Morgunblaðið - 29.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.2015, Blaðsíða 20
S igurður fæddist í Reykjavík 29.4. 1940 og ólst þar upp lengst af. Hann var fimm ára er hann missti föður sinn, var hjá afa sínum og ömmu í Ytri-Njarðvík og flutti síðan vestur á Súg- andafjörð með móður sinni og fóstra: „Mitt fyrsta starf var að róa með Georg, móðurafa mín- um, að vitja rauðmaganeta og leggja síldarnet undir Stapa. Kaupið var nú ekki annað en húsaskjól og matur. Ég bar út Morgunblaðið á Melunum, var í fiskvinnslu í Ís- birninum 13 ára, pottastrákur á Gullfossi, vann á eyrinni, var á humarveiðum, á togara og í byggingarvinnu. Þannig kynnt- ist maður íslensku þjóðlífi.“ Sigurður var í Melaskóla og Laugarnesskóla, stundaði nám við Handíða- og Myndlistaskól- ann 1952, lærði tréútskurð, stundaði nám í bólstrun við Iðn- skólann í Reykjavík, var á samningi í Trésmiðjunni Víði, lauk sveinsprófi 1962 og öðlaðist meistararéttindi 1966. Hann stundaði námskeið í rekstri fyr- irtækja á vegum Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn í Reykjavík og á vegum Iðnþró- unarstofnunar 1974 og stundaði hann námskeið í vatnslitamálun hjá Eyþóri Stefánssyni. Sigurður stofnaði Módelhús- gögn ehf. 1971 og starfrækir það enn. Hann var verslunar- stjóri í Húsgagnahöllinni fyrsta árið og í húsgagnadeild Penn- ans og framkvæmdastjóri í Blikksmiðjunni Blikkver Kópa- vogi. „Ég hafði áhuga á módel- smíði og hönnun, hannaði og smíðaði leikkofa og leiktæki fyr- ir börn og vildi þannig örva ímyndunarafl þeirra og sköp- unargleði.“ Sigurður varð kunnur fyrir Fuzzy-gærukollana sína: „Ég byrjaði á gærukollunum um 1970, en þeir voru sýndir á er- lendum hönnunarsýningum og vöktu lukku og hafa farið um allan heim, enda er ég enn að framleiða þá. Þá hef ég hannað og smíðað húsfreyjustóla og húsbóndastóla.“ Sigurður starfaði hjá ÍTR síð- asta áratug starfsferilsins þar sem hann sá um þjálfun fatlaðra og smíðavelli barna á sumrin. Sigurður hóf að æfa og keppa í körfuknattleik 15 ára, fyrst með Gosum á Hálogalandi en nafni félagsins var síðan breytt í Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur. Hann var formaður þess síðustu árin en þegar Háloga- land var rifið gekk félagið í heild í Val. „Ég stofnaði því, ásamt öðrum, körfuknattleiks- deild Vals, lék með meist- araflokki og landsleiki, var fyrsti formaður deildarinnar, þjálfaði yngri flokka og sat í Körfuknattleiksráði Reykjavík- ur.“ Sigurður sat í stjórn Meist- arafélags húsgagnabólstrara, í sýningarstjórn Húsgagnavik- unnar og var fulltrúi í Meist- arafélagi húsgagnabólstrara í Landssambandi iðnaðarmanna. Sigurður er 2,10 metrar á hæð og var lengi annar hæsti Íslendingurinn á eftir Jóhanni Svarfdælingi. Sigurður söng með Kór starfsmanna Reykjavíkur- borgar og syngur með Kór eldri borgara í Gerðubergi. Mestan áhuga hefur hann þó á fjöl- skyldunni, frændfólki og vinum. Fjölskylda Sigurður kvæntist 29.4. 1960 Erlu Flosadóttur, f. 13.5. 1942, skólaritara FB. Foreldrar hennar voru Flosi Bjarnason, vélstjóri og útgerðarmaður í Neskaupstað, og k.h., Rósbjörg Þórðardóttir húsfreyja. Börn Sigurðar og Erlu eru Flosi, f. 10.12. 1960, húsasmiður í Seattle í Bandaríkjunum, en kona hans er Kristín Lyn Sig- urðsson, f. Cook, hjúkrunar- fræðingur og eru synir þeirra Erik Már, f. 1991, og Ian Krist- jan, f. 1994; Þorbjörg, f . 