Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
14
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er komiðað skulda-dögunum
hjá Grikkjum.
Þeir nálgast einn
af öðrum. Í maí
eiga þeir að borga 0,8 millj-
arða evra, 1,6 milljarða í júní,
0,5 milljarðar gjaldfalla í júlí,
1,6 milljarðar í september, 0,5
milljarðar í október og í nóv-
ember þurfa Grikkir að
standa í skilum á 1,2 millj-
örðum evra. Samanlagt eru
þetta 6,2 milljarðar evra
(rúmlega 900 milljarðar
króna). Grikkir eiga ekki fyrir
þessum greiðslum og ekkert
bendir til þess að samkomulag
sé í nánd.
Gianis Varoufakis, fjár-
málaráðherra Grikklands,
fékk litla samúð á fundi með
fjármálaráðherrum í Riga
fyrr í mánuðinum. Eftir á
sögðu einhverjir þeirra við
blaðamann Der Spiegel að
hann hefði sóað tíma þeirra og
væri fúskari.
Varoufakis vitnaði eftir
fundinn í kosningaræðu, sem
Franklin D. Roosevelt hélt í
kosningabaráttunni 1936:
„Þeir eru sameinaðir í hatri
sínu á mér; og ég fagna hatri
þeirra.“
Þótt engin lausn sé í sjón-
máli staðhæfa þó forustumenn
að Grikkir séu ekki á leið út úr
evrusamstarfinu. Angela
Merkel, kanslari Þýskalands,
segir allt miðast við að styrkja
evrusvæði, að Grikklandi
meðtöldu. Wolfgang
Schäuble, fjármálaráðherra
Þýskalands, tekur undir það
og segir að ekki séu til neinar
áætlanir þar sem gengið sé út
frá því að Grikkir hverfi úr
samstarfinu. Ekki sé heldur
unnið að gerð slíkra áætlana.
Jean-Claude Juncker, fram-
kvæmdastjóri Evrópusam-
bandsins, er sömuleiðis af-
dráttarlaus. „Það verður
aldrei Grexit,“ sagði hann.
Þannig tala leiðtogarnir
vegna þess að þeir vilja ekki
valda meiri ólgu en orðið er.
Hins vegar er ekki
alls kostar rétt að
enginn geri ráð
fyrir mögu-
leikanum að
Grikkir fari á höf-
uðið. Í nýjasta tölublaði Der
Spiegel er rakið hvernig sér-
fræðingar stofnana og ríkis-
stjórna sjá fyrir sér mynt-
bandalag án Grikklands.
Sérfræðingar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins munu vera
lengst komnir í þessum efn-
um.
Þeir sjá fyrir sér að ráða
megi við útgöngu Grikklands,
en verja þurfi kreppulöndin
Portúgal, Írland og Spán fyrir
spákaupmennsku. Það verði
ekki vandamál.
Grikkja bíði hins vegar
gríðarlegir erfiðleikar. Miklar
hættur fylgi því að taka upp
nýjan gjaldmiðil. Hann megi
ekki tengja evrunni, heldur
verði hann að fá að falla.
Óttinn við fall nýs gjaldmiðils
gæti leitt til peningaflótta og
þannig skapað vítahring og
leitt til óðaverðbólgu. Dregin
er upp hrollvekjandi mynd af
atburðarásinni. Gefið er til
kynna að á endanum muni
Grikkir þurfa að koma skríð-
andi og biðja um aðstoð. Und-
irliggjandi er að með því að
ganga að settum skilyrðum
geti Grikkir komist hjá þess-
um þrengingum.
Sérfræðingarnir hljóta
vissulega að hafa eitthvað
fyrir sér, en þó hljóma þessar
hrakspár kunnuglega. Á Ís-
landi var spáð efnahagslegum
kjarnorkuvetri færu Íslend-
ingar eigin leiðir. Sú spurning
vaknar hvers vegna þessum
spám er lekið í fjölmiðla þar
sem gengið er út frá atburða-
rás, sem leiðtogarnir útiloka.
Skyldi það vera til þess að
skjóta Grikkjum skelk í
bringu og fá þá til að óttast
svo um sparifé sitt að almenn-
ingur þrýsti á stjórnina að
snúa við blaðinu? Það væri
ekki í fyrsta skipti sem slíkt er
reynt.
