Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2015, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Malín Brand Þ að hlýtur að vera einstök tilfinning að sjá eigin hönnun verða að veru- leika, allt frá hugmynd til fullmótaðs og fágaðs sköpunar- verks. Það var í það minnsta ljóst af hönnunarteyminu að baki Ford Mustang 2015 að tilfinningin var góð og þótti öllum það mikill heiður að fá að eiga þátt í hönnun þess- arar fimmtíu ára afmælisútgáfu sportfáksins. Sumir, sennilega að- eins þeir hugrökkustu, líktu tilfinn- ingunni við barnsburð. Fjölbreyttur hópur að baki Inni á gólfi hjá hönnunarteyminu var annars vegar Ford Mustang leirbíll í fullri stærð og hins vegar bíll úr trefjagleri sem leit út eins og fullbúinn Ford Mustang 2015, bæði að utan og innan. Nema auðvitað undir vélarhlífinni – þar var ekkert. Ytri hönnun bílsins var alfarið í höndum hins króatíska iðnhönn- uðar Kemal Curic sem býr í Dear- born og hefur starfað hjá Ford síð- an 2004. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem Evrópubúi hannar Ford Must- ang. Curic virtist einkar hæglátur og yfirvegaður maður og útskýrði hann hönnunarferlið fyrir bíla- blaðamönnunum, sem allir voru frá Bandaríkjunum fyrir utan undirrit- aða og einn til viðbótar. Það er gaman að greina frá því að Curic er aðeins 36 ára gamall og fæddist því sama ár og þriðja kynslóð Ford Mustang kom á markað árið 1979. Framleiðandinn er óhræddur við að prófa eitthvað ferskt og þess vegna vann fólk úr ólíklegustu átt- um að hönnun bílsins. Það er eitt af því sem blaðamaður komst að í þessari heimsókn í höfuðstöðv- arnar. Óknyttir og ímynd Curic komst skemmtilega að orði þegar hann lýsti hönnuninni á Mustang í gegnum tíðina. „Hann hefur alltaf haft á sér yfirbragð eins konar óþokka. Hann er stæltur og íþróttamannslegur í útliti og þetta höfðum við að leiðarljósi við hönn- un bílsins,“ segir Curic. Hann lýsti því hvernig veggirnir höfðu í gegnum hugmyndaferlið verið þaktir teikningum og þær hefðu skipt milljónum. Hönnuðirnir byrjuðu á því að fækka teikning- unum dálítið og völdu um fjögur hundruð til að vinna með. Og svo koll af kolli þar til hugmyndin var komin á teikniborðið. Úr skissu í teikningu í bíl. Leirbíl. „Það tók okk- ur um tvö ár að móta leirbílinn í fullri stærð. Við notum límband til að móta hverja eina og einustu línu bílsins. Allt er þetta gert með höndunum, skref fyrir skref, þar til hann er fullkominn. Eða ætti ég að segja ófullkominn? Hann er það auðvitað því mannshöndin mótaði hann en ekki vélar,“ segir hann um leirbílinn. Maður má ekki vera með gassagang í kringum leirbílinn því hann er enn mótanlegur eins og aðrir leirmunir fyrir brennslu. Samt sem áður máttum við snerta hann, mjúkan og mótanlegan, og það gerðum við full lotningar. „Hann er með kraftalegar axlir og mjaðmir,“ segir Curic og bendir á afturhliðina. „Þykkt þessara lína er ákvörðuð með fjölda laga af límböndum og svo er skafið, millimetra fyrir milli- metra, og leirinn mótaður þar til réttri þykkt línanna er náð.“ Hann bendir á skúlptúrinn og bætir við að í listaverkið hafi sannarlega ver- ið settar tilfinningar og segist stolt- ur af verkinu. Sá rauði, bíllinn fyrir framan leirbílinn, er sem fyrr segir út trefjagleri og var gerður nokkru áður en Ford Mustang 2015 fór í framleiðslu. „Við gerðum hann mjög raunverulegan og það er hægt að setjast inn í hann og láta sér líða eins og í raunverulegum bíl. Við notuðum þennan bíl til að gefa okkur góða mynd af endanlegu út- liti bílsins áður en hann færi í fram- leiðslu. Við settum ýmis dekk undir hann, felgur og prófuðum alla litina á honum til að sjá allar mögulegar útfærslur.“ Svo því sé til haga haldið þá eru Malín Brand heimsækir höfuðstöðvar Ford í Dearborn í Michigan Ford Mustang verður til Af ýmsu er að taka fyrir áhugasama kaupendur hvað liti varðar á 2015 árgerðinni.Sérlitir fyrir afmælisútgáfuna. Veggspjöld útlitshönnuða af mælaborði og innréttingu. Ál er nýjasta efn- ið sem setur svip sinn á innréttinguna í þessum tímalausa sportbíl. Leirbíllinn var tvö ár í mótun en endanleg út- gáfa Ford Mustang 2015 er byggð á þessum ná- kvæma skúlptúr. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2015 4 BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.