4.11. 1962, hjúkrunarfræðingur en sambýlismaður hennar er Benedikt G. Grímsson, en fyrrv. eiginmaður hennar er Heiðar Vernharður Sveinsson og er sonur þeirra Bjartur, f. 1996, en fósturdætur eru Halldóra Kristín Halldórsdóttir, f. 1980, og Guðný Halldórsdóttir, f. 1983; Guðbjörg Sólveig, f. 14.6. 1972, sjúkraliði og læknaritari í Borgarnesi, gift Þorsteini Þor- steinssyni húsasmið og eru syn- ir þeirra Þorgeir, f. 1999, og Sigurður Aron, f. 2001. Hálfbræður Sigurðar, sam- feðra: Björn Helgason, bifreið- arstjóri, og Oddur Friðrik Helgason, sjómaður og ævi- skrárritari ORG. Hálfsystkini Sigurðar, sam- mæðra: Birgir Þorvaldsson, lengst af fiskvinnslumaður, og Sigríður Þorvaldsdóttir, iðju- þjálfi í Danmörku. Foreldrar Sigurðar: Helgi Friðrik Helgason, f. 22.7. 1913, fórst með Panama 2.6. 1945, bíl- stjóri og sjómaður, og Ingibjörg Sólveig Georgsdóttir, f. 5.2. 1917, d. 5.9. 1988, verkakona í Reykjavík. Sigurður er að heiman. Sigurður Már Helgason, hönnuður og húsgagnabólstrari – 75 ára Fjölskyldan Þorbjörg, Flosi, Erla, Sigurður og Guðbjörg. Ber höfuð og herðar yfir samtíðarmenn Úr frændgarði Sigurðar Más Helgasonar Sigurður Már Helgason Margrét Friðriksdóttir Welding húsfr. í Hafnarfirði Pétur Þorláksson b. á Akri í Þingi, síðar í Hafnarfirði Friðrikka Þorláksína Pétursd. húsfreyja í Tungu og víðar Helgi Jónsson byggði Tungu í Rvík, síðast útvegsb. í Kotvogi í Höfnum Helgi Friðrik Helgason bifreiðastj. og sjóm., í Rvík og síðar a Akureyri Þórdís H.Hallgrímsdóttir húsfr. í í Litlu-Brekku, af Skildinganesætt elstu Jón Jónsson sjóm.í Litlubrekku á Grímstaðaholti Jón Hallgrímsson b. í Litlabæ á Álftanesi og kaupm. á Bakka í Arnarfirði Petrína Georgsd. húsfr. á Sandi í Kjós Oddur F. Helgason æviskrárritari og sjóm. í Rvík Sigríður Jónsd. húsfr. á Kvíum í ÞverárhlíðRagnar Ólafson skattfulltrúi Sigríður Margrét Helgadóttir húsfr. í Rvík Petrína S. Helgadóttir prestsfrú í Hafnarfirði Þorsteinn Garðarsson framkvæmdastj. í Vogum Þórlaug Magnúsdóttir húsfr. í Höskuldarkoti í Njarðvík Magnús Magnússon skipstj. og útgerðarm. í Njarðvík og byggingaverktaki í New York Anna Fríða Magnúsdóttir húsfr. í Ytri-Njarðvík Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður Lárus Peter Rasmussen sjóliði á póstskipinu Fönix Kristín Árnadóttir verkak. í Rvík Georg Emil Pétursson sjóm. á Brekku Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Brekku í Ytri-Njarðvík Ingibjörg Sólveig Georgsd. húsfr. og verkak. í Rvík Snjáfríður Ólafsdóttir húsfreyja Magnús Magnússon verkam. á Járngerðisstöðum í Grindavík, af Járngerðisstaðaætt Ragna Lindberg Lárusdóttir ökukennari í Rvík Friðrik K. Theodórsson framkvæmdastj. og tónlistarm. í Rvík Skúli Þór Helgason borgarfulltr. í Rvík Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur Guðmundur Kamban rithöfundur Gísli Jónsson alþm. Guðrún Þórdís Bachmann kjólam. í Rvík Helga Bachmann leikkona MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 20 ÍSLENDINGAR Ingibjörg Ösp Jónasardóttir er hjúkr-unarfræðingur á EndurhæfingardeildFjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Hún er frá Stokkseyri en maðurinn hennar, Atli Rúnar