Morgunblaðið - 29.04.2015, Síða 4
Morgunblaðið/Eggert
Hengilsvæði Uppi eru áform um að
merkja fjallahjólaleið á Hengilsvæði.
Orkuveita Reykjavíkur hefur uppi áform
um að merkja fjallahjólastíga á fjallahjól-
reiðabraut á þjóðlendusvæði við Hengil.
Að sögn Belindu Engilbertsdóttur, sér-
fræðings lendna og lóða hjá Orkuveitunni,
er málið tilkomið vegna þeirrar spreng-
ingar sem orðið hefur í fjallahjólreiðum á
Hengilssvæðinu. „Þetta yrði fyrsta sér-
merkta fjallahjólreiðabrautin á Íslandi,“
segir Belinda.
Hún segir að hugmyndin sé að bjóða
upp á fleiri valkosti en gönguferðir um
svæðið. „Eins að leiðin taki þungann af
þeim hjólreiðamönnum á þessari tilteknu
leið en Hengilssvæðið hefur notið vaxandi
vinsælda hjá fjallahjólareiðmönnum.
Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að bjóða
upp á fjallahjólaferðir um svæðið,“ segir
Belinda. Hún segir að málið sé á byrj-
unarstigi en það er til umfjöllunar hjá
tveimur sveitarfélögum, Sveitarfélaginu
Ölfusi og Grímsness- og Grafningshreppi.
Málið verður tekið fyrir á fundi sveit-
arstjórnar Ölfushrepps á fimmtudag.
Tekin var ákvörðun um það hjá Gríms-
ness- og Grafningshreppi að vísa málinu
til aðalskipulags sem er í endurskoð-
unarferli. Belinda segir að umrædd leið
hafi áður verið notuð til utanvegaaksturs
og því sé hugmyndin einungis að merkja
leiðina með stikum með reglulegu milli-
bili. Fáið málið samþykki verður leiðin
merkt í sumar, að sögn Belindu.
Fyrsta
fjallahjóla-
leið landsins
Vilja merkja fjalla-
hjólaleið við Hengil
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
4 FRÉTTIRInnlent
Haraldur Sigurðsson skrifar reglu-lega pistla tengda eldvirknis-
fræðum, sem fengur er að. Hann er
margreyndur og virtur fræðimaður, en
skrifar að auki um flókið efni með lip-
urlegum og skiljanlegum hætti.
En Haraldur skrifarum fleira en eld-
fjöll og þá gerast menn
misánægðir. Hann hafði
haft orð á skaðlegri
mengun af fyrirhugaðri
framleiðslu fyrirtæk-
isins Silicor á Grund-
artanga:
Mér til nokkurrar undrunar svaraðifyrirtækið mér fullum hálsi, með
því að gera árás á vefsíðu þá, sem vefrit-
ið Wikipedia hefur um mig og mín vís-
indastörf. Þar hefur agent eða umboðs-
maður Silicor komist inn og skrifað
meðal annars að Haraldur Sigurðsson sé
virkur í að deila á Bandaríkjastjórn,
deili á auðveldisstefnu heimsins, á starf-
semi Kínverja á norðurheimskautinu, og
einnig að ég hafi lýst því yfir að ég muni
starfa gegn Hilary Clinton, ef hún fer í
forsetaframboð.
Þetta virðist skrifað mér til lasts ogSilicor virðist ímynda sér að þessi
skrif komi einhverju höggi á mig á þenn-
an hátt.
Nú, satt að segja er ég hreykinn aföllum þessum skrifum og tel, sem
bandarískur ríkisborgari til 40 ára, að
mér sé frjálst og heimilt að koma fram
með mínar skoðanir á hverju máli sem
er, í riti og í máli. Sem sagt: algjört vind-
högg! Ég hef kosið Obama og Bill Clin-
ton, en tel að Hillary sé ekki rétta for-
setaefnið nú, vegna spillingar sem hefur
komið sér fyrir í herbúðum hennar.“
Þótt Haraldur Sigurðsson taki þessuvel er undarlegt að slíkum brögð-
um sé beitt og Wikipedia skuli láta mis-
nota sig þannig.
