Fréttablaðið - 15.09.2015, Qupperneq 13
Myndir af líkum barna og fullorð-
inna sem drukkna á flótta yfir Mið-
jarðarhafið hafa birst reglulega í fjöl-
miðlum upp á síðkastið. Við sjáum
að aðstæður þeirra flóttamanna sem
komast til Evrópu eru skelfilegar.
Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat
– og við slíkar aðstæður eru börn við-
kvæmust.
Barnaheill – Save the Children á
Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim
fjölda flóttabarna sem hafa flúið til
Evrópu á síðustu mánuðum í von
um betra líf, ekki síst þeim sem eru án
fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir
sýrlenskra barna hafa flúið heima-
land sitt og eru ýmist í flóttamanna-
búðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi.
Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa
komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýr-
lensk börn hafa fæðst utan landsins
frá því að átökin hófust fyrir fjórum
og hálfu ári síðan.
Innan landamæra Sýrlands
Milljónir barna sem enn búa innan
landamæra Sýrlands eiga á hættu að
verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi,
að missa foreldra sína eða tapa eigin
lífi – eins og 10.000 börn hafa þegar
gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan
annan kost en að flýja heimaland sitt
þar sem hungur, rjúkandi rústir og
brostnir innviðir minna á að dapur-
leg framtíð blasir við þeim sem eftir
sitja. Um tvær milljónir barna hafa
flúið land en innan Sýrlands eru 3,5
milljónir barna á flótta.
Um þrjár milljónir sýrlenskra
barna njóta ekki réttar síns til mennt-
unar og það hefur áhrif á framtíðar-
möguleika þeirra.
Barnaheill – Save the Children hafa
dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og
skjóli til barna og fjölskyldna þeirra.
Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu
til að koma lífsnauðsynlegri hjálp
til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem
frjáls félagasamtök njótum við góðs
af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir
mannúðarstarf okkar á þessu svæði.
Í flóttamannabúðum
Barnaheill – Save the Children vinna
í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi
og Tyrklandi að því að dreifa matar-
miðum, matarpökkum og brauði til
að hjálpa börnum að fá nægilega nær-
ingu. Til að vernda flóttabörn frá kuld-
anum er teppum dreift til fjölskyldna.
Gefin hafa verið segl til að skýla þeim
sem búa í tjöldum eða skemmdum
byggingum og útbúin eru örugg svæði
þar sem börn geta leikið og lært.
Á flótta
Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000
flóttamenn til Grikklands á hverjum
sólarhring. Á þessu ári er heildartala
sýrlenskra flóttamanna til lands-
ins komin í 130.000 manns og stefnir
í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess
streyma þúsundir til landa Evrópu-
sambandsins í von um betra líf.
Til að styðja flóttabörn og fjöl-
skyldur þeirra í Grikklandi er unnið
að því að tryggja að börn séu líkam-
lega örugg, fái nægilegan mat og sál-
rænan stuðning. Bleyjum, hreinlætis-
vörum og fæðu er dreift til barna og
fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir
er unnið að átaki við að koma upp
skjóli og tryggja matargjafir áður en
veturinn skellur á, en áhersla er á
vernd barna.
Á Ítalíu er unnið á móttökustöðv-
um við að mæta þörfum barna og
stuðla að bæði líkamlegu og andlegu
heilbrigði. Þetta er gert í formi matar,
lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lög-
fræðiaðstoðar til fjölskyldna.
Ákall til þjóðarinnar
Vandinn er risavaxinn og meiri
en svo að einstaka ríki geti borið
ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks
sem flæðir til Evrópu. Okkur ber
öllum siðferðisleg skylda til að rétta
fram hjálparhönd til þeirra sem flýja
stríðsátök og að tryggja að þær millj-
ónir barna sem búa innan Sýrlands
séu verndaðar gegn ofbeldinu.
Barnaheill – Save the Children
hafa gefið út neyðarkall til allra
Evrópulanda og skorað hefur verið
á íslensk stjórnvöld að bregðast við
ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf
fjármagn til neyðaraðstoðar og taka
á móti fleiri flóttamönnum til lands-
ins, ekki síst börnum og fjölskyldum
þeirra, sem og fylgdarlausum börn-
um. Gæta þarf sérstaklega að því
varðandi börn sem eru fylgdarlaus
að fullreynt hafi verið að finna fjöl-
skyldur þeirra.
Barnaheill hvetja fyrirtæki til að
styðja starf hjálparsamtaka og höfða
til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra,
sérstaklega fyrirtækja sem geta
greitt arð. Einnig hvetjum við hinn
almenna borgara til að styðja starfið
og bjarga þannig lífi flóttafólks.
Hægt er að styðja mannúðarstarf
Barnaheilla – Save the Children með
því að hringja í söfnunarsímann 904
1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða
með því að leggja inn upphæð að
eigin vali á reikning 336-26-58, kt.
521089-1059.
Börn á flótta – Hvað gerum við?
Erna
Reynisdóttir
framkvæmdastjóri
Sigríður
Guðlaugsdóttir
verkefnastjóri
kynningarmála,
Barnaheill – Save
the Children á
Íslandi
Stórauka þarf fjármagn til
neyðaraðstoðar og taka á
móti fleiri flóttamönnum til
landsins.
Fylgdu okkur á facebook.
facebook.com/kiamotorsisland
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Kia Ceed bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér.
Kia Ceed Sportswagon LX 1,4 — dísilbíll.
Verð frá 3.440.777 kr.
Eða 52.130 kr. á mánuði í 84 mánuði*
*Mánaðarleg afborgun miðast við 10% útborgun og bílalán til 84 mánaða.
Bílalánstölur eru viðmiðunarverð og geta breyst án fyrirvara.
Útborgun aðeins 349.777 kr.
SWakalegur
fjölskyldubíll
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
cee’d fjölskyldan frá Kia samanstendur af cee’d og cee'd Sportswagon, sem er
rúmbetri og hentar því vel þar sem þörf er á meira rými fyrir farangur. Bílarnir
eru allir einstaklega sparneytnir og eyða frá 4,1 l/100 km. Hiti í stýri er staðal-
búnaður. 7 ára ábyrgð er á öllum nýjum Kia bílum.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 5 . s e p T e m B e R 2 0 1 5
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
3
1
-B
5
D
0
1
7
3
1
-B
4
9
4
1
7
3
1
-B
3
5
8
1
7
3
1
-B
2
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
9
2
0
1
5
C
M
Y
K