Eysteinsson, stýrimaður á Berki, er frá Neskaupstað. Synir þeirra eru Sölvi Þór 5 ára og Sindri 2 ára. „Áhugamál mín eru fjölskyldan númer 1, 2 og 3 og svo er ég mikill náttúruunnandi, fer í gönguferðir hvort sem það er um fjöll eða fjöru. Ég stunda líkamsrækt, blak og jóga. Er nýbyrjuð í blakinu og keppi á mínu fyrsta öld- ungablakmóti um helgina. Ég hef gaman af hönnun og ferðalögum. Maðurinn minn stund- ar einnig skotveiðar í frítíma sínum og ég er svona með á hliðarlínunni. Við eigum bát og hann notum við mikið á sumrin, hvort sem það er til að veiða fisk eða taka rúnt í aðra firði og fara í gönguferðir. Ég fór í nokkrar skipulagðar gönguferðir með Ferðafélagi Fjarðamanna síðasta sumar og ég ætla að vera enn duglegri þetta sumarið. Er ekki mikill munur að koma úr flatlendinu á Stokkseyri í fjöllin fyrir austan? „Ég finn ekki fyrir þessari einangrun sem sumir tala um. Ég sakna aðallega kvöld- sólarinnar. Það er mjög gott að búa hér í Neskaupstað. Fólk hér er samrýnt og vinalegt og tekur nýjum íbúum mjög vel. Það er mikil uppbygging á svæðinu og mörg atvinnutækifæri.“ Ösp ætlar að bíða með það að halda upp á afmælisdaginn sinn. „Maðurinn minn er úti á sjó, en ég baka kannski eina/tvær kökur og fæ vinkonur í kaffi. Maðurinn minn varð líka þrítugur í febrúar svo hver veit nema við sláum í partí fljótlega. Þangað til ætla ég að láta mér nægja þessa fjögurra daga skemmtun sem fram und- an er hér í Neskaupstað um helgina. Við spilum bara blak í ullarbrók og stígvélum batni veðrið ekkert.“ Ingibjörg Ösp Jónasardóttir er þrítug í dag Keppir á sínu fyrsta blakmóti um helgina Mæðgin Ösp með yngri soninn. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islending- ar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Unnið í samvinnu við viðmælendur. Dóra Lind Pálmarsdóttir og Maríus Þór Haraldsson gengu í hjónaband 1. apríl síðastliðinn í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Dóttir þeirra er Freyja Lind. Brúðkaup Kristín Thoroddsen fæddist á Ísafirði. 29.4. 1894, dóttirSkúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði, alþm. ogritstjóra, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Skúli var bróðir Þorvalds Thoroddsen náttúrufræðings, Sigurðar landverkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen for- sætisráðherra, og Þórðar, læknis og alþm., föður Emils tón- skálds, en Theodóra var móðursystir Muggs og Péturs Thor- steinssonar sendiherra. Meðal systkina Kristínar voru Guðmundur yfirlæknir; Skúli alþm.; Katrín læknir og alþm.; Bolli borgarverkfræð- ingur og Sigurður, verkfræðingur og alþm. Kristín ólst upp á Bessastöðum frá sjö ára aldri, lauk gagn- fræðaprófi frá MR, var við nám og störf á Dronning Louises barnaspítalanum í Kaupmannahöfn, stundaði hjúkrunarnám, og brautskráðist 24 ára frá hjúkrunarskóla Kommune-spítalans í Esbjerg. Hún vann síðan m.a. á röntgen- deild Bispebjergs-spítalans, á Finsens Institut og við Röntgenstofnunina í Reykjavík, starfaði í Valpariso í Chile í þrjú ár, stundaði nám við Bedford College í London, var við einkahjúkrun í New York og fjögur ár Rauða kross systir vítt og breitt um Ísland. Kristín var ráðin fyrsta yfirhjúkrunarkona Landspítalans 1931, fyrsti skólastjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands við stofnun 1931 og aðalkennari hans. Hún var einn stofnenda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og sat þar í fyrstu stjórn. Hún var, ásamt frú Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadóttur, brautryðjandi í hjúkrun hér á landi enda voru þær báðar sæmdar Florence Nightingale orðunni (heiðursmerki alþjóða Rauða krossins) og riddarakrossi Fálkaorðunnar. Merkir Íslendingar Kristín Ó. Thoroddsen 95 ára Guðrún Jónsdóttir Gyða H. Jónsdóttir Æsa G. Guðmundsdóttir 85 ára Karla Jónsdóttir Valgerður Friðriksdóttir 80 ára Anna Helene Christensen Benedikt Sigurðsson Guðmundur Eggert Óskarsson Hallgrímur Sveinþór Arason Kristín E. Albertsdóttir 75 ára Guðrún Þórðardóttir Héðinn Baldvinsson Hrafnhildur Bogadóttir Jón Erlendsson Sigurður H. Stefánsson Þorsteinn Kristjánsson 70 ára Bára Jónasdóttir Björg Stefa Sigurðardóttir Ester Albertsdóttir Gísli Halldórsson Guðrún Guðmundsdóttir Gunnar Örn Guðmundsson Ólafur Ásgeirsson 60 ára Elías Björn Árnason Eyþór Jón Karlsson Grétar Mar Jónsson Martina Sigursteinsdóttir Rúnar Gylfi Dagbjartsson Sólveig Sveinsdóttir Steinunn Þórunn Ólafsdóttir Viðar Jóhannsson 50 ára Eygerður Guðbrandsdóttir Hafdís Svansdóttir Hallur Guðjónsson Katrín Merlie Óskarsson Kolbrún Jóhannesdóttir Sigurdís Erna Guðjónsdóttir Sigurður Þ. Sigurþórsson Snorri Óskarsson Vignir Smári Maríasson Þráinn Vigfússon 40 ára Ásgeir Páll Gústafsson Birna Hrönn Bjarnadóttir Björgmundur Guðmundsson Einar Árni Kristjónsson Erna Kristín Sigurjónsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir Júlíus Stefánsson Kristrún Sveinbjörnsdóttir Magnús Ragnarsson 30 ára Arnar Haraldsson Arthur Geir Jósefsson Ásdís Inga Helgadóttir Bjarney Halldórsdóttir Fríða Guðný Birgisdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Örn ólst upp í Reykja- vík, býr þar, lauk prófum í margmiðlun frá Tækniskól- anum og starfar við tækni- brellur hjá RVL. Maki: Birgitta Ásbjörns- dóttir, f. 1988, snyrti-, förð- unarfræðingur og stílisti. Börn: Hekla og Katla, f. 2007 (stjúpdætur), Askja, f. 2011, og Eldey, f. 2014. Foreldrar: Kolbrún Olgeirs- dóttir, f. 1956, og Brynjólfur Guðmundsson, f. 1950. Örn Enok Brynjólfsson 30 ára Berta býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í viðskipta- fræði, er löggiltur fasteigna- sali og leigumiðlari og starfar hjá Stakfelli. Maki: Garðar Heiðar Eyjólfs- son, f. 1984, verkefnastjóri. Börn: Elísabet, f. 2008, og Emil, f. 2010. Bróðir: Karl Bernburg, f. 1990, nemi í viðskiptafræði. Móðir: Aðalheiður Karls- dóttir, f. 1957, fasteignasali. Jóhanna Berta Bernburg 30 ára Jóhanna ólst upp í Kópavogi, býr í Mílanó á Ítal- íu, er pilates-þjálfari frá True Pilates í New York og er í fæðingarorlofi. Maki: Fabio Volo (Bonetti), f. 1973, rithöfundur. Sonur: Sebastian Snær, f. 2014. Foreldrar: Margrét Arnþórs- dóttir, f. 1964, veitingastjóri á Hótel Laka við Klaustur, og- Haukur Víðisson, f. 1963, matreiðslumeistari. Jóhanna Maggý Hauksdóttir 18.00 Fólk með Sirrý (e) Góðir gestir koma í mannlegt spjall hjá Sirrý. 19.00 Atvinnulífið (e) Heimsóknir til íslenskra fyrirtækja. 19.30 Ritstjórarnir (e) Stjórnendur litlu fjölmiðlanna rýna í fréttamálin. 20.00 Mannamál Viðtöl við kunna Ís- lendinga. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 20.45 Heimsljós Erlendar stórfréttir í brennidepli. 21.15 433.is Viðtöl við íslenska at- vinnumenn í knattspyrnu. 21.45 Eðaltónar 08.00 Everybody Loves Raymond 08.20 Dr. Phil 09.00 The Talk 09.45 Pepsi MAX tónlist 14.35 Cheers 15.00 Jane the Virgin 15.40 Parenthood 16.20 Minute To Win It 17.05 Royal Pains 17.50 Dr. Phil 18.30 The Talk 19.10 Million Dollar Listing 19.55 The Millers 20.15 Black-ish Nýrík fjölskylda tekst á við þær breytingar að efnast hratt og koma sér sífellt í aðstæður sem þau eiga erfitt með að vinna úr. 20.35 The Odd Couple 21.00 Madam Secretary 21.45 Blue Bloods 22.30 Sex & the City 22.55 Californication 23.25 Scandal 00.10 American Crime 00.55 Madam Secretary 01.40 Blue Bloods SkjárEinn ANIMAL PLANET 12.35 Shamwari 13.30 Untamed & Uncut 14.25 Tanked 15.20 Call of the Wildman 16.15 Gator Boys 17.10 Tanked 18.05 Into the Dragon’s Lair 19.00 Call of the Wildman 19.55 Untamed & Uncut 21.45 Call of the Wildman 22.40 Tanked 23.35 Into the Dragon’s Lair BBC ENTERTAINMENT 12.20 Richard Hammond’s Crash Course 13.05 Police Int- erceptors 13.50 Top Gear 15.35 Would I Lie To You? 16.05 QI 16.35 Pointless 17.20 Top Gear 18.15 Would I Lie To You? 18.45 QI 19.15 Live At The Apollo 20.00 Louis Thero- ux: Miami Mega-Jail 20.55 Our War: 10 Years in Afghan- istan 21.50 Pointless 22.35 Live At The Apollo 23.20 Louis Theroux: Miami Mega-Jail DISCOVERY CHANNEL 12.30 Mythbusters 13.30 Mighty Ships 14.30 How Do They Do It? 10 with Jo Roislien 15.00 Baggage Battles 15.30 Moonshiners 16.30 Auction Hunters 17.30 Fast N’ Loud 18.30 Wheeler Dealers 19.30 Outback Truckers 20.30 Dive Wars Australia 21.30 Yukon Men 22.30 Myt- hbusters 23.30 Fast N’ Loud EUROSPORT 12.00 Live: Cycling 13.30 Live: Snooker 16.30 Snooker 18.00 Live: Snooker 21.00 Cycling 22.00 Snooker MGM MOVIE CHANNEL 12.05 Cheerleaders Beach Party 13.30 Halt and Catch Fire 14.20 Lenny 16.10 Into The Blue 18.00 The Miracle Worker 19.45 Extremities 21.15 Cuba 23.15 Capote NATIONAL GEOGRAPHIC 13.00 Tiger’s Revenge 14.00 Turf War 15.00 World’s Weir- dest 16.00 Monster Fish 18.00 Hippo Vs Croc 19.00 Monster Fish 21.00 World’s Weirdest 22.00 Dangerous Encounters 23.00 Monster Fish ARD 12.10 Rote Rosen 13.00 Tagesschau 13.10 Sturm der Liebe 14.10 Elefant, Tiger & Co 15.15 Brisant 16.00 Sportschau live: Qualifikationsspiel zur Handball- Europameisterschaft 18.00 Tagesschau 18.15 Sportschau live: DFB-Pokal 19.27 Sportschau live: DFB-Pokal 20.45 Sportschau Club 21.15 Anne Will 22.30 Nachtmagazin 22.50 Zack and Miri make a Porno DR1 13.10 Sherlock Holmes 14.55 Stormagasinet II 16.00 Un- der Hammeren 16.30 TV avisen med Sporten 17.05 Af- tenshowet 17.55 TV avisen 18.00 Spise med Price, egns- retter 18.30 Gintberg på Kanten – DSB 19.00 Ensom midt i livet 19.30 TV AVISEN 19.55 Penge 20.20 Sporten 20.30 Arne Dahls A-gruppen: Europa blues 22.00 Kniven på stru- ben 23.30 Water Rats DR2 12.00 Mad i brændpunktet: Afghanistan 12.30 Ekstrem verden – Ross Kemp i Østafrika 13.15 Ekstrem verden – Ross Kemp i Brasilien 14.00 Camilla Plum – i haven 14.30 Sødt i Frilandshaven 15.00 DR2 Dagen 16.00 Sådan er det bare 16.30 Spooks 17.20 Når mænd er værst 18.00 Borgen 19.00 En kvinde