Enn er þrýst á Grikki
með spám um hrun
utan evrunnar}
Hrakspár og fagurgali
Nú þegar réttrúm vika er
í almennar þing-
kosningar í
Bretlandi er enn
engin leið að
segja til með
vissu hvernig
þær muni fara. Íhaldsflokk-
urinn og Verkamannaflokk-
urinn skiptast á því að taka
forystuna, og sveiflast fylgið
fram og til baka á milli
skoðanakannana. Verður að
teljast líklegast að hvorugur
flokkurinn muni fá hreinan
meirihluta, en þá gæti, sam-
kvæmt breskri þingræðis-
hefð, skipt öllu máli, hvor
þeirra fær fleiri þingmenn.
Sá flokkur myndi hafa for-
ræði á því að mynda minni-
hlutastjórn.
Í slíkum slag getur
minnsta klúður skipt öllu
máli. Þannig er David Cam-
eron forsætisráðherra talinn
hafa skorað ótrúlegt sjálfs-
mark, þegar hann náði í einni
kosningaræðunni að ruglast
á knattspyrnuliðunum West
Ham og Aston Villa, en
Cameron hefur hingað til
haldið því fram að hann sé
mikill stuðningsmaður síð-
arnefnda liðsins. Stuðnings-
menn Verkamannaflokksins
hafa sagt þetta sýna að
Cameron sé alveg úr
tengslum við hinn almenna
mann, svo mjög að hann geti
ekki einu sinni þóst halda
með knattspyrnuliði skamm-
laust. Á móti hefur Cameron
borið við þreytu, en atvikið
hefur óneitanlega sett svip
sinn á síðustu daga, þó það
muni ef til vill ekki
ráða úrslitum.
Hitt gæti skipt
mun meira máli, að
í vikunni birtust
nýjar hagvaxtar-
tölur fyrir fyrstu
mánuði þessa árs,
en samkvæmt þeim var hag-
vöxturinn aðeins 0,3% í stað
0,6% í fjórðungnum á undan.
Þó að þetta virðist ef til vill
ekki vera mikill munur, þá
hittir þetta kosningabaráttu
Íhaldsmanna fyrir á versta
stað. Þeir hafa hingað til not-
ið meira trausts kjósenda
þegar kemur að efnahags-
málunum, og baráttan tekið
mið af því. Viðkvæðið hjá
Cameron og Osborne fjár-
málaráðherra hefur verið að
vilji menn ekki tefla í tvísýnu
þeim árangri sem náðst hafi í
efnahagsmálunum, þá sé
vissara að kjósa Íhaldsflokk-
inn áfram.
Bakslagið grefur undan
þeirri sýn, sem Cameron og
Osborne vilja koma að hjá
kjósendum. Þó að Osborne
hafi reynt að spinna málin á
þann veg að tölurnar sýni að
ekkert sé gefið með áfram-
haldandi efnahagsbata, og að
enn sé þörf á styrkri stjórn
Íhaldsflokksins gætu Íhalds-
menn lent í svipaðri stöðu og
Bush eldri í Bandaríkjunum,
þegar bakslag í efnahags-
málum, sem var að mestu
gengið til baka í nóvember
1992 gaf bandarískum kjós-
endum ástæðu til þess að
kjósa tiltölulega óþekktan
ríkisstjóra frá Arkansas í
forsetaembættið.
Hvorki knattspyrnan
né efnahagurinn
hjálpa breska for-
sætisráðherranum
um þessar mundir}
Sjálfsmark Camerons
N
ú stendur í Hafnarborg í Hafnarfirði sýning
með yfirskriftina Menn, en á henni sýna
listamennirnir Kristinn G. Harðarson,
Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnar-
son og Hlynur Hallsson verk sem velta upp
spurningum um breytta stöðu karla innan fjölskyldu og
heimilis. Í tengslum við sýninguna var svo haldið málþing,
sem ég tók reyndar þátt í, og þar töluðu með mér Ingólfur
V. Gíslason, lektor við Háskóla Íslands og Jón Ingvar
Kjaran aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ég er fæddur undir lok sjötta áratugarins og man því
fyrst eftir mér á þeim sjöunda þegar konur voru heima og
hugsuðu um heimilið og börnin. Karlarnir voru að heiman
að vinna, fóru snemma og komu seint og hlutverk hús-
freyjunnar var að passa upp á það að börnin trufluðu ekki
pabba sinn og náttúrlega líka að vera með matinn tilbú-
inn, heimilið hreint og snyrtilegt og konan vel til höfð.