Haraldur
Sigurðsson
Öllum brögðum beitt
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.4., kl. 18.00
Reykjavík 7 léttskýjað
Bolungarvík -1 skýjað
Akureyri 1 alskýjað
Nuuk 0 alskýjað
Þórshöfn 6 léttskýjað
Ósló 10 léttskýjað
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 12 léttskýjað
Brussel 12 heiðskírt
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 13 heiðskírt
París 12 heiðskírt
Amsterdam 11 léttskýjað
Hamborg 11 heiðskírt
Berlín 11 skýjað
Vín 11 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 13 skúrir
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 10 skýjað
Montreal 12 skýjað
New York 18 léttskýjað
Chicago 13 heiðskírt
Orlando 23 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum
Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/
mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:07 21:44
ÍSAFJÖRÐUR 4:57 22:04
SIGLUFJÖRÐUR 4:40 21:47
DJÚPIVOGUR 4:33 21:17
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Af þeim 99 málum sem Fjármálaeftir-
litið hafði sent til sérstaks saksóknara í
janúar síðastliðnum sem hægt er að
tengja við efnahagshrunið 2008 hefur ver-
ið ákært í 23 málum. Þetta er mun lægra
hlutfall en gengur og gerist erlendis.
Þetta kemur fram í nýrri bók Eggerts
Skúlasonar, ritstjóra DV, Andersenskjöl-
in – rannsóknir eða ofsóknir? sem kom í
verslanir í gær.
Eggert segir í bók sinni að þetta lága
hlutfall bendi til óvandaðra vinnubragða
Fjármálaeftirlitsins, og að mál hafi verið
lítið eða illa ígrunduð áður en þeim var vís-
að í kæruferli. Í bókinni fer Eggert yfir
feril fjármálaeftirlitsins á þeim tíma þegar
Gunnar Andersen var forstjóri þess. Egg-
ert leggur þar fram harða gagnrýni á störf
Fjármálaeftirlitsins og þá „rannsóknar-
gleði“ sem hér hafi ríkt á árunum eftir
hrun. Fer hann sérstaklega yfir vinnu-
brögð eftirlitsins og árangur rannsókna
þess, sem snertu fjölmarga einstaklinga.
Lentu á svörtum lista
Í bókinni er meðal annars greint frá því
að haustið 2009 hafi Fjármálaeftirlitið
sent lista í bankana þrjá, með nöfnum
þeirra starfsmanna sem Fjármálaeftirlitið
taldi „óæskilega“. Náði listinn yfir um 40
starfsmenn í bönkunum, og segir einn
ónafngreindur heimildarmaður Eggerts
að hann hafi rökstuddan grun um að hann
hafi lent á listanum vegna þess að sig hafi
greint á við Gunnar Andersen þegar báðir
störfuðu hjá Landsbankanum.
Fjármálaeftirlitið mun ekki hafa látið
neinn vita af því að þeir hefðu lent á listan-
um, eða hvers vegna, og var það því tilvilj-
unum háð hvort þeir fengju vitneskju um
þetta. Gat vera þeirra á listanum haft
ýmsar ófyrirséðar afleiðingar, og var jafn-
vel reynt að koma í veg fyrir að viðkom-
andi aðilar gætu fengið atvinnu utan
bankanna.
Umboðsmaður Alþingis, sem þá var
Róbert Spanó, skoðaði málið í kjölfar
ábendingar frá einum af þeim sem urðu
fyrir þessu og varð niðurstaðan sú, að slík
tilmæli um óæskilega einstaklinga gætu
eingöngu talist „leiðbeinandi,“ og féllst
Fjármálaeftirlitið á það.
Lekinn rýrði veðið í FIH
Í bókinni er meðal annars fjallað um
lekann á lánabók Kaupþings hinn 31. júlí
2009, þar sem staða 200 stærstu lántak-
enda bankans var reifuð í ítarlegu máli.
Er rifjað upp að einungis eitt eintak hafi
verið til á rafrænu formi af lánabókinni, en
að hún hafi verið komin á heimasíðu Wiki-
Leaks daginn eftir að Fjármálaeftirlitið
fékk minniskubbinn sem bókin var á til
varðveislu, en þá hafði sérstaklega verið
beðið um að gögnin yrðu afhent á rafrænu
formi, þó að þau væru til innan eftirlitsins
á pappír. Ekki var þó hægt að sanna að
lekinn hefði komið úr Fjármálaeftirlitinu.
Eggert fer nokkuð yfir viðbrögð við lek-
anum, og rekur meðal annars að tveir ráð-
herrar hefðu talað um að aflétta banka-
leynd, auk þess sem ýmsir málsmetandi
aðilar urðu til þess að leggja blessun sína
yfir það lögbrot sem þarna hafði verið
framið.
Eggert fer einnig yfir þau áhrif sem
lekinn hafði á starfsemi FIH-bankans, en
í lánabókinni voru ítarlegar upplýsingar
um helstu viðskiptavini bankans. Segir
Eggert í bók sinni að lekinn hafi ýtt undir
þá afstöðu stjórnenda bankans að hið ís-
lenska eignarhald væri orðið skaðlegt fyr-
ir bankann, og létu bæði stjórnarformað-
ur og forstjóri bankans hafa eftir sér
opinberlega að þeir vildu losa bankann
undan því sem fyrst. Ísland hefði sett ofan
við lekann.