i skudlinjen 20.30 Deadline 21.00 Ruslands børn 22.00 Ruslands nynazistiske netværk 22.45 Jagten på det perfekte brød 23.45 Deadline Nat NRK1 12.20 Hygge i Strömsö 13.00 NRK nyheter 13.15 Munter mat – på tur 14.00 Hvem tror du at du er? 15.00 NRK nyheter 15.15 Ut i nærturen 15.30 Oddasat – nyheter på samisk 15.50 Norge Rundt 16.15 Skattejegerne 16.45 Distriktsnyheter Østlandssendingen 17.00 Dagsrevyen 17.45 Det store symesterskapet 19.00 Dagsrevyen 21 19.35 Kampen for tilværelsen: Folk i husan 20.20 Elivas reise 21.10 Kveldsnytt 21.25 Enveisbillett til Mars 22.25 Djeveldansen 23.25 Scott og Bailey NRK2 12.00 Hvem tror du at du er? 12.40 Når hjelpen er over: Iras historie 13.10 Hvem tror du at du er ? 14.10 Med hjar- tet på rette staden 15.00 Derrick 16.00 Dagsnytt atten 17.00 Danmarks flotteste hjem 17.30 Inn i vårt mørke hus 17.45 Det skandinaviske gullet 18.15 Aktuelt 18.40 Arki- tektens hjem 19.15 Svenske arkitekturperler 19.25 Odda- sat – nyheter på samisk 19.35 Fra fisk til menneske 20.30 Urix 20.50 Du skal dø 21.20 Tilintetgjørelsen 22.15 Okku- pert hverdag: Hold hjulene i gang 22.45 Patent 986 23.45 Oddasat – nyheter på samisk SVT1 12.20 Gilbert Grape 14.20 Gomorron Sverige sammandrag 14.40 Vårt bröllop 15.30 Sverige idag 16.00 Rapport 16.30 Regionala nyheter 16.45 Go’kväll 17.30 Rapport 18.00 Uppdrag granskning 19.00 In the club 19.55 Erikas längtan 20.00 Justitia 20.30 Välja väg 21.00 Tonårs- mammor 21.30 Rapport 21.35 Citizenfour 23.25 Inför Eurovision Song Contest SVT2 13.30 Rakt på 14.00 Rapport 14.05 SVT Forum 14.20 Partiledaren 14.50 Korrespondenterna 15.20 Nyhetstecken 15.30 Oddasat 15.45 Uutiset 16.00 Världens fakta: Polc- irkeln med Bruce Parry 16.55 Lådbilsveteraner 17.00 Partil- edaren 17.30 Kärlek och svek 18.00 Låna för livet! 18.30 Camillas klassiska 19.00 Aktuellt 20.00 Sportnytt 20.15 Babel 21.15 Unstable elements 22.15 Så in i Norden 22.45 24 Vision 23.00 Rapport 23.05 Nyhetstecken 23.15 Korrespondenterna 23.45 24 Vision RÚV ÍNN Rás 1 92,4 93,5 Stöð 2 Bíóstöðin Stöð 2 sport Stöð 2 sport 2 N4 20.00 Björn Bjarna Arnar Þór Jónsson lektor 20.30 Auðlindakistan 21.00 Á ferð og flugi 21.30 Landsvirkjun Famtíðarsýn frá Haustfundi 4:4 Endurtekið allan sólarhringinn. 16.35 Blómabarnið (Love Child) Ástr- ölsk sjónvarpsþáttaröð um ástir og átök vina og samstarfsfólks á Kings Cross sjúkrahúsinu á 7. áratugnum. 17.20 Disneystundin 17.21 Finnbogi og Felix 17.43 Sígildar teiknimyndir 17.50 Fínni kostur 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Heilabrot (Fuckr med dn hjrne II) Sjónhverfingarmanninum og dá- leiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eft- ir í þessum fróðlegu dönsku þáttum. 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Ísland – Serbía (Forkeppni EM karla í handbolta) Bein útsending. 21.15 Kiljan Bókamenntaþáttur Egils Helgasonar. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Risaeðlan í Dakota (Dinosaur 13) Bandarísk heimildarmynd um einn mikilfenglegasta fornleifauppgröft sögunnar. Árið 1990 fundu bandarískir fornleifafræðingar stærsta risaeðl- usteingerving sem fundist hefur í heiminum. 