Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 2 BÍLAR M azda á Íslandi og Citroën á Íslandi hafa lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisauka- skatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla. Þess má geta að hlunnindaskattur lækkar einnig sem þessu nemur. Í tilkynningu frá Brimborg, umboðsfyrirtæki Mazda og Citroën hér á landi, segir, að sem dæmi um verðlækkun nýrra Mazda-bíla megi nefna Mazda CX-5 sem var á 5.590.000 kr. en kostar nú frá 5.490.000 kr. Eins megi nefna Mazda2 sem var á verði frá 2.190.000 kr. en kostar nú frá 2.150.000 kr. Mazda3 kostaði áður frá 3.190.000 kr. en kostar nú frá 3.140.000 kr. Citroën á Íslandi hefur lækkað verð á bæði fólksbílum og sendibílum sömuleiðis. Sem dæmi um Citroën-fólksbíla má nefna Citroën C4 Cac- tus sem var á 2.830.000 kr. en kostar nú frá 2.690.000 kr. Eins má nefna 7 manna Citroën Grand C4 Picasso sem var á verði frá 4.390.000 kr. en er nú á 4.330.000 kr. Citroën C3 var áður frá 2.250.000 kr. en kostar nú frá 2.190.000 kr. Eins og sjá má er verðlækkunin í einhverjum tilfellum meiri en 1,2%. Sendbílalína Citroën lækkar einnig en sem dæmi má nefna að ódýr- asti sendibíllinn á markaðnum, Citroën Nemo dísil, lækkar úr 2.590.000 kr. m.vsk í 2.550.000 kr. m.vsk. og Citroën Berlingo lækkar úr 2.990.000 kr. m.vsk í 2.950.000 kr. m.vsk. agas@mbl.is Skattalækkun skilar sér í lægra verði Mazda og Citroën lækka bílverð Morgunblaðið/ Meðal þeirra bíla sem munu lækka í verði vegna breytinga á virð- isaukaskattkerfinu er hinn nýi og spennandi Citroën C4 Cactus. Þ að eru komin heil fimmtíu ár síðan Carroll Shelby kynnti til sögunnar tveggja sæta orkubúnt sem við þekkjum í dag sem Shelby Cobra. Bíllinn vakti þegar feikna-athygli og það segir sína sögu að enn í dag, hálfri öld síðar, er hann lítt breyttur útlits – enda fá- sinna að laga það sem ekki er bilað. Sparileg hátíðarútgáfa Þó að útlit Kóbrunnar sé eins í meginatriðum þá hafa framleiðendur séð til þess að 50 ára útgáfan hafi sín sérkenni. Bíllinn, Cobra 427, verður fáanlegur frá og með þriðjudeginum 13. janúar nk. og býðst með tveimur mismunandi yfirbyggingum. Annars vegar fæst hann með trefjagleri í hinni klassísku litasamsetningu, blár með hvítum sportröndum, hins vegar á háglansandi áli með matt-silfruðum röndum. Trefjaglersútgáfan kostar um 15 milljónir íslenskra króna, en í áli um 23 milljónir. Þá verða bílarnir, í 50 tölusettum eintökum, merktir með snyrtilegum gullskjöldum til auðkenningar að um hátíðareintök sé að ræða. Ef marka má almennar vinsældir bílanna blasir við að ásókn verður í þessi fimmtíu eintök enda söfnunargildið ótvírætt, burtséð frá því að um tímalausa hönnun og töffaraskap er að ræða. jonagnar@mbl.is Goðsögn meðal kraftabíla í viðhafnarútgáfu 50 eintök á 50 ára afmælinu Sígilt yfirbragðið fær að halda sér innanstokks – sem betur fer. Hin sígilda litasamsetning Shelby Cobra, blár með hvítum röndum. Háglansandi hátíðarútgáfan með yfirbyggingu úr áli er óviðjafnanlega falleg. Viðbúið er að slegist verði um ein- tökin 50 sem smíðuð verða og seld af þessum sögulega sportbíl í tilefni af 50 ára afmælinu sem ber upp í ár. Kínverjar horfa gott til glóð- arinnar á bandarískum bílamark- aði. Til að mynda bílsmiðurinn Guangzhou Auto (GAC) sem von- ast til að nýr og kraftmikill borg- arjepplingur, GS4, slái í gegn á bílasýningunni í Detroit sem hefst síðar í vikunni. GAC fer til Detroit með metn- aðarfull áform og mun þar auk heimsfrumsýningar á GS4-bílnum mæta með tvo hugmyndabíla. Annars vegar ofursparneytinn Witstar sem haldið er fram að brenni aðeins um 1,8 bens- ínlítrum á hundraðið. Hins vegar GA6 GT sportbíll. GAC heitir því í kynningu á GS4 fyrir sýninguna í bílaborginni Detroit, fyrstu stórsýningu ársins í Bandaríkjunum, að smájeppinn verði einkar kraftmikill. Tæpast verður hröðunin mikil því valkost- irnir varðandi vélavalið eru ann- aðhvort 1,3 eða 1,5 lítra vélar með forþjöppu. Því verður þessi bíll lík- ast til aldrei keppinautur Porsche Macan um hylli neytenda. Þótt GS4 sé tilbúinn fyrir raðs- míði hefur GAC aðeins birt teikn- aða mynd af jepplingnum. Þar minna línur nokkuð á Land Rover Evoque, rétt eins og eitthvað hafi verið fengið að láni úr þeim bíl, eða hann allavega verið hinum kínversku hönnuðum innblástur. Segja þeir að yfirbyggingin veki tilfinningar sem létt högg- myndaverk væri. GAC segir að þátttakan í sýn- ingunni í Detroit sé fyrsta skrefið í að ryðja braut fyrir bíla sína í Norður-Ameríku og Evrópu. Hing- að til hefur útflutningur þess ein- skorðast við nokkur lönd í Mið- Austurlöndum og Asíu. Ætlunin er að auka og breikka útrásina enn frekar og fyrst um sinn verð- ur GS4 þar í fylkingarbrjósti. agas@mbl.is Útspil frá Austurlöndum fjær inn á bílamarkaðinn Kraftmikill Kínverji GS4 er sagður vera kraftmikill borgarjepplingur og ætla Kínverjar að sækja með honum inn á markað í Norður-Ameríku og Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.