Eggert segir það augljóst að lekinn hafi
orðið til þess að þrýst var á að bankinn
yrði seldur hið fyrsta, og hefur eftir ónafn-
greindum fyrrverandi yfirmanni hjá FIH-
bankanum að „hagsmunir þrotabúsins
eigandans og veðhafans, Seðlabanka Ís-
lands, og um leið íslensku þjóðarinnar“,
hafi ekki verið „í forgrunni“, segir Eggert.
Einnig er vitnað í Helga Sigurðsson, fyrr-
verandi yfirmann lögfræðisviðs Kaup-
þings, sem segir augljóst að lekinn hafi
rýrt veð Seðlabanka Íslands í FIH-bank-
anum.
Saksóknari beittur þrýstingi
Eggert ræðir meðal annars við Valtý
Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknara,
en hann lýsti sig á sínum tíma vanhæfan í
öllum hrunmálum vegna þess að sonur
hans var annar forstjóra Exista-samstæð-
unnar. Sú yfirlýsing var þó ekki nóg að
mati Evu Joly, sem sagði Valtý þurfa að
víkja alfarið úr embætti ríkissaksóknara.
Þegar þau ummæli Joly voru borin undir
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra tók hún undir þau og sagði að það
þyrfti að „taka á“ vanhæfi Valtýs.
Sjálfur var hann staddur í Eistlandi á
ráðstefnu með saksóknurum Evrópu-
landa þegar hann frétti af því að forsætis-
ráðherra hefði sagt hann verða að víkja.
Hefðu þau tíðindi vakið mikla undrun
meðal starfsbræðra hans.
Valtýr segir að sú ætlan Jóhönnu að
ætla að reka hann í beinni sjónvarpsút-
sendingu hafi breytt fyrirætlunum hans
um að hætta í mars 2010 þegar hann hafði
aldur til. Nú hefði ekki komið annað til
greina en að standa vörð um embættið og
sjálfstæði þess. Eva Joly hafi hins vegar í
kjölfarið hamast á embætti ríkissaksókn-
ara og starfsfólki þess. Þá segir Valtýr að
ýmislegt hafi verið reynt til þess að telja
hann á að hætta, meðal annars hafi honum
verið boðin full laun, auk þess sem hátt-
settur starfsmaður dómsmálaráðuneytis-
ins hafi verið gerður út af örkinni til þess
að bjóða honum starf erlendis, sem Valtýr
hafnaði.
Fjármálaeftirlitið
gagnrýnt harðlega
Segir lágt ákæruhlutfall benda til óvandaðra vinnubragða Leki
á lánabók Kaupþings rýrði veð Seðlabankans í FIH-bankanum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjármálaeftirlitið Ný bók Eggerts Skúlasonar um tíð Gunnars Andersen hjá Fjár-
málaeftirlitinu fer hörðum orðum um vinnubrögð og árangur af rannsóknum þess.
Andersenskjölin
» Ný bók Eggerts Skúlasonar um
tíð Gunnars Andersens í embætti
forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
» Eggert segir lágt ákæruhlutfall í
þeim málum sem beint hafi verið til
sérstaks saksóknara benda til
óvandaðra vinnubragða.
» Á meðal þess sem kemur fram í
bókinni var að Valtýr Sigurðsson,
þáv. ríkissaksóknari var beittur
þrýstingi til þess að hætta störfum.
Malín Brand
malin@mbl.is
Vafi leikur á hvort fara megi fram á að
kjúklinga- og svínaræktendur frysti slát-
urafurðir sínar fáist undanþága til slátr-
unar í verkfalli dýralækna. Ljóst er að
ekki er til frystirými fyrir sláturafurðir
hjá framleiðendum svínakjöts og eiga
sumir hverjir ekki til frysti þar sem kjötið
fer að jafnaði ferskt í verslanir
Í verkfalli dýralækna hafa bændur get-
að óskað eftir undanþágu til slátrunar ef
talið er ljóst að vegið sé að velferð dýra.
Síðastliðinn föstudag fengu kjúklinga-
bændur undanþágu en svínaræktendur
hafa enga undanþágu fengið.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust
hjá Matvælastofnun um ferlið þá fram-
sendir stofnunin undanþágubeiðnir frá
framleiðendum til undanþágunefndar sem
starfar samkvæmt lögum. Þar er fulltrúi
stéttarfélags og fulltrúi skipaður af fjár-
málaráðuneytinu og komast þeir að sam-
komulagi. Í tilviki kjúklingabænda var
samkomulagið ekki beint við undanþágu-
nefndina heldur var það gert á fundi
Bændasamtakanna með fulltrúum Dýra-
læknafélagsins og BHM. Samkomulagið
fólst í að allar sláturafurðir skyldu frystar
og þeim ekki ráðstafað fyrr en að verkfalli
loknu. „Þetta á sér ekki lagastoð og leikur
á því mikill vafi hvort hægt sé að setja
þetta skilyrði en í ljósi þess hve alvarleg
staðan var orðin í eldishúsunum og ótta
okkar við að þetta kæmi niður á velferð
dýranna sömdum við einfaldlega um það í
þetta skipti,“ segir Sindri Sigurgeirsson,
formaður stjórnar Bændasamtaka Ís-
lands.