23.55 Horfinn (The Missing) Ný bresk spennuþáttaröð um mann sem lendir í þeim hörmungum að syni hans er rænt í sumarfríi fjölskyldunnar í Frakk- landi. Hann fórnar öllu í leit sinni að drengnum og missir aldrei vonina um að finna hann á lífi. . (e) Stranglega bannað börnum. 00.55 Kastljós Endursýnt Kastljós. 01.20 Fréttir 01.35 Dagskrárlok 06.20 Modern Family 07.00 Barnatími Stöðvar 2 08.05 The Middle 08.30 Mindy Project 08.50 Don’t Trust the B*** in Apt 23 09.15 Bold and the Beautiful 09.35 Doctors 10.15 Take the Money and Run 11.00 Spurningabomban 11.50 Grey’s Anatomy 12.35 Nágrannar 13.00 Death Comes To Pemberley 14.00 Dallas 14.45 The Lying Game 15.25 Don’t Blame The Dog 16.25 Big Time Rush 16.50 The Goldbergs 17.15 Bold and the Beautiful 17.40 Nágrannar 18.05 Simpson-fjölskyldan 18.30 Fréttir 18.47 Íþróttir 18.55 Ísland í dag. 19.35 Víkingalottó 19.40 The Middle 20.05 Heimsókn Sindri Sindrason heimsækir fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru ólík en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekk- legheitum. 20.30 Grey’s Anatomy 21.15 ForeverStórgóð þáttaröð um Dr. Henry Morgan, réttarmeinafræðing, sem á sér afar litríka og langa fortíð. 22.00 Bones 22.45 Weeds 23.15 Real Time With Bill Maher 00.15 The Mentalist 00.55 The Following 01.40 Person of Interest 02.25 Blood Out 03.55 Hugh Hefner: Pl.b., Activ. Reb. 12.20/17.55 Flicka 3: Best Friends 13.55/19.30 Contact 16.25/23.35 Cowgirls’N Angels 22.00/04.40 Gravity 01.05 The Heat 03.00 Blitz 18.00 Í Fókus Við setjum ákveðna staði, menn eða málefni í fókus. 18.30 Að Sunnan Margrét Blöndal og Sighvatur Jónsson fjalla um málefni tengd suðurlandi. Endurtekið allan sólarhringinn 07.00 Barnaefni 18.24 Mörgæsirnar frá Madagaskar 18.45 Doddi litli og Eyrnastór 18.55 Sumardalsmyllan 19.00 Öskubuska í villta vestrinu 11.55 Spænski boltinn 14/15 13.35 Evrópudeildarmörkin 14.25 UEFA Champions League 16.05 Meistarad. Evrópu – fréttir 16.35 NBA 17.00 Dominosdeildin 2015 18.30 Goðsagnir efstu deildar 19.00 Dominosdeildin 2015 21.00 Spænski boltinn 14/15 10.55 QPR – West Ham 12.35 Premier League Review 13.30 Premier League World 14.00 Burnley – Leicester 15.45 Messan 16.55 Hull – Liverpool 18.35 Leicester – Chelsea 20.45 Arsenal – Chelsea 06.25 Morgunbæn og orð dagsins. Séra Guðný Hallgrímsdóttir flytur. 06.30 Morgunútgáfan. Fréttir dagsins, þjóðlíf, menning og heimsmálin. 07.00 Fréttir. 08.00 Morgunfréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Segðu mér. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jón- asdóttir. 09.45 Morgunleikfimi. Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.13 Bergmál. Kjartan Guðmundsson kafar ofan í tónlistarsöguna og kemur upp á yfirborðið með ýmsar kræsingar. 11.00 Fréttir. 11.03 Mannlegi þátturinn. Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Magnús R. Einarsson. 12.00 Fréttir. 12.02 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.50 Dánarfregnir. 13.00 Samfélagið. Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Hanna G. Sigurð- ardóttir og Leifur Hauksson. 14.00 Fréttir. 14.03 Hljóðrit. Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir. 15.00 Fréttir. 15.03 Hvað ber að gera?. Samtöl um spillingu, samfélagsábyrgð, sjálfbærni og gagnsæi. Um- sjón: Ævar Kjartansson og Jón Ólafsson. (e) 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Hátalarinn. Hljóðspólandi, titrandi, seg- ulmagnaður gellir. Tónlist að fornu og nýju. 17.00 Fréttir. 