Semsé: Það var allt við það allra besta í þessum allra
besta heimi allra heima.
Ég átti mér mínar fyrirmyndir, pabbi minn var stór og
sterkur og bræður mínir stórir og sterkir líka – þeir áttu
í það minnsta næsta auðvelt með að lúskra á mér þegar
sá gállinn var á þeim. Mig langaði enda einmitt að verða
stór og sterkur, að verða karl í krapinu.
Um miðjan áttunda áratuginn réð ég mig svo á togara
og stundaði sjóinn næsta áratuginn og varð fyrir vikið
bæði stór og sterkur. Það var náttúrlega gott og blessað,
kom sér vel í vinnunni, en ég áttaði mig líka á því að
margir af þeim sem ég hafði litið upp til sem barn og ung-
lingur voru kannski ekki svo sáttir með það að vera karl-
ar í krapinu, voru ekki svo sáttir með lífið, ekki svo sáttir
við þau hlutverk sem þeir lentu í, kannski óvart, og sátu
fastir.
Á áðurnefndri sýningu í Hafnarborg birtast karlar í
hlutverkum sem talin hefðu verið óhugsandi þegar ég var barn, menn
að hugsa um börn og vinna heimilisstörf var eitthvað sem ég sá aldrei
sem barn og ég man vel það hve menn tóku því treglega þegar ég vildi
taka fæðingarorlof á sjónum 1982.
Það kom vel fram á áðurnefndu málþingi að síðustu ár hafa sýnt
okkur að aukið frelsi kvenna hefur leitt til aukins frelsis karla; líkt og
konur hafa losnað úr þeim hlutverkum sem þær voru þvingaðar í hafa
karlar líka losnað úr prísundum. Að mörgu leyti gagnast baráttan fyrir
jafnrétti, femínisminn, nefnilega körlum ekki síður en konum og óskilj-
anlegt að ekki skuli allir karlar vera femínistar, ef ekki fyrir annað en
sjálfa sig.
Í bókinni Sérherbergi ræðir Virginia Woolf um hið sérkennilega
líffæri heilann og veltir því fyrir sér hvort ekki séu líka tvö kyn í heil-
anum líkt og í lífinu, að í konum ráði kvenhluti heilans yfir karlhlut-
anum, en því sé öfugt farið í kollum karla. Niðurstaða hennar er að
best fari á því þegar hlutarnir renna saman, starfa sem einn, því þá sé
hugsunin frjóust og sköpunin mest. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Af hverju eru ekki allir karlar femínistar?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Aðhaldsstefnan hefur virkað.Störfum hefur fjölgað meiraen í nokkru öðru ríki Evrópu-sambandsins, hagvöxtur er
mikill og skuldir ríkisins eru að lækka,
að vísu ofurhægt. Ungu fólki er heitið
niðurgreiðslum á vöxtum vegna íbúðar-
kaupa, framlög verða aukin til skóla og
sjúkrahúsa, ekki skortir loforðin. Tölu-
legur árangur ríkisstjórnar David
Camerons í Bretlandi frá 2010 virðist við
fyrstu sýn mjög góður en þrátt fyrir það
sýna kannanir að fylgi stóru flokkanna
tveggja, Íhaldsflokks Camerons og
Verkamannaflokks Eds Milibands, er
nokkurn veginn jafnt, rúmri viku fyrir
kjördag 7. maí.
Og væntanlegur stórsigur Skoska
þjóðarflokksins, SNP, mun að líkindum
valda því að eins og 2010 fær hvorugur
stóru flokkanna hreinan meirihluta á
þinginu í London. En yfir 30% Skota eru
þó enn óákveðin.
Hvers vegna hefur Cameron ekki
náð vopnum sínum? Ein ástæðan er að
Miliband hefur reynst öflugri leiðtogi í
kosningabaráttunni en nokkurn óraði
fyrir. Hrakspárnar um „skrítna mann-
inn“, vinstri-róttækling sem bara geti
hugsað um pólitík, hafa ekki ræst. Og
Cameron getur verið mistækur, eins
þegar hann misminnti nýlega í viðtali
hvaða knattspyrnulið hann styddi. Leið-
togar eins og Cameron, sem er menntað-
ur í Eton og Oxford og með kóngablóð í
æðum (afkomandi Vilhjálms fjórða),
reyna ákaft að sýna kjósendum að þeir
séu ósköp venjulegir menn. Þeir geta
ekki leyft sér svona mistök hjá knatt-
spyrnuóðri þjóð.
