbílar eru að verða vænlegur valkostur í samgöngum fyrir Íslendinga, bæði tæknilega og rekstrarlega séð og í framtíðinni verður þró- unin enn frekar í þá átt. Bíllinn veitir okkur mikið frelsi og á hundrað árum hefur hann orðið helsta samgöngutæki heimsins og átt veigamikinn þátt í sókn til aukinnar velmegunar hérlendis sem erlendis. Á Íslandi hefur bíll- inn gegnt lykilhlutverki við að halda landinu í byggð og tengja líf og starf landsmanna. Þegar kemur að rafbílavæðingu heims- ins er mikilvægast að viðkom- andi land framleiði rafmagn á vistvænan hátt eins og Ísland og Noregur. Framtak og stefnumót- un Noregs varðandi rafbíla- notkun er til eftirbreytni. Rafbíll- inn hentar íslenskum orkubúskap einstaklega vel, sér- staklega í ljósi frekari framþró- unar rafbíla og rafhlaðna. Það sama má segja um leiðir til að knýja skip og önnur tæki sem hafa til þessa notast við jarð- efnaeldsneyti. Allt þetta gefur Ís- landi mikla möguleika á að verða fyrsta land í heimi sem nýtir næstum eingöngu endurnýj- anlega orkugjafa í samgöngum og til húshitunar,“ segir meðal annars í stefnumótuninni sem verkfræðingafélagið hefur lagt fyrir ríkisstjórnina. Loks segir að margvíslegur ár- angur hafi náðst í þessu efni. Fleiri rafbílar og aðrar tegundir farartækja nýta endurnýjanlega orku, íblöndun í hefðbundið bensín, innlend framleiðsla líf- eldsneytis er sprotavettvangur sem er í sókn og margt fleira mætti nefna. En betur má ef duga skal. Hvað vistvæna bíla varðar hafa gilt undanþágur frá lögum um virðisaukaskatt en þær eru tímabundnar. Fram- lengja þurfi þær, enda áhyggjur uppi um að verð á rafbílum og öðrum vistvænum samgöngu- kostum hækki ella verulega. Yrðu þær felldar niður væri fyr- irsjáanlegt að sala rafbíla myndi hreinlega stöðvast. Bregðast þyrfti við þessu með því að horfa lengra fram í tímann. agas@mbl.is Rafbílar taldir vænlegur kostur Leggja fram tillögu að stefnumótun rafbílavæðingar Morgunblaðið/Kristinn Innstunga frekar en bensíndæla? Starfshópur rafmagnsverkfræðinga er alltént á þeirri skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.