17.03 Víðsjá. Þáttur um menningu og mannlíf. 18.00 Spegillinn. Fréttaþáttur. 18.30 Brot úr Morgunútgáfunni. (Frá því í morgun) 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Endurómur úr Evrópu. Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva. 20.00 Leynifélagið. Umsjón: Brynhildur Björns- dóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir. 20.30 Orð um bækur. Umsjón: Jórunn Sigurð- ardóttir. (Frá því á sunnudag) 21.30 Kvöldsagan: Njáls saga. Ingibjörg Haralds- dóttir les. (Frá 1994) (23:26) 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.09 Hugvekja. Ævar Kjartansson flytur. 22.10 Samfélagið. (Frá því fyrr í dag) 23.10 Segðu mér. (Frá því í morgun) 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. Krakkastöðin Gullstöðin 21.00 Broadchurch 21.50 1600 Penn 22.10 Ally McBeal 22.55 Fiskur án reiðhjóls 23.20 Geggjaðar græjur Ríkissjónvarpið reimaði á sig rokkboms- urnar (hvað eru mörg err í því?) svo um munaði í fyrrakvöld þegar tekin var til sýningar tónleikamynd gömlu þrass- brýnanna í Metallica, Through the Ne- ver eða Gegnum aldreiið. Lofsvert fram- tak og liður í leiftursókn málm- menningarinnar upp á yfirborðið. RÚV bætti þarna fyrir axarskaft kvikmynda- húsa landsins sem földu téða mynd vel og vandlega á sínum tíma. Ég hafði að vísu séð Through the Ne- ver áður en aldrei er góður málmur of oft kveðinn. Í grunninn eru þetta bara tónleikar, þar sem stiklað er á stóru í lit- ríkri sögu einnar mestu tónleikasveitar seinni tíma. Tónmálið er svo kryddað með litlu riddaraævintýri, þar sem rótari sveitarinnar kemst í hann krappan. Svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ýmsir gamlir kunningjar koma við sögu, svo sem Flaming Dude og Lady Justice. Intróið að One hefur sjaldan ver- ið tilkomumeira og þá gerðu krossarnir af Master of Puppets sig einkar vel á glæsilegu sviðinu. Samviskusemi þýðanda RÚV var til eftirbreytni en hann snaraði öllum fyr- irmælum eða fyrirspurnum James Het- fields til áhorfenda beint yfir á hið ást- kæra ylhýra. Svo sem „koma svo“, „syngið þið!“ og „eruð þið á lífi?“ RÚV bætti hér ráð sitt með tilþrifum en síðasta föstudagskvöld vogaði stofn- unin sér að sýna líklega verstu kvikmynd sem gerð hefur verið, The Babymakers. Hvaða gjörningur var það eiginlega? Persónulega hef ég oft lúmskt gaman af vondum bíómyndum en þetta var ný vídd í þeim efnum. Atriðið þar sem „mann- legu brunaslönguna“ og augnlinsurnar bar á góma var að vísu athyglisvert. En ekki meira um það hér. Ríkissjónvarpið brýst gegnum aldreiið Ljósvaki Orri Páll Ormarsson James Hetfield Aufúsugestur á RÚV. Erlendar stöðvar Omega 16.00 Billy Graham 17.00 Á göngu með Jesú 18.00 Maríusystur 18.30 Bill Dunn 19.00 Benny Hinn 19.30 Joyce Meyer 20.00 Ísrael í dag 21.00 Með kveðju frá Kanada 22.00 Ferð að miðju Orðsins 23.00 Kvikmynd 24.00 Joyce Meyer 18.15 Last Man Standing 18.40 Hot in Cleveland 19.00 Hart of Dixie 19.45 Baby Daddy 20.10 Flash 20.55 Arrow 21.35 The 100 22.20 Supernatural 23.00 Hart of Dixie 23.45 Baby Daddy 00.05 Flash 00.50 Arrow 01.35 The 100 Stöð 3 Hringbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.