ESB og innflytjendur
Og í tveim málum hefur Íhalds-
flokkurinn veika stöðu: hann hét því að
draga úr straumi innflytjenda til lands-
ins en aldrei hafa fleiri komið en í fyrra,
nærri 300 þúsund manns. Þeir gegna
lykilhlutverki í mörgum atvinnugreinum
og eiga sinn þátt í auknum hagvexti. En
ljóst er að stundum þrýsta þeir launum
niður og gera erfiðara fyrir innfædda
láglaunamenn að fá vinnu. Hitt málið er
afstaðan til Evrópusambandsins. Flokk-
urinn er einfaldlega klofinn í því máli en
lofar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.
Opinbera heilbrigðiskerfið, NHS, er
mikilvægasta kosningamálið, það kemur
fram í könnunum. Miliband hefur með
góðum árangri tekist að fá marga til að
trúa því að íhaldsmenn ætli að einka-
væða kerfið þótt ljóst sé að stefna flokk-
anna í þessu máli sé nánast sú sama:
Óbreytt kerfi. Yfirboð virðast ekki duga,
Cameron vill veita átta milljörðum
punda aukalega til NHS, Miliband að-
eins 2,5 milljörðum en mun fleiri kjós-
endur treysta samt Verkamannaflokkn-
um í þessum málum.
Varpað er fram margvíslegum
skýringum á örvæntingarbaráttu íhalds-
manna, sumir segja leiðtogann hafa ver-
ið of daufan, eldmóðinn skorti. Hann var
þó í miklum hug á fundi í vikunni. „Ef
fólk segir að við leggjum of mikla
áherslu á sterkan og stöðugan efnahag,
að tryggja framtíð okkar, játa ég mig
sekan. Ég veit hvað það er mikilvægt að
þessi styrkur og stöðugleiki í efna-
hagnum sé til staðar,“ sagði Cameron.
Og síðar sagði hann: „Ef þið viljið póli-
tíska spennu, farið til Grikklands. Ef þið
viljið glys, farið til Hollywood!“
Aðrir benda á að kosningaloforðum
sé ekki fylgt vel eftir. Þannig hafi íhalds-
menn lofað að auðvelda milljónum
manna sem leigja húsnæði af hinu op-
inbera að kaupa, loforð sem falli mörg-
um vel í geð. En síðan sé eins og þessi
stefna hafi gleymst, stöðugt sé reynt að
finna nýja beitu í atkvæðaveiðunum.
Íhaldsmenn fengu síðast 302 sæti af
650 alls, Verkamannaflokkurinn hreppti
256. Sennilega þarf aðeins 323 til að hafa
meirihluta, Sinn Fein-flokkurinn á
Norður-Írlandi fær sennilega fimm sæti
en mætir ekki á þingið fremur en venju-
lega. (Þannig andmælir flokkurinn
tengslum N-Íra við Breta.) Kosninga-
sérfræðingar reikna flestir með því að
íhaldsmenn fái fleiri þingsæti en Verka-
mannaflokkurinn en ekki meirihluta.
Eigi Cameron að geta myndað aftur
samsteypustjórn þarf hann því áfram
stuðning Frjálslyndra demókrata undir
forystu Nick Cleggs aðstoðarforsæt-
isráðherra og ólíklegt að það dugi til.
Flokki Cleggs, sem nú hefur 56 sæti, er
spáð miklu tapi og svo gæti farið að þrjá
flokka þurfi til að mynda meirihluta.
Þótt Sjálfstæðisflokkur Bretlands,
UKIP, sem hefur nú tvö þingsæti, fái að
jafnaði 12-18% fylgi í könnunum er óvíst
að sætum hans fjölgi. Einn hægriflokkur
í viðbót, Sameinaði lýðræðisflokkurinn
(UDP) á N-Írlandi, gæti fengið allt að
níu þingsæti. Hann þykir líklegur til að
styðja nýja stjórn Camerons.
Cameron og Miliband segjast báðir
vissir um að merja meirihluta, hvað sem
könnunum líður. En fréttamenn spyrja
og spyrja aftur og öðru hverju reyna
leiðtogarnir að halda öllum dyrum opn-
um, aðallega með því að bregða fyrir sig
loðmullusvörum.
