Fréttablaðið - 15.09.2015, Qupperneq 8
Fjögurra ára uppbygging fyrir bí
Hjón sem hafa rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun í fjögur ár eru ósátt við að leigusamningur þeirra
hafi ekki verið endurnýjaður. Þau segja dótturfyrirtæki OR ætla að reka sýninguna á þeirra uppbyggingu.
Hjónin Auður Björg Sigurjónsdóttir og Kristinn Gíslason hafa síðan árið 2011 byggt upp ferðaþjónustu í Hellisheiðarvirkjun í gegn um fyrirtæki sitt, Orkusýn. Samningur
við OR rennur út í október. Fréttablaðið/Vilhelm
Viðskipti „Þegar litla gula hænan var
búin að þreskja korn og baka brauðið
þá komu aðrir til að éta það. Það er
akkúrat það sem er verið að gera hjá
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í dag,“
segir Kristinn H. Gíslason, en hann
og kona hans, Auður Björg Sigurjóns-
dóttir, hafa rekið jarðhitasýningu
í Hellisheiðarvirkjun síðan í mars
2011. Dótturfélag OR, Orka náttúr-
unnar (ON), hefur ákveðið að endur-
nýja ekki leigusamning við hjónin,
sem rennur út í október, og sjá sjálft
um sýninguna.
Forsagan er sú að Auði var sagt upp
sem deildarstjóra hjá kynningardeild
OR árið 2010 í fjöldauppsögnum.
Leiga á sýningarrými Hellisheiðar-
virkjunar var svo boðin út og Auður
og Kristinn hófu rekstur á sýningunni
í mars árið 2011. „Við rákum þetta
með bullandi tapi fyrstu tvö árin.
Svo var afkoman orðin mjög þokka-
leg. Fyrsta árið gaf okkur um tuttugu
þúsund gesti en á síðasta ári komu 94
þúsund gestir. Við greiddum OR tíu
milljónir í húsaleigu á síðasta ári fyrir
að kynna þá og nú á bara að úthýsa
okkur og greiða ekki neitt fyrir það,
einhverja smáaura,“ segir Kristinn.
Samkvæmt Kristni hefur ON boðið
þeim að borga fyrir efnislega hluti
sem þau hafa keypt inn í sýningar-
rýmið og 1,2 milljónir aukreitis fyrir
viðskiptavild og dagbók um staðfest-
ar bókanir fram á næsta ár. „En stað-
festu bókanirnar jafngilda peningum
upp á 28 milljónir. Það á sem sagt að
fá allt fyrir ekkert.“
Uppbygging hjónanna hefur meðal
annars falist í því að hafa leiðsögu-
mann með ferðum um virkjunina
og að hafa kynningarupptöku á
níu tungumálum. Kristinn spáir
því að ON muni tapa á því að taka
reksturinn yfir. „Á fyrsta árinu tapa
þeir þessum tíu milljónum sem þeir
fengu í húsaleigu hjá okkur. Svo hafa
svörin frá ferðaþjónustunni til okkar
verið þannig að hún er með okkur.
ON á eftir að tapa á rekstrinum svona
fimmtán til tuttugu milljónum. Og
hvar ætla þeir að fá það? Úr vasa
orkukaupandans?“
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi OR og ON, segir að samn-
ingurinn við hjónin hafi fyrst verið
til tveggja ára og svo framlengdur.
Ákvæði banni að hann verði fram-
lengdur aftur. Þá hafi valið staðið á
milli þess að bjóða leiguna út aftur,
sem hefði getað farið til þeirra ef þau
hefðu haft besta boð, eða að hætta
leigu á húsnæðinu. „Meðal þess sem
hefur breyst frá því þetta var boðið
út 2010 er að nú er komið nýtt fyrir-
tæki sem rekur þessar virkjanir. Það
er fyrirtæki sem starfar alfarið á
samkeppnismarkaði. Þar á bæ finnst
mönnum eðlilegt að fyrirtækið sjái
sjálft um að kynna sig og sína starf-
semi.“
Eiríkur segir að þegar samningnum
var að ljúka hafi viðræður verið tekn-
ar upp við félag hjónanna. „Þá komu
fram kröfur um rúmar fjörutíu millj-
ónir. Það er óhemju há fjárhæð að
greiða leigjanda þegar leigusamningi
lýkur.“ snaeros@frettabladid.is
Meðal þess sem
hefur breyst frá því
þetta var boðið út 2010 er að
nú er komið nýtt fyrirtæki
sem rekur þessar
virkjanir.