Væri siðlaust að urða afurðirnar
Það má því velta fyrir sér hvort hægt sé
að banna sláturleyfishafa, sem á vöru sem
búið er að slátra og heilbrigðisskoða, að
ráðstafa þeirri eign sinni. „Á vissan hátt er
verið að bjarga verðmætum því það væri
algjörlega siðlaust að hafa framleitt þetta
og þurfa að urða þetta. Það er minni sóun
að gera þetta svona,“ segir Sindri. Sem
fyrr segir eru það fyrst og fremst velferð-
arsjónarmið sem ráða undanþágunum og
að sögn Charlottu Oddsdóttur hjá Dýra-
læknafélagi Íslands hefur enn ekki borist
neyðarkall frá svínaræktendum vegna
bágra aðstæðna dýra í svínabúum. Því
hefur ástandið ekki verið talið það alvar-
legt að veita þurfi undanþágu til slátrunar.
„Undir þetta get ég ekki tekið og sögu-
sagnir um að svínaræktendur hafi ekki
sótt um undanþáguna vegna dýravelferð-
ar passa ekki við þær umsóknir sem ég hef
séð um undanþágur. Ég hef undir höndum
úttekt dýralæknis, sem ekki er í verkfalli,
á svínabúi á Teigi í Eyjafjarðarsveit. Í út-
tekt hans sem fylgir með umsókninni seg-
ir að nauðsynlegt sé að rýmka í húsinu því
þrengslin séu farin að hafa áhrif á velferð
dýranna,“ segir Sindri.
Næsta vafamál í undanþáguferlinu er
hvað gera skuli við svínakjötið, fáist und-
anþága til slátrunar. Reynir Eiríksson,
framleiðslustjóri Norðlenska, segir að fyr-
irtækið væri mjög illa í stakk búið til að
frysta svínaskrokkana. „Við höfum enga
möguleika á að frysta í heilu í sláturhúsinu
okkar á Akureyri,“ segir Reynir. Erik
Jensen, framkvæmdastjóri B Jensen ehf.
á Norðurlandi, tekur í sama streng. „Við
höfum enga möguleika á að frysta kjötið.
Það er enginn frystir til í þessu húsi.“
Segja vafasamt að krefj-
ast frystingar á kjötinu
Kennara- og starfsmannafélag Iðnskól-
ans í Hafnarfirði sendi frá sér bréf í gær
þar sem farið var fram á að öllum starfs-
mönnum skólans yrði tryggð sambæri-
leg vinna eftir sameiningu skólans við
Tækniskólann. „Við teljum það vera eðli-
lega kröfu að kennarar Iðnskólans, sem
öllum hefur verið sagt upp vegna sam-
einingar við Tækniskólann, verði end-
urráðnir í nýjum sameinuðum skóla,“
segir Sæmundur Stefánsson, formaður
kennara- og starfsmannafélags Iðnskól-
ans í Hafnafirði. Hann segir mikla óvissu
ríkja meðal starfsmanna skólans, bæði
um starf og réttindi. „Mikilvægt er að
enginn tapi áunnum réttindum svo sem
fastráðningu, lífeyrisréttindum, starfs-
aldursréttindum og veikindarétti. Við
höfum engin svör fengið um þessi mál.“
Ársæll Guðmundsson, skólameistari
Iðnskólans í Hafnarfirði, segist hafa full-
an skilning á áhyggjum starfsmanna
skólans. „Við stefnum á að ljúka öllum
málum tengdum sameiningunni í maí.“
Að sögn Ársæls mun Jón B. Stef-
ánsson, skólameistari Tækniskólans,
funda með starfsfólki Iðnskólans í dag.
vilhjalmur@mbl.is
Kennarar Iðnskólans
uggandi um störf sín
STJARNA SUMARSINS
Áskrifendur Morgunblaðsins eru stjörnurnar sem blaðamenn
okkar taka mið af í öllum sínum störfum.
Víkkaðu hringinn er áskriftarleikur Morgunblaðsins
þar sem allir áskrifendur eiga möguleika
á glæsilegum vinningi.
Fylgstu með þegar við drögum
út vinningshafann þann 17. júlí.