Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 6
Volvo-bílar runnu út sem heitar lummur í Noregi í desember. Af þeim seldist V70-bíllinn best. H inir sænsku Volvo-bílar rokseldust í Noregi í nýliðnum desem- bermánuði. Sátu ein- stök módel frá Volvo í fjórum af fimm efstu sætum lista yfir söluhæstu bílana í jólamán- uðinum. Volkswagen er með meiri hlut- deild í norska bílamarkaðinum 2014 en nokkurt annað eða 15,1%. Í öðru sæti er Toyota með 11,2% hlutdeild og Volvo í þriðja með 7,7%, samkvæmt upplýsingum frá samgöngu- stofunni norsku (OFV). Segja má hins vegar að Volvo hafi unnið nokkurs konar stór- slemmu í jólamánuðinum. Þegar tveir vinnudagar voru eftir af árinu var hlutdeild sænska bíl- smiðsins í desember 15,6%. Að- eins Volkswagen kom betur út með 16,6% skerf. Volvo-módelin sem þá rokseld- ust voru V70, sem var söluhæst- ur, V40, XC60 og V60. Aðeins VW Golf var nýskráður í meiri fjölda en einstakir bílar Volvo. Nýjar reglur um kaupleigu á bílum eru sagðar skýra mikla sölu Volvo-bíla í Noregi í desem- ber. Frá nýliðnum áramótum gilda slíkir samningar til fjögurra ára í stað þriggja áður. agas@mbl.is Frændur eru frændum bestir Volvo rok- selst í Noregi Áfengismælirinn Breeze er inn- byggður í lyklakippu. Sé eitt af nýársheitum þínum að djamma af meiri ábyrgð en hing- að til þá gæti lítið tól að nafni Breeze verið hjálplegt við það. Persónulegir áfengismælar eru sosum engin nýlunda en Breeze er þó búinn allra nýjustu tækni. Það er ekki einungis að hann mæli áfengismagn í blóði, heldur getur þessi 28 gramma lyklakippa með blátannarbúnaði og snjallsíma metið og upplýst veigamikla þætti aðra. Til dæm- is getur tækið sagt nokkurn veg- inn til um tímann sem viðkom- andi þarf til að runnið sé af honum. Snjalltólið varðveitir gögnin svo ökumenn geti séð hversu hratt efnaskipti í lík- amanum brjóta áfengið niður og vinna á því. Oft er það svo að bílstjóri get- ur ekki beðið eftir því að renni af honum og Breeze hefur svar- ið við því. Tækið getur nefnilega kallað með hjálp snjallsímatóls í leigubíl eða kunningja af tengslalista til að koma öku- manni heim í stað þess að freista þess að aka sjálfur. Dugi það ekki getur Breeze beint handhafa sínum á veitingahús í nágrenninu til að snæða á eða hótel til að sofa úr sér vímuna. Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku þjóðvegaörygg- isstofnuninni (NHTSA) urðu 10.076 dauðsföll í umferðinni þar í landi árið 2013 vegna ölv- unaraksturs. Var áfengisneysla orsök 31% dauðsfalla á vegum landsins það ár. agas@mbl.is Tjáir hvenær runnið er af þér Ölvunarakstur er að sönnu umferðarböl hið mesta og tæknivæddi áfeng- ismælirinn Breeze gæti þar verið öflugur og þakklátur liðsauki. Lítill ef nokkur munur verður á Skoda Superb af þriðju kynslóðinni og Volkswagen Passat. M ikill vöxtur var í bílasölu hjá Skoda hinum tékkneska á nýliðnu ári. Og bílsmiður sá slær ekki slöku við því hann kemur á göt- una með vorinu með nýja kynslóð af Skoda Superb sem sagður er standa nær Volks- wagen Passat að kostum og gæðum en nokkru sinni. Eftir fall Berlínarmúrsins fyrir aldarfjórðungi hófu Tékkar einkavæðingu ríkisfyrirtækja og fengu Volkswagen til liðs við Skoda í desember 1990. Stækkaði hlutur VW með árunum og var Skoda kom- ið í fulla eign Þjóðverja árið 2000. Öll smíðistækni Volkswagen hefur streymt til Tékk- lands og smiðjan þar verið nútímavædd. Með þeim árangri að Skoda-bílar eins og Citigo, Fabia og Oc- tavia standa í svo til engu að baki Up, Polo og Golf frá Volkswagen. Val þarna á milli gæti fyrst og fremst mótast af persónulegum forgangsþáttum, hefðum og vana. Danskir bílablaðamenn ganga svo langt að segja að eitt vegi líka þungt á kostnað Skoda og það sé snobb, sem taki fremur afstöðu með VW-bílum. Þriðju kynslóð Skoda Suberb verður hleypt af stokkum í Prag í mars, skömmu fyrir bílasýninguna í Genf. Við smíði hans verða brúkaðir margir sömu íhlutir og er að finna í VW Passat. Alþjóðleg bílablöð búast við að hann verði flottari og fínni en nokkru sinni. Meðal annars vegna þess að hann verður búinn sama öryggis- og lúxusbúnaði og Passat. Superb verður byggður upp af sama undirvagni og Passatinn nýi. Hann er nýr og sagður léttari en sá fyrri. Þótt undirvagninn verði eins verður hjólhaf Su- perb ögn meira, sem mun skapa meira rými fyrir far- þega í aftursæti bíls sem þegar þykir einstaklega rúmgóður aftan í. Hingað til hefur Superb einungis fengist sem fimm dyra hlaðbakur eða fernra dyra stallbakur. Þar verður breyting á með nýju kynslóðinni. Hlaðbakurinn hverf- ur en í staðinn verður boðið upp á stallbak og lang- bak. agas@mbl.is Skoda sver sig æ meir í VW-ættina Flottari Skoda Superb MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 6 BÍLAR Þ að er ekki alltaf tekið út með sældinni að sinna eftirliti í umferðinni. Á því fékk umferð- arlögreglan í Kambrúarskíri í Englandi (Cambridgeshire) að kenna á nýliðnu ári, að sögn blaðsins Cambridge Post. Í frétt blaðsins kemur fram, að á árinu 2014 hafi hraðamynda- vélar í umferðinni gómað lög- reglubíla 3.508 sinnum á of mik- illi ferð, eða næstum tíu sinnum á dag að jafnaði. Mældust þeir á allt að 210 km/klst. hraða. Þrátt fyrir allt er hér um fram- för að ræða hjá lögregluliðinu því árið 2013 braut umferð- arlöggan 4.731 sinni lögin sem henni ber að gæta þess að aðrir virði. Talsmaður lögreglunnar í sýsl- unni segir lögregluliðið enga hugmynd hafa um hvort lög- reglubílarnir brotlegu hafi verið í neyðarakstri vegna slysatilkynn- inga því ekki væri nánar unnið úr gögnum hraðamyndavélanna. „Umferðarlögreglumenn okkar eru sérþjálfaðir í hraðakstri til að bregðast við neyðarkalli þar sem viðbragðstími getur ráðið úrslit- um um hvort fórnarlömb lifi og til að bregðast við glæpastarf- semi. Í frásögn blaðsins af umferð- arlagabrotum umferðarlögregl- unnar segir, að árið 2013 hafi lögreglumaður verið einn á ferð í bíl sínum er hann mældist á 215 km/klst. ferð. agas@mbl.is Enginn skal yfir umferðarlög hafinn Umferðarlöggan í eigin gildrum Breskir laganna verðir á ferð – fleygiferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.