Eiríkur Hjálmarsson,
upplýsingafulltrúi OR
og ON
FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI
Breytingar skatta
og gjalda 2016
17. sept. | kl. 8:30-10:00 | Borgartúni 27
Kynntar verða breytingar á sköttum og gjöldum á
einstaklinga og fyrirtæki sem boð aðar eru í frum
varpi til fjárlaga 2016. Einnig verður gerð grein fyrir
áhuga verðum laga setning um á árinu 2015.
Skráning á kpmg.is
Viðskipti Gló veitingar ehf. sem
rekur veitingastaði og verslun undir
heitinu Gló seldi vörur fyrir 572 millj-
ónir króna á síðasta ári. Sala jókst
um tæpar 150 milljónir milli ára.
Tap varð af rekstri félagsins á árinu
2014 að fjárhæð 11,9 milljónir króna
samkvæmt rekstrarreikningi, saman-
borið við fimm milljónir árið áður.
Eigið fé félagsins var neikvætt um
19,4 milljónir króna, þar af nemur
hlutafé félagsins 540 þúsund krón-
um. Eignir í lok árs námu 233 millj-
ónum, samanborið við 66 milljónir
í árslok 2013.
Á árinu störfuðu að meðaltali 40
starfsmenn hjá félaginu og námu
launagreiðslur samtals 196,9 millj-
ónum króna. – sg
Seldu heilsufæði
fyrir hálfan
milljarð
Sólveig Eiríksdóttir er eigandi veitinga-
staðarins Gló. Fréttablaðið/Stefán
stjórnmál Heiða Kristín Helga-
dóttir tók sæti Bjartar Ólafsdóttur á
þingfundi í gær, en sú síðarnefnda
ól tvíbura á dögunum og er núna í
fæðingarorlofi. Þá tók Brynhildur
Björnsdóttir tímabundið sæti Óttars
Proppé, nýkjörins formanns Bjartrar
framtíðar. Bæði Heiða Kristín og
Brynhildur hafa áður tekið sæti á
Alþingi í fjarveru aðalmanna. – jhh
Heiða Kristín
og Brynhildur
á Alþingi
Heiða Kristín tekur sæti í fjarveru
Bjartar Ólafsdóttur. Fréttablaðið/Stefán
Orkumál „Núverandi staða þar sem
fyrirtæki á Austurlandi þurfa að sæta
skerðingu á afhendingu raforku, er
óásættanleg og uppbygging á því
kerfi verður að vera forgangsverk-
efni,“ segir bæjarráð Fljótsdalshér-
aðs sem kveður mikilvægt að styrkja
flutningskerfi raforku innanlands og
þá sérstaklega til og frá Austurlandi.
„Komi að því loknu til lagningar
sæstrengs til Evrópu lítur bæjarráð
svo á að öll rök séu fyrir því að tengja
hann inn á Austurland og telur ýmsar
þær röksemdir sem tilgreindar eru í
drögum að kerfisáætlun varðandi
tengingu sæstrengs ekki eiga rétt á
sér,“ ályktar bæjarráðið. – gar
Sæstrengur
verði frá
Austurlandi
Sæstrengur lagður til Vestmannaeyja.
Mynd/Landsnet
1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 Þ r i ð j u D A G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
3
2
-2
2
7
0
1
7
3
2
-2
1
3
4
1
7
3
2
-1
F
F
8
1
7
3
2
-1
E
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
9
2
0
1
5
C
M
Y
K