Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 1
Innlit Blaðamaður bílablaðs- ins var þeirrar ánægju að- njótandi að heimsækja höfuðstöðvar Ford í Mic- higan á dögunum. Rætt var við hönnuði 2015 af- mælisútgáfunnar af Ford Mustang sem er um margt sérstakur bíll »4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 NÝTT Vefst fjarlægðin fyrir þér? Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is M eð sanni má segja að ánægju- legt sé að sjá hversu fáir létust í umferðarslysum á árinu 2014. Alls létust fjórir sem er mun lægri tala en við höfum séð hér á landi síð- ustu árin. Þessi þróun hefur verið viðvar- andi undanfarin ár, en þó hefur það verið aðeins rokkandi upp og niður. Fimmtán lét- ust í umferðinni árið 2013, níu árið 2012 og tólf árið 2011. Auðvitað væri best ef enginn hefði látið lífið á íslenskum vegum en það er sann- arlega markmiðið sem stefnt er að. Heildarmyndin í samhengi Ólafur Kr. Guðmundsson, fulltrúi Euro- RAP (European Road Assessment Pro- gramme), er einn þeirra sem gleðjast yfir fækkun banaslysa í umferðinni. Hann hefur verið ötull við að benda á það sem vel er gert og það sem betur mætti fara í um- ferðinni hér á landi. Hann bendir á að brýnt sé að skoða heeildarmyndina í samhengi og nota viðmiðanir sem aðrar þjóðir nota. „Í þeim löndum sem við berum okkur sam- an við er oftast horft á 5 ára tímabil í einu og við- miðunin er látnir og al- varlega slasaðir saman. Á því fjögurra ára tímabili sem rætt var um í frétt í Morgunblaðinu fyrir skemmstu er sú tala á pari, eða 134 sem að sjálfsögðu er ekki ásætt- anlegt,“ segir Ólafur. Á vef Samgöngustofu má sjá að stefna stjórnvalda er að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2022. Það eru sjö ár til stefnu til að komast nær því markmiði og einnig því markmiði að látn- um og alvarlegra slösuðum í umferðinni fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022. Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2006-2010. Nokkrar breytingar hafa orðið á slysatöl- um en á síðasta ári urðu fleiri slys á börn- um en á fyrri árum, eða úr 12,5 að með- altali í 16 árið 2014. Nokkur aukning varð á slysum á hjólandi og gangandi á árinu, sem fer úr 129 í meðaltalinu í 157, sem er aukn- ing um 22%. Ekki varð breyting á fjölda út- lendinga sem lenda í umferðarslysum hér á landi. Bílaflotinn og vitund bílstjóra Þegar rýnt er í tölur banaslysa má vissu- lega gera ráð fyrir að eitt og annað hafi áhrif á tölurnar. „Ástæðu fækkunar bana- slysa má að mínu viti fyrst og fremst rekja til öruggari bíla. Elstu bílunum fækkar og þeir sem eru eftir eru öruggari, þó svo að heildaraldur flotans hafi hækkað. Þeir bílar eru þó öruggari en þeir elstu. Fækkun slysa á ungum ökumönnum má einnig að miklum hluta rekja til þess að eftir hrun hafa þeir ekki komist yfir öflug ökutæki á sama hátt og áður með því einu að skrifa nafnið sitt á blað. Akstursbannið hefur einnig virkað, en ökukennslunni í heild lítið farið fram á þessu tímabili nema á Ak- ureyri,“ segir Ólafur sem gjarnan vill sjá reynslumeiri unga ökumenn í umferðinni áður en prófskírteinið sé afhent. Hvað með vegakerfið? Eitt hlutverka fulltrúa EuroRAP (Euro- pean Road Assessment Programme) er að gera nákvæma úttekt á vegum landsins til að sjá hvort samræmi sé á milli stefnu stjórnvalda og raunverulegra framkvæmda og hvernig megi draga úr tíðni banaslysa í umferðinni með öruggari vegum. Sem fulltrúi EuroRAP á Íslandi þekkir Ólafur vegina og vegakerfið orðið býsna vel og er ekki sérlega sáttur við þróunina síðustu fjögur árin. „Á þessum 4 árum hefur lítið sem ekkert breyst til batnaðar í vegakerf- inu, nema síður sé. Reykjanesbrautin sem nefnd er í fréttinni hefur frekað versnað en hitt, þar sem slökkt hefur verið á stórum hluta lýsingarinnar, sem reyndar er óþörf. Eftir standa ljóslausir ólöglegir staurar og viðhaldsleysi kemur niður á merkingum og malbiki. Suðurlandsvegur stendur einnig hálfkláraður og með stórum göllum. Öðru í vegakerfinu hefur frekar hrakað en hitt frá hruni vegna viðhaldsleysis eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, þannig að ekki er hægt að þakka vegakerfinu fyrir mikið í þessu sambandi,“ segir hann. Þrátt fyrir margt sem betur mætti fara er að sjálf- sögðu eitt og annað sem hefur færst til betri vegar. „Ég mun kætast eitthvað við að sjá vír- inn á Reykjanesbrautinni, þó hálfur sé, en hann hefði átt að koma strax og þá báðu- megin við þessa geil sem er algjörlega út í hött. Gleði mína tek ég þó fyrst þegar ljósa- staurarnir eru farnir eða leystir á viðunandi hátt. Við myndum aldrei sætta okkur við svona hálfkák á Keflavíkurflugvelli, þar sem „Núllsýnin“ er í fullu gildi og enginn Íslend- ingur farist í flugslysi frá upphafi. Værum við í rónni, ef einungis væri brautarlýsing öðrumegin við flugbrautirnar og slökkt á öðru hverju ljósi, þannig að flugmenn þyrftu að giska á hvorumegin við ljósin þeir ættu að lenda? Ég held ekki,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson um þessi mikilvægu mál. Ánægja, árangur og trú Þó að alltaf megi gera betur í öllu sem þessu tengist er ekki síður nauðsynlegt að staldra við og horfa á það sem gott er. Þegar árangur næst ætti að vera öku- mönnum, hverjum og einum, ofarlega í huga að stefna að því að halda árangr- inum. Steinþór Jónsson, formaður FÍB, ítrekar að árangri á borð við fá banaslys beri að fagna. „Nú hafa flestir sem tengjast umferðarmálum trú á því að við getum þetta og þá fyrst verður eitthvað gert í því. Ef við höfum enga trú á því og lítum á þetta sem sjálfsagðan fórnarkostnað þá tökum við ekkert á málunum. Ef við leggj- um upp með það verkefni að ná núlli í banaslysum og höfum trú á að það sé hægt þá fyrst vinnum við í því en þá þurfa allir sem koma nálægt umferðaröryggis- málum að vinna í því til að það takist,“ seg- ir Steinþór. Látum þau orð vera lokaorð þessarar greinar og höldum áfram að sýna aðgát á vegum úti. malin@mbl.is Hvað býr að baki slysatölunum 2014 Heildarmynd umferðarslysa Morgunblaðið/Malín Brand Markmið stjórnvalda er að látnum og alvarlegra slösuðum í umferðinni fækki að jafnaði um 5% á ári fram til ársins 2022. Árið 2014 var góðu heilli betra en árin á undan í þeim efnum. Ólafur Kr. Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Mikill árangur hefur náðst í fækkun bana- slysa í umferðinni. 24 létust árið 2002. BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.