Skoskir töfrar og vinstripólitík
Nicola Sturgeon, nýr og kraftmikill
leiðtogi SNP, og liðsmenn hennar unnu
mikinn sigur þegar um 45% Skota
studdu í fyrra tillögu flokksins um sjálf-
stæði. Flokkurinn er vinstra megin við
Verkamannaflokkinn, vill leggja niður
skólagjöld og vill að ávísanir á lyf verði
ókeypis. Sturgeon er nýja stjarnan í
breskri pólitík, þykir hafa skyggt mjög á
leiðtoga stóru flokkanna og vinsældir
hennar ná langt út fyrir raðir Skota.
Nú benda flestar kannanir til þess
að SNP fái þorra 59 sætanna sem Skot-
ar hafa í London og Verkamannaflokk-
urinn nánast þurrkist út í Skotlandi.
Miliband útilokar þó ekki að mynduð
verði minnihlutastjórn með stuðningi
Sturgeon.
Íhaldsmenn segja að slík minni-
hlutastjórn Milibands með stuðningi
SNP verði í gíslingu flokks sem vill
kljúfa Skotland frá ríkinu, sundra því
eftir meira en þriggja alda sögu. Fyrr-
verandi leiðtogi SNP, Alex Salmond,
sagði nýlega á litlum fundi innvígðra,
þegar fjallað var um fjárlög vænt-
anlegrar Milibands-stjórnar að menn
gætu verið áhyggjulausir, „ég ætla sjálf-
ur að semja þau“. Ummælin láku út.
Íhaldsflokkurinn hefur nú hengt upp
myndir af Salmond þar sem lítill Mili-
band gægist upp úr brjóstvasanum!
Kosningaloforð upp á millj-
arða punda virðast ekki hrífa
AFP
Kjósið! Stuðningsmenn breska Verkamannaflokksins halda á loft spjöldum þar sem gefið er í skyn að þingkosningarnar snúist ekki síst um heilbrigðiskerfið.
AFP
Kátur David Cameron forsætisráðherra
galvaskur á kosningafundi í vikunni.
AFP
Sigurviss Ed Miliband veifar til aðdá-
enda á fjölmennum fundi á mánudag.
AFP
Glettinn Nigel Farage kynnir kosn-
ingastefnuskrána í Essex fyrir skömmu.
AFP
Húsleg Nicola Sturgeon hnoðar deig í
skonsur í Kilmarnock á mánudag.
Takist SNP, sem býður aðeins fram í Skotlandi og verður með í mesta lagi 4-5%
breskra kjósenda á bak við sig, að verða eins og skottið sem veifar hundinum er
líklegt að kröfur vaxi um að endurskoða kjördæmakerfið. Misjafnt hlutskipti UKIP
og SNP kallar á breytingar, segja margir. Kerfið hefur fram til þessa oftast tryggt
stöðugleika í stjórnarfari Breta en nú gæti tekið við kerfi sem minnir á norrænu
ríkin. Hvort það muni reynast Bretum vel er svo annað mál.
Frambjóðendurnir eru af öllu tagi, sá yngsti, Solomon Curtis, er 18 ára og gefur
kost á sér fyrir Verkamannaflokkinn í Wealden en Íhaldsflokkurinn hefur lengi
„átt“ kjördæmið. Doris Olsen, 84 ára, býður sig fram fyrir Sjálfstæðisflokk aldr-
aðra í Ilford North. Athyglisverð breyting var gerð 2011, framvegis hefur for-
sætisráðherra ekki lengur einkarétt á því að biðja drottninguna um að rjúfa þing.
Það getur þingið einnig gert en til þess þarf þá tvo þriðju atkvæða. En lítill flokk-
ur í samsteypustjórn gæti knúið fram slíka niðurstöðu með aðstoð stjórnarand-
stöðunnar ef hann teldi það henta sér.
Gamalt kerfi sem hefur tryggt
snögg en fumlaus stjórnarskipti
ÞINGROFSRÉTTUR EKKI LENGUR Í HÖNDUM FORSÆTISRÁÐHERRA
AFP
Eftirsjá Kjósendur í Grimsby á kosningafundi fyrir skömmu. Sjávarútvegur var lengi ein
helsta atvinnugreinin þar en er nú aðeins svipur hjá sjón.